Skriðdæla

Útgáfuár: 2013

skriðdæla-fors-skjaÍ þessari glæsilegu og fróðlegu bók kennir margra grasa um Skriðdal og ábúendur þar í gegnum tíðina.  Má þar nefna sveitarlýsingu, örnefni, ábúendatal, veðurfarsyfirlit og sögur af mönnum og málefnum.  Hægt er að fylgja þróun verslunar, samgangna og þjónustu við Skriðdælinga fyrr á tímum ásamt breytingum á sveitasamfélaginu.

Þessa bók lætur enginn áhugamaður um þjóðlegan fróðleik fram hjá sér fara og heldur ekki þeir sem tengjast Skriðdal á einn eða annan máta.

Leiðbeinandi verð: 7.980-.

Efnisflokkun: Austurland, Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Sagnfræði, Ættfræði

Návígi á norðurslóðum – Íshafsskipalestirnar og ófriðurinn 1942-1945

Útgáfuár: 2012

Návígi.kápa

Adolf Hitler leit svo á að norðurslóðir væru örlagasvæði seinni heimsstyrjaldarinnar. Hann óttaðist innrás í Noreg frá Íslandi. Stórveldin léku flókna refskák þar sem saman fóru njósnir, blekkingar og blóðugur hernaður. Litlu munaði að Churchill, Roosevelt og Stalín hittust til fyrsta leiðtogafundar síns í Hvalfirði. Miklir skipalestaflutningar fóru sem fyrr um hafsvæðin við Ísland. Rauði herinn fékk það sem til þurfti svo sigra mætti heri nasista. Austur-Evrópa féll í hendur Stalíns og félaga hans. Sovétríkin héldu velli.

Siglingum Íshafsskipalestanna fylgdu hatrammar orrustur Bandamanna við herskip og kafbáta Þjóðverja auk árása á Noreg. Stærstu herskipum Þjóðverja var að lokum eytt í einum mestu flotaaðgerðum sögunnar. Þjóðverjar brenndu niður byggðir Norður-Noregs og hröktu íbúana brott.

Lega Íslands skipti höfuðmáli í þessum ofsafengnu átökum þar sem allt var lagt undir í baráttu um flutningaleiðir og aðgengi að auðlindum. Valdahlutföll á norðurslóðum gerbreyttust. Kalda stríðið hófst.

Bókin er sjálfstætt framhald Dauðans í Dumbshafi (2011). Sú bók hlaut mjög góðar viðtökur lesenda og einróma lof gagnrýnenda. Návígi á norðurslóðum er sneisafull af upplýsingum um ótrúlega atburði sem gerðust í næsta nágrenni Íslands á mestu örlagatímum í sögu mannkyns en hafa ekki komið fram á íslensku fyrr en nú.

Með þessari bók lýkur höfundur ritun sinni á sögu norðurslóðastríðsins á árum seinni heimsstyrjaldar. Báðar bækurnar varpa nýjum skilningi á sögu seinni heimsstyrjaldar. Þær eru  ómissandi öllu áhugafólki um sagnfræði, stjórnmál og æsispennandi viðburði.

Brot úr bókinni má sjá hér að neðan.

[issuu width=530 height=350 embedBackground=%23940f0f shareMenuEnabled=false backgroundColor=%23222222 documentId=121106001941-1d1623641e9447a19a688b1d0bbaefb3 name=navigi-issuu username=magnusthor tag=arctic unit=px v=2]

Leiðbeinandi verð: 7.480-.

Efnisflokkun: Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Sagnfræði, Stríð

Handknattleiksbókin I-II

Útgáfuár: 2012

handboltabokin-tvo-bindiÍ þessu glæsilega tveggja binda verki er rakin saga handknattleiksins á Íslandi.  Ævintýrið hófst árið 1920 og spannar bókin yfir 90 ár, eða til 2010.  Fjallað er rækilega um upphaf þessarar íþróttagreinar, sem ávallt hefur snert sterkar taugar í þjóðarsálinni, og þá menn sem mörkuðu fyrstu sporin.  Íslandsmótinu eru gerð góð skil sem og bikarkeppninni og Evrópuleikjum félagsliðanna.  Og vitaskuld fer feikimikið púður í landsliðin okkar sem borið hafa hróður lands og þjóðar víða um heim.

Handknattleiksbókina I-II ættu allir unnendur handknattleiks sem og íþrótta almennt að lesa.

Leiðbeinandi verð: 18.900-.

