Töfra-Tapparnir

Útgáfuár: 2019

tappabok_kapa.inddÞessi bráðskemmtilega léttlestrarbók er um tvo litla töfratappa sem velta því fyrir sér hvaðan röddin kemur og hvernig hægt er að breyta henni á ýmsan hátt.  Þeir klifra því upp í munninn á fólki, en hann er auðvitað stórhættulegur fyrir litla tappa og því lenda þeir í miklum svaðilförum, en læra jafnframt mörg ný orð yfir talfærin og einnig hvernig þau virka. Tilgangur bókarinnar er að fræða börn um raddheilsu og hvernig megi forðast valda skaða á henni.

Leiðbeinandi verð: 2.480-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Heilsa, lífstíll og forvarnir

Spurningabókin 2018 – Hvernig drepa bóaslöngur bráð sína?

Útgáfuár: 2018

Spurningabókin 2018.jpegÁ hvoru auganu er Stjáni blái blindur? Hvernig drepa bóaslöngur bráð sína? Hvort lokar maður hurðinni með dyrunum eða dyrunum með hurðinni? Hvaða litur er einkennandi fyrir hrekkjavökuna? Hvað heitir hestur Lukku-Láka?  Í hvaða bæjarfélagi er Costco? Hvaða sex stafa orð er oftast notað yfir afturenda skips?

Þetta og margt fleira til í þessari bráðskemmtilegu bók sem fólk á öllum aldri mun vafalítið hafa gaman af.

Leiðbeinandi verð: 1.690-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Spurninga- og þrautabækur

Fótboltaspurningar 2018

Útgáfuár: 2018

Fótboltaspurningar 2018.jpegHvaða íslenski landsliðsmaður er kallaður „Vindurinn“? Fyrir hvaða félag stendur skammstöfunin KF? Hvaða lið leikur heimaleiki sína á Hertz-vellinum? Hver var lágvaxnastur í liði Króata á HM? Frá hvaða landi er knattspyrnuliðið Verona? Hverjir syngja hástöfum „Deyja fyrir klúbbinn“? Hvað skoraði Rakel Hönnudóttir mörg mörk í 7-2 sigri Breiðabliks á Haukum sumarið 2017? Hvaða úrvalsdeildarliði á Englandi hafa þeir allir stýrt: Claudio Ranieri, Avram GRant og Rafael Benítez?

Þetta og fjölmargar aðrar fjölbreyttar fótboltaspurningar sem knattspyrnumenn munu elska að glíma við.

Leiðbeinandi verð: 1.690-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Íþróttir, Spurninga- og þrautabækur, Unglingabækur

Hvolpasögur

Útgáfuár: 2017

HHvolpasögurHvolpar fara á kostum í þessari hugljúfu bók. Ýmislegt óvænt og skemmtilegt gerist í þessum sögum. Allir heilla hvolparnir okkur — hver á sinn hátt. Þá er hér sönn saga af Tígli, litlum hundi með stórt hjarta, en hann vann sér það til frægðar að koma smáfugli til bjargar og fóru fréttir af því víða.

Leiðbeinandi verð: 2.980-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Skáldsögur, Smásögur

Leitið og finnið

Útgáfuár: 2017

Leitið og finniðHér eru bráðskemmtilegar þrautir af ýmsu tagi sem allar eiga það sameiginlegt að reyna á athygli þess sem skoðar; sumar  þeirra eru léttar, aðrar erfiðari, en hver og ein er þroskandi.  Þetta er bók sem öll börn hafa bæðí gagn og gaman af.

Leiðbeinandi verð: 2.480-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur

Fótboltaspurningar 2017

Útgáfuár: 2017

Fótboltaspurningar 2017Hjá hvaða liði á Daníel Laxdal leikjametið í Úrvalsdeildinni? Andlit hvaða dýrs er í merki Leicester? Frá hvaða landi er Keylor navasx? Hver af þessum þremur hefur aldrei verið kosinn Íþróttamaður ársins: Margrét Lára Viðarsdóttir, Heiðar Helguson eða Guðni Bergsson? Frá hvaða landi er knattspyrnuliðið AZ Alkmaar?

Þessi bók er algjörlega ómissandi á heimilum knattspyrnuáhugamanna!

Leiðbeinandi verð: 1.690-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Íþróttir, Knattspyrna, Spurninga- og þrautabækur

Góðar gátur

Útgáfuár: 2017

Góðar gátur 2017Hvað er það sem slær nott sem nýtan dag en slær þó engan til óbóta? Hver hefur 21 auga en hvorki nef né munn? Hver eru grimmustu farartækin? Hvað dregur músin engu síður en fíllinn?

Í þessari skemmtilegu gátubók kennir ýmissa grasa og eru gáturnar bæði léttar og erfiðar og svo auðvitað allt þar á milli.

Leiðbeinandi verð: 1.690-.

Uppseld.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Gátubækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Spurninga- og þrautabækur

Bestu barnabrandararnir – heimsklassa grín

Útgáfuár: 2017

Bestu 2017Besti barnabrandara-bókaflokkurinn hefur í liðlega tvo áratugi kætt jafnt unga sem eldri og enginn verður svikinn af nýjustu afurðinni úr þeim flokki, svo mikið er víst. Hlátur og aftur hlátur, þú verður að lesa þessa!

Leiðbeinandi verð: 1.690-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Gamansögur, Handbækur og bækur almenns eðlis

Spurningabókin 2017

Útgáfuár: 2017

Spurningabókin 2017Hver er elsti íslenski sjónvarpsþátturinn sem ennþá er sýndur? Hvaða fugl er tákn friðar? Hvað eru 100 menn lengi að vinna 100 dagsverk? Hvaða planta verður að biðukollu? Fyrir hvað stendur Th. í nafni Guðna Th. Jóhannessonar forseta?

Þetta og margt fleira í þessari bráðskemmtilegu bók!

Leiðbeinandi verð: 1.690-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Spurninga- og þrautabækur

Leynilíf gæludýra

Útgáfuár: 2016

leynilifStútfull bók af skemmtiefni, leikjum og þrautum, en auk þess eru hér andlitsgrímur af Max, Chloe, Snjólfi og Gittu og því er auðveldlega hægt að bregða sér í gervi þeirra – og gera eitthvað skemmtilegt af sér. Tvímælalaust barnabókin í ár!

Leiðbeinandi verð: 3.380-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur
Eldra Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is