Töfra-Tapparnir

Útgáfuár: 2019

tappabok_kapa.inddÞessi bráðskemmtilega léttlestrarbók er um tvo litla töfratappa sem velta því fyrir sér hvaðan röddin kemur og hvernig hægt er að breyta henni á ýmsan hátt.  Þeir klifra því upp í munninn á fólki, en hann er auðvitað stórhættulegur fyrir litla tappa og því lenda þeir í miklum svaðilförum, en læra jafnframt mörg ný orð yfir talfærin og einnig hvernig þau virka. Tilgangur bókarinnar er að fræða börn um raddheilsu og hvernig megi forðast valda skaða á henni.

Leiðbeinandi verð: 2.480-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Heilsa, lífstíll og forvarnir

Fjöllin í Grýtubakkahreppi

Útgáfuár: 2016

Fjöllin í Grýtubakkahreppi

Bókin, Fjöllin í Grýtubakkahreppi, er tvískipt. Annars vegar eru ferðasögur höfundar á alla fjallatinda í Grýtubakkahreppi, nokkurs konar dagbókarbrot. Hins vegar er um að ræða 13 gönguleiðalýsingar á valin fjöll á svæðinu, tvær leiðir yfir á Flateyjardal um Skriðurnar og Sandskarð, auk þess sem lýst er hringnum frá Grenivík um Trölladal,Fjörður og Látraströnd.

Yfir 280 ljósmyndir eru í bókinni, 47 kort, þar af eitt stórt af svæðinu og gps-hnit eru til glöggvunar fyrir lesandann. Við skoðun bókarinnar gefst kostur á að kynna sér tignarleg fjöll og eyðidali svæðisins hvort sem setið er heima í stofu eða tekist á við náttúruna í raun.

Höfundur bókarinnar, Hermann Gunnar Jónsson, er sveitastrákur að upplagi og kann útivist vel. Hann ólst upp við hefðbundin landbúnaðarstörf á Hvarfi í Bárðardal og þekkir vel að snúast í kringum kindur bæði á hesti og fæti. Auk þess hefur hann gjarnan brúkað báða þessa ferðamáta til að ferðast um landið og njóta, sérstaklega Suður-Þingeyjarsýslu og Eyjafjarðarsýslu. Í seinni tíð hafa fjallgöngurnar þó haft yfirráðin.

Leiðbeinandi verð: 5.980-.

Efnisflokkun: Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Heilsa, lífstíll og forvarnir, Náttúrufræði

Biblíumatur – uppskriftir frá landi mjólkur og hungangs

Útgáfuár: 2014

Bibliumatur.kapa

Í þessari bók, eftir séra Svavar Alfreð Jónsson sóknarprest í Akureyrarkirkju, rekur hver gómsætur rétturinn annan.  Í henni er að finna girnilegar og hollar mataruppskriftir og bera sumar þeirra forvitnileg heiti eins og t.d. Spínatsúpa faraós, Baunasalat Hebreams, Kvöldskattur tollheimtumannsins og Lambakjötsréttur Rebekku.

Hér getur þú, lesandi góður, fræðst aðeins meira um bókina: http://www.n4.is/is/thaettir/file/bibliumatur-sr-svavars

Leiðbeinandi verð: 5.680-.

Efnisflokkun: Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Heilsa, lífstíll og forvarnir

Hraun í Öxnadal

Útgáfuár: 2014

Hraun i Oxnadal frontHraun í Öxnadal er ein af nafnkunnustu bújörðum á landinu.  Það er ekki síst vegna þess hve fagurt er þar heim að líta, en Drangafjall og Hraundrangi gnæfa í baksýn.  Einnig er Hraun í Öxnadal nafnkunnugt vegna þess að þar fæddist árið 1807 þjóðskáldið Jónas Hallgrímsson.

Bók þessi fjallar mest um umhverfi og náttúru Öxnadals og þá aðallega náttúru jarðarinnar Hrauns, bæði jarðfræði og lífverur. Meginhluti bókarinnar fjallar þó um 18 gönguleiðir á svæðinu.  Fjölmörg kort og margar ljósmyndir prýða bókina sem er 286 blaðsíður að lengd.

Höfundur bókarinnar er Bjarni E. Guðleifsson en hann hefur áður skrifað fjölmargar útivistar- og náttúrubækur, m.a. Á fjallatindum og Svarfaðardalsfjöll.

