Gullin ský – ævisaga Helenu Eyjólfsdóttur

Útgáfuár: 2013

Helena_bókarkápa_ruslSöngkonan vinsæla, Helena Eyjólfsdóttir, segir hér frá lífi sínu í gleði og sorg; lífinu í Reykjavík á uppvaxtarárunum, föðurmissi, dvöl á Silungapolli, fjölskyldulíifinu og glímu eiginmanns hennar, Finns Eydal, við lyfjafíkn og síðar krabbamein og nýrnabilun. En rauði þráðurinn er dægurlagasöngurinn þar sem Helena var hvað þekktust fyrir söng í Hljómsveit Ingimars Eydal. Sautján ára gamalli var henni boðið að syngja í Bandaríkjunum, Skandinavíu og á meginlandi Evrópu. En hún kaus að hafna frægð og fram í útlöndum og skemmta Íslendingum. Það hefur hún nú gert í um sextíu ár.

Leiðbeinandi verð: 5.980-.

Efnisflokkun: Bækur, Ævisögur og endurminningar

Fyrirmyndir-stutt sjálfsævisaga Bjarna E. Guðleifssonar

Útgáfuár: 2013

fyrirmyndir_forsidaÞetta er vafalítið óvenjulegasta ævisagan sem um getur.  Höfundurinn Bjarni E. Guðleifsson, náttúrufræðingur á Möðruvöllum í Hörgárdal, setur sjálfan sig ekki í öndvegi heldur fjallar hann um þá einstaklinga sem hann hefur mætt á lífsleiðinni og hafa gert hann að þeim manni sem hann er.

Leiðbeinandi verð: 1.500-.

Efnisflokkun: Bækur, Ævisögur og endurminningar

Undir hraun

Útgáfuár: 2013

Undir hraun kápaÍ ár eru 40 ár liðin frá gosinu í Heimaey og er þessi frásögn lítið innlegg í minningasjóð þeirra atburða sem Eyjamenn upplifðu í þessum stórkostlegu náttúruhamförum.  Í bókinni er dregin upp raunsæ og mannleg mynd af gosinu í máli og myndum.  Um er að ræða endurminningar Sigurðar Guðmundssonar eða Sigga á Háeyri eins og hann er oftast kallaður en hann upplifði það ásamt fjölskyldu sinni að missa heimili sitt í gosinu eins og svo fjölmargir aðrir Eyjamenn.

Vestmannaeyjar voru kyrrlát eyja þar sem allt gekk sinn vanagang og lífið gekk meðal annars út á að stofna fjölskyldu og koma yfir sig þaki.  Á einni nóttu, nánar tiltekið 23. janúar 1973, breyttist allt.  Bókin segir frá gosnóttinni, flóttanum til meginlandsins og því risavaxna björgunarstarfi sem átti sér stað.  Lesandinn fær einstaka innsýn í lífið í Eyjum, hvernig fólk sýndi ótrúleg viðbrögð, stillingu og æðruleysi við afar sérstæðar aðstæður á miklum umbrota- og óvissutímum.

Leiðbeinandi verð: 5.980-.

Efnisflokkun: Bækur, Ævisögur og endurminningar

Sigurður dýralæknir

Útgáfuár: 2011

sigurdur dyralæknir kapaSigurður dýralæknir Sigurðarson frá Keldum er sögumaður góður og kann margar óborganlegar sögur af mönnum og málefnum.  Hér segir af uppvexti hans á Sigurðarstöðum í Bárðardal, Keldum á Rangárvölum, Selalæk og Hemlu; einnig námsárum hans í Héraðsskólanum á Skógum og Menntaskólanum á Akureyri, daglaunavinnu sem pakkhúskarl á Rauðalæk og slátrari á Hellu svo að nokkuð sé nefnt.  Ennfremur er sagt frá mönnum og málleysingjum sem orðið hafa á vegi hans, skrýtnum og skemmtilegum karakterum, eins og hann er sjálfur, kyndugum körlum og kerlingum, bændum og búaliði, prestum og kvenleysingjum og kvennamönnum víða um land.  Hér segir líka meðal annars af hlöðunni sem var dregin yfir heyið, reimleikum á Rauðalæk, ófúnu líki í kirkjugarðinum á Keldum, íhaldskoppinum og úthrópuðum rottuskítssala á Landi og í Holtum.

