Pétrísk-íslensk orðabók með alfræðiívafi

Útgáfuár: 2016

Pétrísk 2016

Pétrísk-íslensk orðabók kemur nú út í þrítugasta og fjórða skiptið og hafa vinsældir hennar aukist ár frá ári og alltaf hefur hún selst upp í hvert sinn sem ný og endurbætt útgáfa kemur út.
Séra Pétur Þorsteinsson, prestur Óháða safnaðarins, hefur um áratuga skeið fundið skrýtin og skemmtileg orð til að setja í stað hinna hversdagslegu og litlausu. Hvað ætli þessi merki: kvenpeningur, spenaspræna, bænabuxur, kjaftaskur, minnipokamaður og millistéttamaður? Og hverjir eru Gandagreifinn og Lassi á lagernum?

Leiðbeinandi verð: 3.280-.

Efnisflokkun: Bækur, Gamansögur, Gullkorn, Handbækur og bækur almenns eðlis, Íslenskan - málið okkar

Hrekkjalómafélagið – Prakkarastrik og púðurkerlingar

Útgáfuár: 2015

Hrekkjalómafélagið

Hrekkjalómafélagið í Vestmannaeyjum var einstakur félagsskapur og það á heimsvísu. Þar létu menn ekkert tækifæri ónotað til að koma hver öðrum á óvart og sumum utan félagsins einnig.

Í þessari bráðskemmtilegu bók rekur Ásmundur Friðriksson 20 ára sögu Hrekkjalómafélagsins; segir frá hrekkjunum og undirbúningi þeirra, viðbrögðunum og …afleiðingunum sem urðu stundum alvarlegri en menn héldu í upphafi.

Í bókinni segir meðal annars frá því þegar:

Halli í Turninum fær ís

Ráðherrahjónum er gert rúmrusk

Maggi Kristins „býður“ öllum í afmælið sitt

Geir Jón handtekur Tóta rafvirkja

Sjálfvirkur sleppibúnaður er kynntur til sögunnar

Össur Skarphéðinsson skartar skófari á rassinum

Guðjón Hjörleifs prófar sjónvarpssíma

Logi Snædal gengur berfættur yfir flöskubrot

Kosning um „Fyrsta klámkóng Eyjanna“ fór fram

Þá fá lesendur að kynnast nokkrum hrekkjalómum utan félagsins og ber þar hæst sögur af Jóni Berg Halldórssyni og Didda í Svanhól, en upptalningin er annars bara lítið brot af því sem leynist í bókinni HREKKJALÓMAR – PRAKKARASTRIK OG PÚÐURKERLINGAR sem kitlar svo sannarlega hláturtaugarnar.

Leiðbeinandi verð: 6.680-.

Efnisflokkun: Bækur, Gamansögur

Það er gott að búa í Kópavogi! Gamansögur af Kópavogsbúum

Útgáfuár: 2015

Það er gott að búa í KópavogiGunnar I. Birgisson mátar buxur, Sigurður Geirdal sendir Guðmundi Oddssyni kveðskap, Finnbogi Rútur lofar vatni, Kristján H. Guðmundsson kaupir koníak, Einar Þorvarðarson er hætt kominn í flugvél, Hildur Hálfdanardóttir mætir hölt í vinnuna, Pétur Þ. Sveinsson blæs í þokulúður, allt er steindautt í vinnunni hjá Arnóri L. Pálssyni og Þórður á Sæbóli selur blóm. Hér koma margir við sögu og það er öruggt mál að lesendurnir eiga góðar stundir með þessa bráðskemmtilegu bók í höndunum.

Sýnishorn úr bókinni: http://issuu.com/gunnarkr/docs/kop-issuu

Leiðbeinandi verð: 3.280-.

Efnisflokkun: Bækur, Gamansögur, Handbækur og bækur almenns eðlis

Skagfirskar skemmtisögur 4 – Miklu meira fjör!

Útgáfuár: 2014

Skagfirskar 4Skagfirskar skemmtisögur koma nú út í fjórða sinn og eru sögurnar orðnar hátt í 1.000 talsins.

Hér láta margir gamminn geisa og má þar nefna Hilmi Jóhannesson, lífskúnstner á Sauðárkróki, Maron vörubílstjóra og Hauk Páls i samlaginu. Einnig Álftagerðisbróðurinn Óskar Péturs, Bödda á Gili, Bjarna Har, Óla á Hellulandi, Bigga Rafns, Munda í Tungu, Dúdda á Skörðugili, Friðrik á Höfða, Tryggva í Lónkoti, Árna á Brúnastöðum, Agnar á Miklabæ, Villa Egils, Stebba Guðmunds, Gulla í Gröf, Helgu á Silfrastöðum, Helgu á Frostastöðum, Diddu í Litlu-Brekku og Ásu Öfjörð svo nokkrir skemmtilegir Skagfirðingar séu nefndir.

Hér geturðu sér sýnishorn úr bókinni: http://issuu.com/gunnarkr/docs/skagf4/0

Leiðbeinandi verð: 2.980-.

Efnisflokkun: Bækur, Gamansögur

Bestu barnabrandararnir-frábærlega fyndnir

Útgáfuár: 2014

Bestu barnabr.2014.kapaNítjánda bókin í þessum geysivinsæla bókaflokki er komin út.  Í henni eru brjálæðislega góðir brandarar sem henta hvar og hvenær sem er og spyrja ekki að aldri, enda hafa hinir eldri ekki síður þörf fyrir eitthvað skoplegt og uppörvandi en þau sem yngri eru.

Leiðbeinandi verð: 1.290-.

