Nýjasta útgáfa Hóla



Úr fórum þular

ur_forum_thularHinn þjóðkunni útvarpsþulur, Pétur Pétursson, fer hér á kostum í bráðskemmtilegum frásögnum af horfnum tíma. Í 35 þáttum fer hann víða; segir m.a. frá íslenska hundinum sem hlustaði á breska forsætisráðherrann, stúdentasvalli á 19. öld, fisksölum í Reykjavík og íbúum í Vesturbænum. Pétur er fræðaþulur eins og þeir gerast bestir. Blaðakóngar og bissnesmenn, höfðingjar og hefðarfrúr, Ríkarður Jónsson myndhöggvari og frú Dinesen í Róm; frá öllu þessu segir Pétur svo unun er að lesa.

Uppseld.

Útgáfuár: 2001

Of stór fyrir Ísland

of_stor_fyrir_islandEnginn Íslendingur hefur lifað jafn sérkennilegu lífi og Jóhann Pétursson, hæsti maður veraldar. Hér segir frá ævintýralegum lífsferli hans; barnæsku í Svarfaðardal, þrautalífi í Danmörku, betra lífi í Frakklandi og putalífi í Þýskalandi. Árið 1945 fluttist Jóhann heim en þegar Íslendingar brugðust honum hrökklaðist hann til Bandaríkjanna þar sem hann starfaði í stærsta og frægasta sirkus heims. Jóhann eignaðist dóttur sem hann sagði þó aldrei neinum frá. Hér er leyndardómsfullri hulunni svipt af þessari dóttur og samskiptum feðginanna. Of stór fyrir Ísland er einstök ævisaga, snilldarvel skráð af Jóni Hjaltasyni sagnfræðingi sem síðastliðið ár var tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Mikill fjöldi ljósmynda frá einstæðri og ævintýralegri ævi Jóhanns prýða bókina.

Uppseld.

Útgáfuár: 2001

Minningar úr Menntaskólanum í Reykjavík

minningar_ur_MRÍ þessu afmælisriti Menntaskólans í Reykjavík, sem gefið er út í tilefni af 215 ára afmæli skólans og er þá miðað við flutning Skálholtsskóla til Reykjavíkur, rita fjölmargir Mr-stúdentar minningar sínar frá skólanum og draga ekkert undan.

Uppseld.

Útgáfuár: 2001

Rauði herinn-Saga Liverpool 1892-2001

raudi_herinnLiverpool á sér magnaða sögu og hér er hún rakin; sorgum og sigrum liðsins gerð góð skil og helstu knattspyrnukappar og framkvæmdastjórar félagsins dregnir fram í sviðsljósið.  Þeir sem komnir eru til vits og ára muna vafalítið eftir stjörnum á borð við Kevin Keegan, Tommy Smith, Greame Souness, Ian Rush, Kenny Dalglish, Bruce Grobbelaar og Mark Lawrenson, svo einhverjir séu hér nafngreindir af þeim mikla fjölda sem koma við sögu í bókinni sem ætti að vera til á hverju einasta Púllara-heimili.

Uppseld.

Útgáfuár: 2001

Nýja limrubókin

nyja_limrubokinEfni þessa kvers skiptist í tvennt.  Fyrri hlutinn er rækileg ritgerð um limrur hér og þar, eftir Gísla Jónsson, sem lengi var kennari við Menntaskólann á Akureyri og tók saman þetta kver.  Í seinni hlutanum eru síðan limrur eftir Hlymrek handan og félaga.

Uppseld.

Útgáfuár: 2001

Undir fjallshlíðum

undir_fjLjóðmál Jóns Bjarman er persónulegt og blátt áfram.  Ljóðin eru heilsteypt og bókin samfelld þótt yrkisefnin séu fjölbreytt og formið ríkt af tilbrigðum.  Hann yrkir um fjöllin sín fyrir norðan, um kliðandi læki, silfurtæran vatnsflöt yfir köldum fiski, þungan straum og kyrrar lygnur.

Leiðbeinandi verð: 1.980-.

Tilboðsverð: 990-.

Útgáfuár: 2001
Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is