Leiðbeinandi verð: 5.980-.

Efnisflokkun: Bækur, Ævisögur og endurminningar

Elfríð – frá hörmungum Þýskalands til hamingjustrandar

Útgáfuár: 2011

Elfrid-kapaÞað eru engar ýkjur að segja að margt hafi drifið á daga Elfríðar Pálsdóttur á langri ævi hennar.  Hún fæddist í Þýskalandi og upplifði hörmungar stríðsáranna þar sem dauðinn beið við hvert fótmál.  Nánustu ættingjar hennar og vinir urðu fórnarlömb átakanna og hún gekk í gegnum hræðilega lífsreynslu þegar hún missti báða foreldra sína og bræður.

En þrátt fyrir margs kyns mótlæti í lífinu stendur Elfríð óbuguð og segir nú einstæða sögu sína.  Lífsgleðin og bjartsýnin, sem hún fékk í vöggugjöf, hafa án efa hjálpað henni að komast í gegnum áföllin sem hún hefur orðið fyrir.  Hún kom til Íslands árið 1949 og fór sem vinnukona á Siglunes við Siglufjörð.  Þar kynntist hún sveitapilti, Erlendi Magnússyni.  Þau felldu hugi saman og hafa verið gift í 60 ár.

Það var ekki auðvelt fyrir unga stúlku, sem kom úr erlendri stórborg, að sætta sig við þær aðstæður sem voru víða til sveita um miðja síðustu öld.  En Elfríð vildi gleyma sorgum og raunum sem hún upplifði í heimalandi sínu og hamingjuna fann hún við ströndina og öðlaðist sálarheill.  Þau hjónin, Elfríð og Erlendur, bjuggu fyrst á Siglunesi en síðan í rúman aldarfjórðung á Dalatanga þar sem þau gegndu störfum vitavarða.

Það var Elfríði mikil raun að rifja upp æskuár sín í Þýskalandi.  Lesendur þessarar bókar munu vafalítið skilja af hverju svo var.

Leiðbeinandi verð: 5.980-.

Efnisflokkun: Bækur, Ævisögur og endurminningar

Með létt skap og liðugan talanda – lífssaga Margrétar í Dalsmynni

Útgáfuár: 2010

margret_kapa.inddMargrét Guðjónsdóttir í Dalsmynni í Eyjahreppi ákvað níu ára gömul að giftast aldrei.  Sextán ára hitti hún manninn í lífi sínu og eignaðist ellefu börn.  Þess utan höfðu þau hjónin fjölmörg börn í fóstri um skemmri eða lengri tíma svo það var sjaldnast lognmolla á heimili þeirra.  Mörg af þessum börnum segja hér frá ævintýralegri vist sinni í Dalsmynni.

Margrét segist ekki hafa verið penasta pían í sveitinni, en það hélt þó ekki aftur af henni, því hún er þekkt fyrir að hafa skoðanir á öllu og sumt af því hefur hún fellt í ljóðstafi, enda hagyrðingur góður.

Áhugamenn um þjóðlegan fróðleik verða ekki fyrir vonbrigðum með þessa bók.

Leiðbeinandi verð: 5.480-.

Efnisflokkun: Bækur, Ævisögur og endurminningar

Það reddast – Sveinn Sigurbjarnarson ævintýramaður á Eskifirði lítur um öxl

Útgáfuár: 2010

sveinn_kapa.inddSveinn Sigurbjarnarson ferðafrömuður og ævintýramaður á Eskifirði fer sjaldnast troðnar slóðir – ef þá nokkurn tíma.  Hann hefur þvælst um fjöll og firnindi, láglendi og hálendi og hjarnbreiður jöklanna með þúsundir ferðamanna og ævintýrin í þessum ferðum eru mörg og sum býsna skuggaleg. Kappinn lætur sér þó fátt um finnast, enda sagður áræðinn, jafnvel bíræfinn og ennfremur svalur í þess orðs dýpstu merkingu.