Efnisflokkun: Bækur, Gamansögur

Húmör í Hafnarfirði

Útgáfuár: 2013

húmor í hafnarfirði-kapa

Smávaxnir Hafnfirðingar með Leif Garðars, Þóri Jónsson, Halla í Botnleðju, Leif Helga, Viðar Halldórs og Óla Dan bera höfuðið hátt þrátt fyrir smæðina. Hörður Magnússon gáir til veðurs. Gísli pól umkringir mann. Kennarar við Flensborgarskólann skreppa í bíó og hafa með sér rauðvínskút.  Þórður Þórðarson boðar „strand á Dansgötunni“. Gunnar Rafn Sigurbjörnsson lýsir starfsmönnum Hafnarfjarðarbæjar. Gummi Valda mætir draghaltur til vinnu. Hildur Guðmundsdóttir biður nemanda sinn að bíta á jaxlinn. Maggi Óla fer á sjó. Geir Gunnarsson neitar. Adolf Björnsson týnist og Ingileif Ólafsdóttir pantar hangikjöt.

Leiðbeinandi verð: 2.980-.

Efnisflokkun: Bækur, Gamansögur

Skagfirskar skemmtisögur 3 – Enn meira fjör!

Útgáfuár: 2013

skagfirsk3 kapa3

Gamansemi Skagfirðinga er óþrjótandi sagnabrunnur. Hér eru óborganlegar sögur af m.a. Bjarna Har, Halla í Enni, Friðriki á Svaðastöðum, Dúdda á Skörðugili, Bjarna Marons, Pálma Rögnvalds og Álftagerðisbræðrum og sveitungum þeirra. Einnig af Jóni Drangeyjarjarli, Birni í Bæ, Ýtu-Kela, Binna Júlla, Jóhanni í Kúskerpi, Marka-Leifa, Sigga í Vík, Gunna Rögnvalds, Siggu á Eyrarlandi og fyndnum Fljótamönnum. Eru þá sárafáir nefndir af þeim sem hér stíga á stokk.

Leiðbeinandi verð: 2.980-.

Efnisflokkun: Bækur, Gamansögur

Bestu barnabrandararnir-skothelt stuð

Útgáfuár: 2013

forsida_brandÞetta er átjánda bókin í þessum geysivinsæla bókaflokki.  Brjálæðislega fyndnar sögur sem koma öllum i gott skap, jafnt ungum sem öldnum og ættu að vera til alls staðar.

Leiðbeinandi verð: 1.290-.

Efnisflokkun: Bækur, Gamansögur

Skagfirskar skemmtisögur 2 – Meira fjör!

Útgáfuár: 2012

skagfirskar2 kapa-higres

Skagfirskar skemmtisögur fóru á metsölulista bókaverslana fyrir síðustu jól og fengu ekki aðeins frábærar viðtökur í Skagafirði heldur um land allt. Skemmtisögurnar er víða að finna í Skagafirði og nú koma yfir 200 til viðbótar sem Björn Jóhann Björnsson, Skagfirðingur og blaðamaður á Morgunblaðinu, tók saman öðru sinni.

Hér er húmoristum frá Hofsósi og nærsveitum gerð mjög góð skil, sem og Króksurum, Lýtingum og Blöndhlíðingum, auk fleiri sagna af klerkum í Skagafirði. Nýjum og stórskemmtilegum persónum bregður fyrir, lifandi sem gengnum, eins og Jóhönnu Sigríði Sigurðardóttur, fv. prestsfrú á Miklabæ og móður Péturs Jóhanns Sigfússonar grínista. Einnig koma aftur við sögu kunnir kappar á borð við Álftagerðisbræður, séra Hjálmar Jónsson, Gísla Einarsson sjónvarpsmann, Guttorm Óskarsson framsóknarmann, Friðrik bónda á Svaðastöðum og Hvata á Stöðinni.

Í bókinni eru meðal annars sögur af því þegar…

… lundalúsin í Drangey skreið upp fótleggi Karls biskups.

… Óskar frá Álftagerði borgaði kennaranum mismuninn á bókfærsluprófinu.

… Gísli Einarsson mætti alblóðugur á kaupfélagsfund á Króknum.

… húsmóðir á Króknum bannaði Gísla Halldórssyni leikara að syngja Hamraborgina.

… Guttormur árið 1973 sá Ólaf Ragnar Grímsson fyrir sér sem framtíðarmann í stjórnmálum.

… Pétur Jóhann bað móður sína að kyssa sig í miðri messu í Miklabæjarkirkju.

… afi og alnafni Jónasar ritstjóra vildi láta Skagfirðinga hafa hægðir minnst þrisvar á dag.

… skipverjar á Drangeynni flugu til Grímseyjar eftir blandinu.

… danski apótekarinn Ole Bang var beðinn að skila handritunum heim.

… Kristmundur á Sjávarborg fagnaði of snemma andláti Enid Blyton.

… Erling Örn kaupmaður fór í kvöldskóla og vildi bæta þýðingar Helga Hálfdánar á Shakespeare.

Leiðbeinandi verð: 2.980-.

Efnisflokkun: Bækur, Gamansögur

Bestu barnabrandararnir-alveg milljón

Útgáfuár: 2012

bestu barnabr. 2012Bestu barnabrandararnir klikka ekki frekar en fyrri daginn.  Þessi bókaflokkur nýtur alltaf mikilla vinsælda og ekki síður hjá hinum eldri en yngri.  Og þessi bók gefur hinum fyrri ekkert eftir.  Hún ætti að vera til á nánast hverju einasta heimili – já, líka hjá þeim fúlu, enda gætu brandararnir komið þeim í gott skap.

Leiðbeinandi verð: 1.290-.

Efnisflokkun: Bækur, Gamansögur
Eldra Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is