Glettur og gamanmál

Útgáfuár: 2012

Glettur og gamanmál 2012Vilhjálmur Hjálmarsson, Villi á Brekku, er bæði góður sögumaður og mikill húmoristi.  Í þessari bók fer hann á kostum eins og svo oft áður og segir gamansögur af sér og samferðafólki sínu og stíga hér margir fram á sviðið, jafnt stjórnmálamenn sem aðrir. Hér kemur ein saga úr bókinni:

Það átti að vígja nýtt skólahús í Vík í Mýrdal kl. 14:00 á laugardegi auðvitað. Við Ágúst bílstjóri tókum daginn snemma. Ég hafði krotað niður kvöldið áður það sem ég ætlaði að segja. Við vorum komnir austur um hádegi og settumst inn á Víkurskála að fá okkur hressingu. En brátt er ég kvaddur í síma.

Í símanum er Jón Einarsson skólastjóri. Hann kvaðst hafa heyrt að ég væri kominn í plássið. Segist vera að vinna í nýja húsinu og spyr hvort ég hafi ekki gaman af að líta inn. Jú, ég játa því. Svo þurfi ég nú að fara heim með honum og snyrta mig fyrir vígsluna.

Jón svaraði og heldur seint að nógur tími væri að tala um það – hún væri áformuð eftir hálfan mánuð!

Mér brá hroðalega og þótti þetta flan mitt hið versta mál. Á leiðinni fram í matsal kom ég þó auga á ljósan punkt í stöðunni – verri hefði hún getað orðið! Margrét kona mín hafði neitað að koma með. Það var skárra! Ég spurði Ágúst hvort hann hefði nokkurn tíma farið með forvera mína, Gylfa Þ. og Magnús Torfa, fyrir boðaðan tíma. Hann hugsaði sig um og svaraði: „Ekki svona langt.

Leiðbeinandi verð: 3.980-.

Efnisflokkun: Bækur, Gamansögur

Pétrísk-íslensk orðabók – með alfræðiívafi

Útgáfuár: 2012

petrisk-fors-2012-5brSéra Pétur Þorsteinsson, prestur Óháða safnaðarins og æskulýðsfulltrúi á Grund, hefur um árabil samið og safnað saman skrýtnum og skemmtilegum orðum til að setja í stað hinna hversdagslegu og litlausu.  Hvað ætli þessi orð merki hjá séra Pétri: Afbökun? Bakflæði? Einvígi? Landafundir? Óefni?  Þú færð svörin við þessu í Pétrísk-íslensku orðabókinni sem að sjálfsögðu er með alfræðiívafi.

Leiðbeinandi verð: 2.280-.

Efnisflokkun: Bækur, Gamansögur, Íslenskan - málið okkar

Skagfirskar skemmtisögur

Útgáfuár: 2011

skagfirskar_skemmtisogur_kapaSkagfirskar skemmtisögur hafa að geyma um 200 gáskafullar gamansögur úr daglegu amstri Skagfirðinga og samferðarmanna þeirra til sjós og lands.  Við sögu koma m.a. séra Hjálmar Jónsson, Álftagerðisbræður, Haraldur frá Kambi, Dúddi frá Skörðugili, Friggi á Svaðastöðum, Haraldur Bessason, Hvati á Stöðinni, Gísli Einarsson og Bjarni Har.  Eru þá sárafáir nefndir af þeim sem kallaðir eru til leiks í þessari bráðskemmtilegu bók.

Leiðbeinandi verð: 2.980-.

Efnisflokkun: Bækur, Gamansögur

Bestu barnabrandararnir-sprenghlægilegir og ferskir

Útgáfuár: 2011

Bestu barnabrandarnarnir 2011Þetta er sextánda bókin í þessum bráðskemmtilega og vinsæla bókaflokki sem hefur svo sannarlega skemmt jafnt ungum sem öldnum í gegnum tiðina.  Og þessi bók gefur hinum fyrri ekkert eftir, enda er hún stútfull af bröndurum sem vafalítið kalla fram hlátrasköll hjá fjölmörgum á næstu mánuðum.

Leiðbeinandi verð: 1.190-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Gamansögur

Galar hann enn! Gamansögur af Norðfirðingum og nærsveitungum

Útgáfuár: 2010

Untitled-1Smári Geirs ekur í loftköstum, Gummi Bjarna fer til rjúpna og Steinunn Þorsteinsdóttir skilur ekkert í öllum þessum rjómatertum. Einar Þorvaldsson ætlar að skrifa aftan á víxil, Bjarni Þórðar fer í megrun og Bjarki Þórlindsson gerir við miðstöðina hjá Daníel lækni. Stella Steinþórs fer bara úr annarri skálminni, samherjar Rikka Haralds þurfa að dekka hann stíft og Jón Lundi og séra Árni Sigurðsson takast á. Smelli tekur út úr sér góminn, Daddi Herberts kemst í sjónvarpið, Guðrún Árnadóttir vonast eftir tekjuaukningu hjá Félagi eldri borgara og sprelligosarnir í Súellen senda kort. Er þá fátt upp talið í þessari bráðskemmtilegu bók.

