Nýjasta útgáfa Hóla



Ævintýri morgunverðarklúbbsins – Skrímslið og týndi fótboltinn

Það er eitthvað undarlegt á seyði í skólanum. Hinn tólf ára gamli Marcus sparkar uppáhaldsfótboltanum sínum yfir girðingu við skólalóðina og áttar sig strax á því að líklega muni hann aldrei sjá boltann sinn aftur. Það sem fer yfir girðinguna finnst nefnilega aldrei aftur. En þegar hann fær dularfull skilaboð, og boð um að ganga í rannsóknarteymi morgunverðarklúbbsins, dregst hann inn í spennandi ævintýri við að leysa ráðgátu, ásamt nýjum vinum sínum, þeim Stacey, Lise og Asim. Við að afhjúpa hverja óvæntu vísbendinguna á fætur annarri átta meðlimir rannsóknarteymis morgunverðarklúbbsins sig á því að það er ekki allt sem sýnst – og það gæti verið eitthvað dularfullt sem leynist á bak við skólagirðinguna.

Aðalhöfundur bókarinnar er knattspyrnukappinn heimsfrægi, Marcus Rashford, og hefur þessi bók hans notið mikilla vinsælda í Bretlandi.

Leiðbeinandi verð: 3.280-.

Útgáfuár: 2023

Ljóð og lög Sigurðar dýralæknis

Í þessari bók er að finna heildarsafn kveðskapar Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis, frá 1956 til 2023, ásamt vísum sem tengjast honum á ýmsan hátt, alls um 1.700 talsins. Einnig eru í bókinni nótur við sönglög, sem Sigurður hefur samið, bæði við eigin ljóð og fjölmargra annarra.

Bókin er einungis fáanleg hjá útgefanda og er hægt að panta hana í netfanginu: holar@holabok.is eða í síma 692-8508.

Leiðbeinandi verð: 6.900-.

Útgáfuár: 2023

Völvur á Íslandi

Frá elstu tímum eru til sagnir um konur, sem vissu lengra nefi sínu. Þekktastar eru tvímælalaust völvurnar. Þær nutu mikillar virðingar, stundum reyndar óttablandinnar, enda voru þær á mörkum tveggja heima og höfðu vitneskju um það, sem flestum ððrum var hulið. Sumum þeirra fylgja magnaðar sögur og þær finnur þú í þessari einstöku bók.

Þetta er sannkallað stórvirki og var lengi í smíðum.

Leiðbeinandi verð: 9.480-.

Útgáfuár: 2023

Höfuðdagur – Sendibréf til móður minnar á 100 ára afmælisdegi hennar

Hvað bíður ungs barns sem misst hefur báða foreldra sína? Hvernig varð líf móður minnar eftir að hún varð niðursetningur? Var fólkið gott við hana? Hvernig leið henni á nýjum stað? Hvað varð af hinum systkinunum? Hér bregður höfundur sér aftur í barnæsku móður sinnar á Stokkseyri og svarar þessum spurningum og mörgum fleiri.

Leiðbeinandi verð: 6.480-.

Útgáfuár: 2023

Palli í Hlíð – Stiklur úr lífi ævintýramanns

Hér segir frá mesta vargabana Íslandssögunnar, Páli Leifssyni á Eskifirði, og öllum þeim ótal ævintýrum sem hann hefur lent í. Ofan á allt þá vantar síður en svo húmorinn í þessa bók, enda er kappinn þekktur fyrir létta lund og spaugsemi, jafnvel þótt ástandið sé bara nokkuð dökkt – vægt til orða tekið.

Leiðbeinandi verð: 7.680-.

Útgáfuár: 2023

Björn Pálsson – Flugmaður og þjóðsagnapersóna

Björn Pálsson var frumkvöðull í sjúkraflugi á Íslandi. Hann vann marga hetjudáðina og var kallaður „bjargvættur landsbyggðarinnar“ en hann var oft eina lífsvon sjúkra og slasaðra úti á landi. Hann fór í loftið þótt veðurútlitið væri allt annað en gott til flugs, svo ekki sé nú minnst á lendingarstaðina sem sumir voru varla meira en „lófastærð“. Þetta er vægast sagt einstök lesning um einstakan mann og ekki seinna vænna að halda minningu hans á lofti.

