Nýjasta útgáfa Hóla



Engeyjarætt

Engeyjarætt

Niðjatal um eina nafntoguðustu ætt á Íslandi, Engeyjarættina, er komið út og vafalítið kætast bæði ættingjar sem og áhugamenn um ættfræði yfir því enda um stórglæsilegt verk að ræða, prýtt fjölda mynda.  Engeyjarættin er rakin til hjónanna Ólafar Snorradóttur (1783-1844) og Péturs Guðmundssonar (1786-1852) bænda í Engey og eru niðjar þeirra á sjötta þúsundið.  Þá er að finna í þessu mikla ritverki – um 500 bls. – sem Sigurður Kristinn Hermundarson hefur ritstýrt.

Leiðbeinandi verð: 22.900-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2011

Svarfaðardalsfjöll

Svarfadardalsfjoll_frontSvarfaðardalur er að sumum talinn fegursti dalur í byggð á Íslandi.  Að einhverju leyti skapast það af því að dalurinn og afdalur hans eru umkringdir sérlega fallegum en jafnframt hrikalegum fjöllum.  Þessi fjallgarður er lítt kannaður en árið 1995 ákváðu fjórir göngufélagar að ganga þennan fjallahring allan.  Hreppamörkin umhverfis Svarfaðardal eru um 120 km löng og telja 75 tinda með jafnmörgum skörðum.  Það tók félagana fimmtán göngudaga á átta árum að ljúka verkefninu.  Í bókinni er ferðum þeirra félaganna eftir vatnaskilum og fjallseggjum lýst í máli en einnig með 138 myndum og 18 kortum.  Nöfn flestra tinda eru færð inn á myndirnar og skörð eru nafnkennd á kortunum.

Höfundur bókarinnar er göngugarpurinn og náttúrufræðingurinn Bjarni E. Guðleifsson á Möðruvöllum í Hörgárdal.  Hann hefur stundað fjallgöngur um árabil og skrifað um það bók, Á fjallatindum, sem var hið vandaðasta verk í alla staði.  Þessi bók er ekki síðri, hún er afar smekkleg í alla staði og kjörgripur þeirra sem áhuga hafa á fjallgöngum og náttúru Íslands.

Leiðbeinandi verð: 4.980-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2011

Á afskekktum stað

Á afskekktum stað

Bókin Á afskekktum stað er byggð á samtölum Arnþórs Gunnarssonar sagnfræðings við sex Austur-Skaftfellinga. Bókinni er ætlað að gefa lesendum tilfinningu fyrir sögu og þróun mannlífs í Austur-Skaftafellssýslu frá því á árunum milli stríða fram til dagsins í dag. Viðmælendur höfundar eru hjónin Álfheiður Magnúsdóttir og Gísli Arason, sem fædd eru og uppalin á Mýrum, Ingibjörg Zophoníasdóttir á Hala í Suðursveit, Þorvaldur Þorgeirsson, sem í áratugi gegndi verkstjórn í bandarísku ratsjárstöðinni á Stokksnesi, og feðgarnir Sigurður Bjarnason og Einar Rúnar Sigurðsson á Hofsnesi í Öræfum. Á afskekktum stað er því eins konar ferðalag í tíma og rúmi.

Leiðbeinandi verð: 3.500-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2011
Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is