Leiðbeinandi verð: 2.680-.

Efnisflokkun: Austurland, Bækur, Gamansögur

Bestu barnabrandararnir – brjálæðislega góðir

Útgáfuár: 2010

Bestu barnabrandararnir 2010-kápaBestu barnabrandararnir eru stútfullir af gríni sem kemur öllum í gott skap.  Bókin hentar vel í einrúmi, en einnig í fölmenni og hvernig væri að þeir sem troða upp hér og þar gripu hana með sér og læsu upp einn og einn brandara fyrir viðstadda.  Það myndi örugglega ekki spilla gleðinni.

Leiðbeinandi verð: 1.1.90-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Gamansögur

Íslenskar gamansögur 3

Útgáfuár: 2009

islgamansogur3-forsGurrí Haralds hringir í Rannsóknarlögregluna. Púlli og Haraldur Á. Sigurðsson, leikari, eru góðglaðir á Þingvöllum. Dávaldur fer á kostum á Norðfirði. Gvendur dúllari gefur vini sínum heilræði í brúðkaupsgjöf. Siggi á Fosshóli ekur í þoku. Össur Skarphéðinsson ætlar í kápu. Svavar Gests rekur á eftir gítarleikara. Sprengju-Tóti rífur úr sér annað augað og Jens Guð situr í hjá leigubílstjóra – með athyglisbrest.

Hvað sagði Ólafur Ragnar aldrei? Vegna hvers er Lilja Mósesdóttir áþjáð? Við hvað var Arnór Hannibalsson hræddur? Og hvaða sjósóknarar dóu ekki ráðalausir í baráttu við franska skútusjómenn?

Í Íslenskum gamansögum 3 er samsafn af sprenghlægilegum gamansögum.

Þar kemur við sögu ekki ómerkara fólk en Gurrí Haralds, Púlli og Haraldur Á. Sigurðsson, leikari, Gunnar Finnsson, Ólafur Sigurðsson, skólameistari, Gvendur dúllari, Lúðvík Jósepsson, Sprengju-Tóti, Kristófer Reykdal, Garðar Sigurðsson, Siggi á Fosshóli, Lási kokkur, Arnór Hannibalsson, Lilja Mósesdóttir og Jens Guð. Eru þá sárafáir nefndir af þeim sem stíga hér fram á sviðið.

Íslenskar gamansögur 3 ættu að vera til á hverju heimili.

Leiðbeinandi verð: 2.280-.

Efnisflokkun: Gamansögur

Bestu barnabrandararnir – ferlega fyndnir

Útgáfuár: 2009

Barnabrandarar2009 Bestu barnabrandararnir-ferlega fyndnir er 14 bókin í þessum vinsæla brandarabókaflokki.  Og hún svíkur engan frekar en fyrri bækurnar.  Bókin er sneisafull af bráðskemmtilegum bröndurum sem henta fyrir hvern sem er, algjörlega óháð aldri.

Leiðbeinandi verð: 1.140-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Gamansögur

Fleiri sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum

Útgáfuár: 2009

fleiri_sogur_og_sagnir

Sagnamaðurinn Sigurgeir Jónsson fer hér á kostum eins og í fyrri bókum sínum (Nýjar sögur og sagnir í Vestmannaeyjum og Viðurnefni í Vestmannaeyjum) og flytur okkur bráðskemmtilegar sögur af Eyjamönnum.

Jónas á Tanganum verður reiður, sú saga gengur um Imbu í Þorlaugargerði að hún þvælist með gömlum körlum í Reykjavík, Óskar Matt og Bjössi Snæ fara á skak með ófyrirsjáanlegum afleiðingum , Ásta Arnmundsdóttir vill fá jólasvein sem stendur, Ási í Bæ fær falskar tennur og Bjarnhéðinn Elíasson veifar sálmabók.

Leiðbeinandi verð: 2.280-.


Tengsl: Efnisflokkun: Gamansögur

Sandvíkur-Skrudda

Útgáfuár: 2009

sandvikur

Í Sandvíkur-Skruddu Páls heitins Lýðssonar, bónda og sagnfræðings í Litlu- Sandvík, kennir margra grasa.  Þar má finna fjölmargar gamansögur úr Árnesþingi og meðal annars er fjallað um sýslumennina, bændurna, prestana, alþingismennina, handverksmennina, þekktasta hópferðabílstjóra Íslandssögunnar og ekki sleppur buxnasalinn.

Sandvíkur-Skrudda er sannkallaður hvalreki fyrir unnendur góðra gamansagna.

Leiðbeinandi verð: 4.280-.


Tengsl: Efnisflokkun: Gamansögur
Eldra Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is