Langt var róið og þungur sjór
Útgáfuár: 2025
Þúsundþjalasmiðurinn Njörður S. Jóhannsson á Siglufirði hefur smíðað á þriðja tug líkana af norðlenskum fiski- og hákarlaskipum frá 18. og 19. öld. Hér eru myndir af þeim, sannkölluðum listaverkum, og jafnframt er rakin saga þeirra, sem endaði ekki alltaf vel. Samantekt á ensku fylgir í lok bókarinnar.
Leiðbeinandi verð: 8.480-.
Víkingur – Sögubrot af aflaskipi og skipverjum
Útgáfuár: 2018
Togarinn Vikingur AK-100 kom nýsmíðaður frá Þýskalandi til Akraness árið 1960. Víkingi var síðar breytt í nótaskip og var eitt aflahæsta skip íslenska flotans í áratugi. Í bókinni er fjallað um aðdragandann að smíði Víkings og rakin saga skipsins sjálf, ekki síst í gegnum skipverjana. Bókin er ríkulega myndskreytt.
Leiðbeinandi verð: 5.980-.
Síldarvinnslan í 60 ár
Útgáfuár: 2017
Þessi bók er gefin út í tilefni af því að 60 ár eru liðin frá stofnun Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað. Fyrirtækið var stofnað 11. desember 1957 og í upphafi reisti það síldarverksmiðju og hóf að reka hana. Áður en áratugur var liðinn var Síldarvinnslan orðið stærsta fyrirtækið á Austurlandi og sinnti fjölþættri fiskvinnslustarfsemi og útgerð.
Í bókinni birtast þættir úr sögu Síldarvinnslunnar. Þeir gefa ágæta mynd af þeim sviptingum sem einkennt hafa íslenskan sjávarútveg síðustu 60 árin.
Síldarvinnslan er um þessar mundir eitt stærsta og öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins með starfsstöðvar á sex stöðum, auk þess sem það á hlutdeild í nokkrum fyrirtækjum, bæði hér á landi og erlendis.
Leiðbeinandi verð: 6.980-.
Magni – Æviminningar Magna Kristjánssonar skipstjóra frá Neskaupstað
Útgáfuár: 2017
Magni Kristjánsson var árum saman skipstjóri á bátum Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Eftir að hann hætti til sjós gerðist hann hótelhaldari og verslunarmaður. Í bókinni segir frá mörgum eftirminnilegum uppákomum. Þar má nefna:
-síldarævintýri í Mjóafirði
-áflog um borð í síðutogara
-ríflega 50 daga siglingu heim frá Japan
-torkennilegan kapal á grunnslóðinni
-æsileg átök í Þorskastríðinu
-uppreisn á loðnuflotanum
-þróunarstarf á Grænhöfðaeyjum
-örnefni á hafsbotni
-eftirminnilegan fund hjá Farmanna- og fiskimannasambandinu
-sögulegar hreindýraveiðar
-sviptingar í pólitík og margt fleira.
Magni segir frá af hispursleysi og hreinskilni. Hann var mikill áhugamaður um kolmunnaveiðar, kenndi sjómönnum ýmis fræði, kom á fót söfnum í heimabyggð sinni og svo mætti lengi telja. Þá tóku Norðmenn feil á honum og sjónvarpshetju sinni, sjálfum Fleksnes, og var hann ekkert að leiðrétta þá.
Leiðbeinandi verð: 7.680-.
Saga Sveinafélags skipasmiða 1936-1983
Útgáfuár: 2014

Skipa- og bátasmiðafélag Reykjavíkur, sem var sameiginlegt félag meistara og sveina, var stofnað árið 1934. Fljótlega sáu skipasmíðasveinar að það fyrirkomulag hentaði þeim ekki og tveimur árum síðar stofnuðu þeir eigið stéttarfélag, Sveinafélag skipasmiða. Félagið hóf þegar baráttu fyrir bættum kjörum og öðrum réttindum, en ekki síður eflingu innlendra skipasmíða.
Í þessari bók er rakin saga Sveinafélagsins, sem spannar frá 1936 til 1983, en ári síðar sameinaðist það Félagi járniðnaðarmanna. Það félag sameinaðist síðan Vélstjórafélagi Íslands í Félag vélstjóra og málmtæknimanna – VM.
Leiðbeinandi verð: 5.980-.
Síldarvinnslan hf
Útgáfuár: 2007
Hér er brugðið upp svipmyndum úr hálfrar aldar sögu þessa norðfirska fyrirtækis. Það var stofnað árið 1957 og reisti í upphafi síldarverksmiðju og hóf að reka hana, en áður en áratugur var liðinn var fyrirtækið orðið hið stærsta á Austurlandi og hafði með höndum útgerð og fjölþætta fiskvinnslustarfsemi.
Uppseld.
Síðasta þorskastríðið
Útgáfuár: 2007
Útfærsla Íslendinga á fiskveiðilögsögunni í 200 mílur kallaði á einn eitt stríðið við Breta (reynda fleiri þjóðir). Heimsveldið gegn eyþjóðinni. Væntanlega hafa margir haldið að átökin yrðu ójöfn, en íslenska Landhelgisgæslan lét ekki að sér hæða og svör hennar við ágangi Breta, sem byggðust á notkun togvíraklippanna, vöktu athygli víða um heim. Við þeim áttu Bretarnir engin svör.
Bókin byggir einkum á heimildum úr íslenskum og breskum skjalasöfnum sem nýlega hafa verið gerðar opinberar og ekki rannsakaðar að ráði áður.
Leiðbeinandi verð: 4.380-.
Uppseld.
Nýsköpunaröld
Útgáfuár: 2005
Stríðshörmungar, uppgangstími og hrikalegt hnignunarskeið togaranna, síldveiðarnar, landhelgin, þorskastríð, vélbátaútgerð og fiskvinnsla. Undirstöðurit íslenskrar sögu. Stórfróðleg bók og jafnframt sú þriðja og síðasta í þessari ritröð.
Leiðbeinandi verð: 6.980-.
Uppseld.
Uppgangsár og barningsskeið
Útgáfuár: 2003
Í þessu öðru bindi Sögu sjávarútvegs á Íslandi segir frá því þeagr vélaraflið hélt innreið sína og sjávarútvegur Íslendinga gjörbreyttist á fáeinum árum. Bátar og togarar ösluðu um öll mið og hafið tók sinn toll. Jón Þ. Þór fjallar á einstakan hátt um sjávarútveg Íslendinga. Hér er á ferðinni grundvallarrit um íslenska sögu og baráttuna við Ægi.
Leiðbeinandi verð: 6.980-.
Uppseld
