Fótboltaspurningar 2018

Útgáfuár: 2018

Fótboltaspurningar 2018.jpegHvaða íslenski landsliðsmaður er kallaður „Vindurinn“? Fyrir hvaða félag stendur skammstöfunin KF? Hvaða lið leikur heimaleiki sína á Hertz-vellinum? Hver var lágvaxnastur í liði Króata á HM? Frá hvaða landi er knattspyrnuliðið Verona? Hverjir syngja hástöfum „Deyja fyrir klúbbinn“? Hvað skoraði Rakel Hönnudóttir mörg mörk í 7-2 sigri Breiðabliks á Haukum sumarið 2017? Hvaða úrvalsdeildarliði á Englandi hafa þeir allir stýrt: Claudio Ranieri, Avram GRant og Rafael Benítez?

Þetta og fjölmargar aðrar fjölbreyttar fótboltaspurningar sem knattspyrnumenn munu elska að glíma við.

Leiðbeinandi verð: 1.690-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Íþróttir, Spurninga- og þrautabækur, Unglingabækur

104 „sannar“ Þingeyskar lygasögur

Útgáfuár: 2018

Sannar ÞingeyskarHér segir m.a. frá tugthúslimum í stjórn KÞ, Heiðari bómudrelli, drulludelum í Skúlagarði, bremsulausum Lúther, Alla Geira, Lenín á Rauðatorginu, Þórhalli í fimmtugri skyrtu, The Everyhole brothers í Öxarfirði, lærleggjaspaugsemi séra Sighvats, glæpakvendi á Hjarðarhólnum og er þá fátt eitt upptalið. Þessa bók verðurðu bara að lesa.

Leiðbeinandi verð: 3.680-.

Efnisflokkun: Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis

Víkingur – Sögubrot af aflaskipi og skipverjum

Útgáfuár: 2018

Togarinn Vikingur AK-100 kom nýsmíðaður frá Þýskalandi til Akraness árið 1960.  Víkingi var síðar breytt í nótaskip og var eitt aflahæsta skip íslenska flotans í áratugi. Í bókinni er fjallað um aðdragandann að smíði Víkings og rakin saga skipsins sjálf, ekki síst í gegnum skipverjana. Bókin er ríkulega myndskreytt. Togarinn Vikingur AK-100 kom nýsmíðaður frá Þýskalandi til Akraness árið 1960. Víkingi var síðar breytt í nótaskip og var eitt aflahæsta skip íslenska flotans í áratugi. Í bókinni er fjallað um aðdragandann að smíði Víkings og rakin saga skipsins sjálf, ekki síst í gegnum skipverjana. Bókin er ríkulega myndskreytt.

Leiðbeinandi verð: 5.980-.

Efnisflokkun: Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Sjávarútvegur

Vargöld á vígaslóð – frásagnir tengdar Íslandi úr seinni heimsstyrjöldinni

Útgáfuár: 2017

VargöldÍsland var eitt mikilvægasta vígi bandamanna þegar staðan í seinni heimsstyrjöldinni var tvísýnust 1940–1942. Hér eru sannar frásagnir sem ófust með einhverjum hætti saman við Ísland. Bretar náðu glænýjum þýskum kafbáti undan Suðurlandi síðsumars 1941, tóku áhöfnina til fanga og færðu bátinn til Hvalfjarðar. Aðstaðan á Íslandi var lykllinn að því að þetta tókst.

Fyrsta sjóorrusta stríðsins átti sér stað undan Hornafirði í byrjun vetrar 1939. Hundruðum manna var slátrað.

Mesti skipsskaði í sögu Bretaveldis varð er bresku liðsflutningaskipi var sökkt við Frakkland. Nokkrum dögum fyrr flutti skipið fyrstu bresku hermennina til Íslands.

Viðgerðaskipið Hecla kom glænýtt til Íslands og lá í Hvalfirði. Þýskur kafbátur sökkti skipinu síðar með miklu manntjóni.

Hernám Íslands hafði djúpstæð áhrif á íslensk börn. Valinkunnir Íslendingar rifja upp reynslu sína af stríðsárunum á æskuárum sínum.

Leiðbeinandi verð: 7.680-.