Efnisflokkun: Íþróttir, Sagnfræði

Dauðinn í Dumbshafi

Útgáfuár: 2011

Dauðinn í Dumbshafi-kápa

Viðfang þessarar bókar, skipalestir, sem fluttu vopn og vistir frá Vesturveldunum yfir Atlantshaf og austur með íshafsströnd Evrasíu til sovéskra hafna, er merkur kafli í sögu síðari heimsstyrjaldar ‒ og í sögu Íslands:

Hinn 23. júní 1941 réðst þýski herinn fyrirvaralaust inn í Sovétríkin, og sóttist hratt í leifturstríði framan af, svo jafnvel var búist við endanlegum sigri yfir Rússlandi vestan Úralfjalla um eða fyrir veturinn. Þannig hefðu Þjóðverjar komist yfir gífurlegar auðlindir, þar með olíu í Kákasus, sem hefði eflt hernaðarmátt þeirra til muna og að sama skapi veikt stöðu Breta og bandamanna þeirra.

Vesturveldin sáu þá leið vænlegasta til að styrkja Sovétmenn, og létta um leið álagi af eigin herjum og borgurum, að senda þessum nýju bandamönnum sem mest af nauðsynjum sem nýttust þeim í baráttu við sameiginlegan óvin ‒ vopn, tæknibúnað, málma og önnur hráefni til iðnaðar, lyf og eldsneyti. Langskilvirkasta leiðin fyrir þannig sendingar var sjóleiðin austur með strönd Norður-Íshafs til rússneskra hafna, Arkhangelsk, þegar íslaust var, en annars til Múrmansk.

Þetta var samt afar hættuleg leið, en svo mikilvæg að menn sættu sig við veruleg afföll. Á aðra hönd var siglt hjá norðurströnd Noregs, þar sem Þjóðverjar höfðu flugvelli með flugvélum, sem báru sprengjur og tundurskeyti, og skipalægi með kafbátum og herskipum. Skammt undan lágu í norsku fjörðunum við festar öflug herskip, allt upp í Tirpitz, stærsta og voldugasta herskip heims, systurskip Bismarcks. Að norðan var svo heimskautsísinn. Á sumrin var bjart mestallan eða allan sólarhringinn, svo auðratað var að stórum skipalestum eða jafnvel stökum skipum, en á veturna var ísröndin svo nærri landi að langfleygar sprengjuflugvélar gátu athafnað sig á öllu siglingasvæðinu. Við þetta bætist að þar voru veður oft  válynd, svo jafnvel á friðartímum var leiðin lítt fýsileg og sjór svo kaldur að fáir sem í hann féllu lifðu lengi.

Ísland kemur hér mjög við sögu. Farmskipin, frá Bandaríkjunum og Kanada eða frá Bretlandseyjum, söfnuðust yfirleitt saman í herskipalægi Bandamanna í Hvalfirði, og þaðan lá leiðin norður og austur með Íslandi yfir Atlantshaf og með norðurströnd Skandinavíu og Rússlands til Arkangelsk eða Múrmansk. Breski flotinn tók við hervernd skipalestanna í Hvalfirði, þótt oft væru bandarísk herskip í fylgd með þeim. Íslendingar voru í áhöfnum sumra skipanna, og fórust sumir en aðrir komust af.

Sáralítið hefur til þessa verið ritað um þessa sögu á íslensku, og raunar hefur sumt sem hér verður greint frá verið falið í leyndarskjölum þar til nýlega og hefur ekki heldur birst almenningi víða erlendis.

Það á til dæmis við um frægar hrakfarir stórrar skipalestar, PQ17, sem að skipan bresku herstjórnarinnar var látin dreifa sér úti fyrir Noregi og öll herskipin sem áttu að verja hana kölluð til annarra starfa, svo verulegur hluti skipanna varð flota og flugher Þjóðverja að bráð, og fórust með þeim allur farmur og margir farmenn.

Frá þessu og ýmsu öðru er greint í bókinni, sem ber réttnefnið Dauðinn í Dumbshafi. Höfundurinn, Magnús Þór Hafsteinsson, er sjómaður og menntaður sjólíffræðingur í norskum háskóla. Ritið ber það með sér að höfundur hefur sótt efni í ókjör heimilda, sem tilgreindar eru í bókarlok.

Enginn Íslendingur, sem vill kynnast sögu síðari heimsstyrjaldar og hlut Íslands í þeirri sögu, ætti að leiða þetta rit hjá sér.

Leiðbeinandi verð: 6.980-.

Efnisflokkun: Bækur, Sagnfræði, Stríð

Á afskekktum stað

Útgáfuár: 2011

Á afskekktum stað

Bókin Á afskekktum stað er byggð á samtölum Arnþórs Gunnarssonar sagnfræðings við sex Austur-Skaftfellinga. Bókinni er ætlað að gefa lesendum tilfinningu fyrir sögu og þróun mannlífs í Austur-Skaftafellssýslu frá því á árunum milli stríða fram til dagsins í dag. Viðmælendur höfundar eru hjónin Álfheiður Magnúsdóttir og Gísli Arason, sem fædd eru og uppalin á Mýrum, Ingibjörg Zophoníasdóttir á Hala í Suðursveit, Þorvaldur Þorgeirsson, sem í áratugi gegndi verkstjórn í bandarísku ratsjárstöðinni á Stokksnesi, og feðgarnir Sigurður Bjarnason og Einar Rúnar Sigurðsson á Hofsnesi í Öræfum. Á afskekktum stað er því eins konar ferðalag í tíma og rúmi.