Í bók þessari lítur Svenni um öxl og rifjar upp minninagrbrot frá liðinni ævi með aðstoð nokkurra samferðamanna.  Yfir þeim er vitaskuld ævintýrablær, enda sannleikurinn oft lyginni líkastur.

Leiðbeinandi verð: 5.980-.

Efnisflokkun: Austurland, Bækur, Ævisögur og endurminningar

Í ríki óttans – örlagasaga hjúkrunarkonunnar Þorbjargar Jónsdóttur Schweizer

Útgáfuár: 2010

í ríki óttans-forsÞorbjörg Jónsdóttir Schweizer rekur hér örlagasögu sína.  Sem ung stúlka kynntist hún vistarbandi, en síðar giftist hún Þjóðverjanum Bruno Schweizer og flutti með honum til Þýskalands skömmu áður en seinni heimsstyrjöldin skall á.  Styrjöldin kom nokkuð við fjölskyldu hennar, einkum þó eiginmanninn, sem varað hafði við nasismanum og var því ekki í náðinni hjá nasistum.  Eftir stríðið töldu margir hann hins vegar tilheyra nasistum og því var vandlifað fyrir þennan rólyndismann.

Saga Þorbjargar snertir strengi í brjóstum okkar allra.

Leiðbeinandi verð: 4.480-.

Efnisflokkun: Bækur, Stríð, Ævisögur og endurminningar

Af heimaslóðum

Útgáfuár: 2010

nal-fors5Sögusvið þessarar bókar er Melrakkaslétta og byggðakjarninn við Leirhöfn, æskustöðvar höfundarins Níelsar Árna Lund, þar sem hvert nýbýlið reis af öðru um miðja síðustu öld.  Hér segir hann m.a. sögu foreldra sinna, Helgu og Árna Péturs, sem byggðu nýbýlið Miðtún en það var hluti af 60-70 manna samfélagi á Leirhafnarjörð.  Ennfremur er farið með lesendur heim á hvern bæ og sagt frá því fólki sem þarna stundaði búskap af dugnaði og leitaði annarra fanga til að framfleyta sér og öðrum.

Því verður ekki á móti mælt að Níels Árni Lund hefur með þessari bók unnið mikið þrekvirki við að halda til haga þjóðlegum fróðleik af mannlífi fólks við ysta haf.

Leiðbeinandi verð: 5.980-.

Tengsl: Efnisflokkun: Bækur, Íslenskur fróðleikur, Sagnfræði, Ævisögur og endurminningar

Læknir í blíðu og stríðu

Útgáfuár: 2010

pallPáll Gíslason læknir, skátahöfðingi og borgarfulltrúi hefur á langri ævi komið víða við og kynnst mörgu og misjöfnu.  Hann var brautryðjandi í æðaskurðlækningum og hóf slíkar aðgerðir fyrstur lækna á Íslandi við sjúkrahúsið á Akranesi og byggði síðan upp æðaskurðdeild á Landspítalanum.  Þá hefur hann verið skáti frá 12 ára aldri og unnið mikið og óeigingjarnt starf í þeirra þágu.  Ennfremur lét hann til sín taka í pólitíkinni í fjölmörg ár og var til dæmis lykilmaður við gerð hinnar umdeildu byggingar, Perlunnar.

Þeir sem hafa gaman af græskulausum sögum ættu alls ekki að láta þessa bók framhjá sér fara.  Hér fljóta mörg gullkornin með og þess utan eru dregnir fram í sviðsljósið menn á orð við Albert Guðmundsson, sem ekki var hátt skrifaður hjá Páli, og Davíð Oddsson.

Leiðeinandi verð: 5.880-.

Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar
Eldra Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is