Leiðbeinandi verð: 5.680-.

Efnisflokkun: Handbækur og bækur almenns eðlis, Heilsa, lífstíll og forvarnir, Íslenskur fróðleikur

Skórnir sem breyttu heiminum

Útgáfuár: 2012

skobokin.kapaÞetta er skvísubókin í ár. Hvaða skór henta vel á ströndinni? Af hverju heita loðnu stígvélin Ugg? Hvernig tengist lögreglumaður í London upphafi strigaskónna? Hvaða skór hafa í gegnum tíðina verið tengdir við hippa og grænmetisætur?  Hver er konungur pinnahælanna?  Hvernig á að velja hælinn? Af hverju ætti ekki að máta skó fyrr en í lok dags?

Höfundur bókarinnar, Hanna Guðný Ottósdóttir, kennari, ballernína og spinninþjálfari, er skófrík frá blautu barnsbeini og leyfir hér öðrum að líta yfir og lesa um það besta og flottasta á þessum vettvangi.

Leiðbeinandi verð: 4.780-.

Efnisflokkun: Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Heilsa, lífstíll og forvarnir

Þú ert það sem þú borðar – endurútgáfa

Útgáfuár: 2010

Þú ert það sem þú borðarNú er hún loksins fáanleg aftur, metsölubókin ÞÚ ERT ÞAÐ SEM ÞÚ BORÐAR, en hún breytt hefur lífi fjölmargra til hins betra.  Og þetta er ekki bara bók fyrir þá sem þurfa og vilja grennast, heldur er hún fyrir alla sem vilja öðlast betri líðan.

Leiðbeinandi verð: 4.790-.

Efnisflokkun: Bækur, Heilsa, lífstíll og forvarnir

Föndur-Jól

Útgáfuár: 2009

Untitled-1Þessi einstaklega skemmtilega föndurbók ætti að vera til á hverju heimili og í hverjum skóla, hvort sem það er grunnskóli eða leikskóli.  Hér eru fjölmargar og einfaldar hugmyndir að jólaskrauti sem prýðir hvar sem er.

Leiðbeinandi verð: 3.680-.

Efnisflokkun: Handbækur og bækur almenns eðlis, Heilsa, lífstíll og forvarnir

Á fjallatindum

Útgáfuár: 2009

a_fjallatindum

Í þessari glæsilegu bók lýsir fjallagarpurinn og náttúrufræðingurinn, Bjarni E. Guðleifsson á Möðruvöllum í Eyjafirði gönguferðum á hæsta fjall í hverri sýslu landsins – og fimm betur (hvernig skyldi standa á því? Svarið finnurðu í bókinni).  Fjöldi mynda og korta prýðir bókina, auk sagna og kveðskapar.

Leiðbeinandi verð: 4.980-.


Efnisflokkun: Heilsa, lífstíll og forvarnir, Náttúrufræði

Heilsuátak

Útgáfuár: 2008

heilsuatakEin af þessum einstöku heilsu- og lífsstílsbókum sem hafa hjálpað mörgu fólki að ná tökum á mataræðinu.  Þeir sem fylgja ráðunum í þessari bók hafa gert sitt til þess að öðlast vellíðan allt til æviloka – út frá matar- og næringarþættinum.

Uppseld.

Efnisflokkun: Heilsa, lífstíll og forvarnir

Úr útiverunni: Gengið og skokkað

Útgáfuár: 2006

ur_utiverunniHér segir Bjarni E. Guðleifsson, náttúrufræðingur á Möðruvöllum í Hörgárdal, í einföldu máli frá langri reynslu sinni af göngum um fjöll og dali og skokki eftir þjóðvegum, borgarstrætum og óbyggðum. Hann dregur fram ýmis spaugileg atvik frá þessum ferli sínum en kemur jafnframt með þarfar hugleiðingar og gagnlegar ábendingar. Meðal annars er gerð grein fyrir göngugörpum, fjallasýki, íslenskukennslu náttúrunnar, Reykjavíkurmaraþoni og bilunareinkennum skokkarans. Texti bókarinnar er tvímælalaust til þess fallinn að hvetja fólk til útivistar og njóta þá hverrar einustu mínútu.

Leiðbeinandi verð: 2.280-.

Tilboðsverð: 990-.

Efnisflokkun: Heilsa, lífstíll og forvarnir
Eldra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is