Gleðileg Jól

Gleðileg jól

Bókaútgáfan Hólar þakkar frábærar viðtökur á útgáfubókunum 2010.  Margir titlanna eru á þrotum hjá útgáfunni s.s. Með létt skap og liðugan talanda – lífssaga Margrétar í Dalsmynni, Það reddast – ævisaga Sveins Sigurbjarnarsonar ævintýramanns á Eskifirði, Pétrísk-orðabók, eftir hinn eina og sanna sr. Pétur Þorsteinsson prest í Óháða söfnuðinum, Spurningabókin 2010 og Í ríki óttans – -örlagasaga Þorbjargar Jónsdóttur Schweizer.  Þá er sáralítið eftir af Feimnismálum Vilhjálms Hjálmarssonar, Bestu barnabröndurunum, Sjónhverfingum-ekki er allt sem sýnist, Undir breðans fjöllum – ljóð og lausavísur Þorsteins Jóhannssonar í Svínafelli, Galar hann enn – gamansögur af Norðfirðingum og nærsveitungum, og Læknir í blíðu og stríðu – ævisögu Páls Gíslasonar læknis, skátaforingja og stjórnmálamanns.  Ennfremur gengur hratt á hina stórkostlegu ljóðabók, Fjallaþytur, en hún inniheldur úrval úr kveðskap hins einstaka Hákonar Aðalsteinssonar og var hún þó prentuð í þokkalegu upplagi í byrjun og síðan endurprentuð!

Enn og aftur kærar þakkir fyrir viðtökur bókanna og gleðileg jól til allra nær og fjær!

Þriðjudagur 21. desember 2010
Efnisflokkun: Bækur, Barnabækur, Fréttir og tilkynningar

Panta

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is