Leiðbeinandi verð: 7.980-.

Útgáfuár: 2023

VESTURBÆRINN – Húsin, fólkið, sögurnar

Vesturbærinn á sér um margt sérstaka sögu. Hér er lítillega tæpt á nokkrum þáttum hennar og sjaldnast er fólkið í hverfinu langt undan. Margir eru kallaðir til; innfæddir, brottfluttir og aðfluttir Vesturbæingar og eflaust vakna einhvers staðar sterkar endurminningar. Vesturbærinn er fróðlega bók og fyndin og sannarlega þess virði að lesa.

Látum eina sögu úr bókinni fylgja hér með og þar er enginn annar en Bjarni Felixson í aðalhlutverkinu:Bjarni Felixson og Álfheiður Gísladóttir höfðu ákveðið að halda brúðkaup sitt síðasta sunnudaginn í maí 1962. Þá breyttist niðurröðun leikja í Íslandsmótinu á þann veg að KR-ingum var gert að mæta til leiks á Ísafirði þá helgi. Þess skal getið að tveir bræður Bjarna, Gunnar og Hörður, léku þá einnig með KR. Yfir til þín, Bjarni: „Mér varð ekki um sel að þurfa að missa af leik fyrir vikið og vildi helst láta fresta giftingunni. Þótti mér leikmissirinn varla nógu haldgóð rök fyrir slíkum aðgerðum og voru nú góð ráð dýr. Eftir mikil heilabrot datt mér þó snjallræði nokkurt í hug: Það gerði ekkert til þó að ég yrði af leiknum, en hitt þætti mér súrt í broti, að bræður mínir gætu ekki verið viðstaddir brúðkaupið! Þeim rökum varð ekki á móti mælt og um næstu helgi komst ég loks í höfn hjónabandsins.“

Leiðbeinandi verð: 7.280-.

Útgáfuár: 2023

Marcus Rashford – markaskorarinn með gullhjartað

Þessi einstaki knattspyrnumaður, Marcus Rashford, hefur ekki aðeins látið til sín taka á knattspyrnuvellinum með Manchester United og enska landsliðinu, heldur hefur hann einnig barist í þágu þeirra sem minna mega sín og lagt baráttunni gegn rasisma lið. Barnæska Rashford var síður en svo dans á rósum, hann ólst upp í mikilli fátækt, en með dyggri aðstoð móður sinnar braust hann áfram og varð að þeim manni sem við þekkjum í dag.

Enginn knattspyrnuunnandi lætur þessa bók fram hjá sér fara.

Leiðbeinandi verð: 6.680-.

Útgáfuár: 2023

Lesum um fugla

Þessi bráðfallega bók er hugsuð fyrir börn sem farin eru að lesa sér til gagns en í henni eru kynntar í stuttu máli um 70 tegundir algengra fugla í íslenskri náttúru og fylgir falleg ljósmynd hverri þeirra. Þá er þetta tilvalin bók fyrir börn og foreldra að lesa og eða skoða saman og ræða um það sem fyrir augu ber á blaðsíðum hennar.

Leiðbeinandi verð: 4.380-.

Útgáfuár: 2023

13 hæða trjáhúsið

13 hæða trjáhúsið þeirra Adda og Tedda er stórkostlegasta trjáhús í heimi. Það er með keiluhöll, gegnsærri glersundlaug, laug með mannætuhákörlum, leynilegri neðanjarðarrannsóknarstofu og sykurpúðavél sem eltir þig um allt og skýtur sjálfkrafa sykurpúðum upp í þig, hvenær sem þú finnur til svengdar.

Svona nú, eftir hverju bíðurðu eiginlega? Komdu upp!

Leiðbeinandi verð: 3.980-.

Útgáfuár: 2023
Eldra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is