Efnisflokkun: Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Sagnfræði, Stríð

Fótboltaspurningar 2017

Útgáfuár: 2017

Fótboltaspurningar 2017Hjá hvaða liði á Daníel Laxdal leikjametið í Úrvalsdeildinni? Andlit hvaða dýrs er í merki Leicester? Frá hvaða landi er Keylor navasx? Hver af þessum þremur hefur aldrei verið kosinn Íþróttamaður ársins: Margrét Lára Viðarsdóttir, Heiðar Helguson eða Guðni Bergsson? Frá hvaða landi er knattspyrnuliðið AZ Alkmaar?

Þessi bók er algjörlega ómissandi á heimilum knattspyrnuáhugamanna!

Leiðbeinandi verð: 1.690-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Íþróttir, Knattspyrna, Spurninga- og þrautabækur

Góðar gátur

Útgáfuár: 2017

Góðar gátur 2017Hvað er það sem slær nott sem nýtan dag en slær þó engan til óbóta? Hver hefur 21 auga en hvorki nef né munn? Hver eru grimmustu farartækin? Hvað dregur músin engu síður en fíllinn?

Í þessari skemmtilegu gátubók kennir ýmissa grasa og eru gáturnar bæði léttar og erfiðar og svo auðvitað allt þar á milli.

Leiðbeinandi verð: 1.690-.

Uppseld.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Gátubækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Spurninga- og þrautabækur

Bestu barnabrandararnir – heimsklassa grín

Útgáfuár: 2017

Bestu 2017Besti barnabrandara-bókaflokkurinn hefur í liðlega tvo áratugi kætt jafnt unga sem eldri og enginn verður svikinn af nýjustu afurðinni úr þeim flokki, svo mikið er víst. Hlátur og aftur hlátur, þú verður að lesa þessa!

Leiðbeinandi verð: 1.690-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Gamansögur, Handbækur og bækur almenns eðlis

Spurningabókin 2017

Útgáfuár: 2017

Spurningabókin 2017Hver er elsti íslenski sjónvarpsþátturinn sem ennþá er sýndur? Hvaða fugl er tákn friðar? Hvað eru 100 menn lengi að vinna 100 dagsverk? Hvaða planta verður að biðukollu? Fyrir hvað stendur Th. í nafni Guðna Th. Jóhannessonar forseta?

Þetta og margt fleira í þessari bráðskemmtilegu bók!

Leiðbeinandi verð: 1.690-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Spurninga- og þrautabækur

Híf opp! Gamansögur af íslenskum sjómönnum

Útgáfuár: 2017

Híf opp!Hér tala menn tæpitungulaust og eru ýmist bláedrú, blindfullir, vel rakir eða skelþunnir. Við sögu koma meðal annars Eiríkur Kristófersson, Magni Kristjánsson, Jón Berg Halldórsson, Ingvar Viktorsson, feðgarnir Oddgeir og Addi á Grenivík, Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Lási kokkur, Einar í Betel, Binni í Gröf, Snæbjörn Stefánsson, Fúsi Axels, Hvati á Stöðinni, séra Hjálmar Jónsson, Ingvi Mór, Smelli, Slabbi djó, Doddi hestur, Guðjón Gíslason í Sandgerði, og Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Eru þá sárafáir upp taldir.

Leiðbeinandi verð: 3.480-.

Efnisflokkun: Bækur, Gamansögur, Handbækur og bækur almenns eðlis

Mannslíf í húfi II

Útgáfuár: 2017

Mannlíf í húfi.skjáupplausn

Það er öllum félögum nauðsynlegt að sögu þeirra sé til haga haldið, meðal annars svo að læra megi af henni. Þetta á tvímælalaust við um þau félög sem fjallað er um í þessari bók. Hér er rakin saga Landsambands hjálparsveita skáta, Landssambands flugbjörgunarsveita og Landsbjargar, landssambands björgunarsveita. Greint er frá tilurð hverrar „sveitar“ fyrir sig og sagt frá helstu björgunarverkefnum þeirra.
Bókin er á fimmta hundrað síður og prýdd fjölda mynda.
Leiðbeinandi verð: 8.980-.
Efnisflokkun: Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Sagnfræði
Eldra Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is