Leiðbeinandi verð: 3.500-.

Tengsl: Efnisflokkun: Austurland, Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Íslenskur fróðleikur, Sagnfræði

D-dagur – orrustan um Normandí

Útgáfuár: 2010

d-dagur_kapa.inddFlugmönnum, hermönnum og sjóliðum Bandamanna sem tóku þátt í orrustunni um Normandí leið 6. júní 1944 aldrei úr minni.  Í dagrenningu var stærsti innrásarfloti allra tíma, mörg þúsund fley af öllum stærðum og gerðum, kominn að ströndum Frakklands.  Á ströndum Normandí var þýskt herlið sem fékk síðbúna viðvörun um það sem í vændum var.

Áhugamenn um veraldarsöguna láta þetta meistaraverk ekki fram hjá sér fara. Breski stríðssagnfræðingurinn Antony Beevor hefur unnið gríðarlegt þrekvirki við samantekt þessarar bókar sem vakið hefur mikla athygli um veröld víða.

Leiðbeinandi verð: 5.980-.

Efnisflokkun: Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Sagnfræði, Stríð

Af heimaslóðum

Útgáfuár: 2010

nal-fors5Sögusvið þessarar bókar er Melrakkaslétta og byggðakjarninn við Leirhöfn, æskustöðvar höfundarins Níelsar Árna Lund, þar sem hvert nýbýlið reis af öðru um miðja síðustu öld.  Hér segir hann m.a. sögu foreldra sinna, Helgu og Árna Péturs, sem byggðu nýbýlið Miðtún en það var hluti af 60-70 manna samfélagi á Leirhafnarjörð.  Ennfremur er farið með lesendur heim á hvern bæ og sagt frá því fólki sem þarna stundaði búskap af dugnaði og leitaði annarra fanga til að framfleyta sér og öðrum.

Því verður ekki á móti mælt að Níels Árni Lund hefur með þessari bók unnið mikið þrekvirki við að halda til haga þjóðlegum fróðleik af mannlífi fólks við ysta haf.

Leiðbeinandi verð: 5.980-.

Tengsl: Efnisflokkun: Bækur, Íslenskur fróðleikur, Sagnfræði, Ævisögur og endurminningar

Samstarf á Austurlandi

Útgáfuár: 2010

Samstarf ‡ AusturlandiÍ fyrri hluta þessarar bókar er fjallað um Fjórðungsþing Austfirðinga 1943-1964, en í þeim síðari um arftaka þess, Sambands sveitarfélaga á Austurland 1966-2006.  Fjallað er um baráttu austfirskra sveitarstjórnarmanna fyrir betra mannlífi í fjórðungnum og fölmörg mál eru hér í brennidepli, s.s. atvinnumál, raforkumál, mennta- og menningarmál, heilbrigðismál og samgöngumál.

Svæðisbundnu samstarfi sveitarstjórnarmanna á Íslandi hefur aldrei áður verið gerð jafnítarleg skil og í þessu riti.  Því ættu engir áhugamenn um sveitarstjórnarmál að láta það framhjá sér fara.

Leiðbeinandi verð: 7.980-.

Efnisflokkun: Austurland, Bækur, Sagnfræði

Saga Félags járniðnaðarmanna

Útgáfuár: 2010

Saga-jarn-kapa-lowÍ þessari bók er rakin saga Félags járniðnaðarmanna, en 90 ár eru nú liðin frá stofnun þess.  Sagt er frá baráttu félagsins fyrir bættum kjörum og aðbúnaði, auknum réttindum og þóun málmiðnaðar á 20. öldinni.  Þá sagt frá baráttu kommúnista og hægri manna um yfirráðin í félaginu og er þá fátt eitt nefnt.

Leiðbeinandi verð: 6.900-.

Efnisflokkun: Sagnfræði

Orrustan um Spán

Útgáfuár: 2009

spaenska_front

Í júlí 1936 gerðu hershöfðingjar, undir forystu Francos, uppreisn gegn ríkisstjórn Spánar. Uppreisnin varð fljótt að borgarastyrjöld þar sem Franco fékk stuðning Þjóðverja og Ítala en ríkisstjórnin var m.a. studd af erlendum sjálfboðaliðum, þar á meðal Ernest Hemmingway. Þetta er mögnuð bók um hatrömm átök.

Þetta er af mörgum talin besta bókin um borgarastyrjöldina á Spáni og ætti það ekki að koma neinum á óvart, enda er höfundur bókarinnar, Bretinn Antony Beevor, einn allra besti sagnfræðingur veraldar þegar kemur að stríðsátökum.

Leiðbeinandi verð: 5.980.-

Efnisflokkun: Sagnfræði, Stríð
Eldra Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is