Hvítabirnir

Miðvikudagur 12. desember 2018

Hvernig myndi þér líða ef þú stæðir allt í einu andspænis hvítabirni? Þetta hafa sumir Íslendingar illu heilli þurft að gera og ekki allir lifað það af.

Í bókinni Hvítabirnir á Íslandi er sagt frá landgöngum þessara grimmu skepna allt frá landnámsöld til okkar daga.  Vitað er til þess að þær hafi drepið 30 manns, en stundum hafði þó mannskepnan betur og oft var slóðin blóði drifin eftir þær viðureignir.

Hvítabirnir á Íslandi – mögnuð bók sem þú verður að lesa!

Efnisflokkun: Fréttir og tilkynningar

Gleðileg jól

Sunnudagur 24. desember 2017

Bókaútgáfan Hólar færir landsmönnum öllum óskir um gleðileg jól og vonar að allir eigi góðar bókastundir um hátíðirnar – og auðvitað þar á eftir einnig.

Efnisflokkun: Fréttir og tilkynningar

Magnús Þór kynnir Vargöldina

Föstudagur 10. nóvember 2017

Hér má heyra Magnús Þór Hafsteinsson kynna og lesa upp úr nýjustu bók sinni, Vargöld á vígaslóð: http://utvarpsaga.is/inc/uploads/j%C3%B3lab%C3%A6kur-10.11.17.mp3

Efnisflokkun: Fréttir og tilkynningar

Barnabókahátíð í Borgó!

Laugardagur 28. október 2017

sirryFöstudaginn 27. október var haldin barnabókahátið í Borgarleikhúsinu. Þar voru í boði barnabækur þessa árs á sérstöku tilboðsverði fyrir leik- og grunnskóla. Mikið var að gera og auðvitað gripu margir með sér bækur frá Bókaútgáfunni Hólum, en Sirrý, sem er til vinstri á myndinni, sá um af afgreiða þær. Því má svo bæta við að í einni bókanna, Hvolpasögum eftir Gunnar Kr. Sigurjónsson, segir meðal annars frá hundinum hans, hinum eldspræka Tígli, sem vann sér það til frægðar fyrr á árinu að bjarga særðum fugli. Gunnar tók upp á myndband samskipti Tíguls og fuglsins og fór það víða um heim og var auk þess margsinnis sýnt í sjónvarpinu sem sést á bak við Sirrý. Sannarlega magnað myndband um lítinn hund með STÓRT hjarta!

Efnisflokkun: Fréttir og tilkynningar

Magnús Þór áritar

Laugardagur 28. október 2017

Magnús kynningMagnús Þór Hafsteinsson fór að sjálfsögðu á kostum í útgáfuteitinu sem haldið var í Eymundsson í Austurstræti í tilefni af útkomu bókar hans, Vargöld á vígaslóð; sagði þar frá köflunum, las upp kaflabrot og áritaði síðan fyrir þá sem vildu nýta sér tilboðsverð bókarinnar – og þeir voru þó nokkrir!

Efnisflokkun: Fréttir og tilkynningar

Útgáfuteiti

Mánudagur 23. október 2017

Föstudaginn 27. október verður haldið útgáfuteiti í Eymundsson, Austurstræti, frá klukkan 17 til 19, vegna útgáfu bókarinnar, Vargöld á vígaslóð, eftir metsöluhöfundinn Magnús Þór Hafsteinsson. Þar verður bókin seld á tilboðsverði og síðasta bók höfundarins, Tarfurinn frá Skalpaflóa, fylgir ókeypis með á meðan birgðir endast (70 stk.). Láttu sjá þig!

Efnisflokkun: Fréttir og tilkynningar

Anna – Eins og ég er

Fimmtudagur 19. október 2017

Anna og Gurrí      Þessi bók, ANNA – EINS OG ÉG ER var að detta í hús í dag. Þetta er ævisaga Önnu K. Kristjánsdóttur, skrifuð af Guðríði Haraldsdóttur, sem eru hér að taka á móti fyrstu eintökunum af þessari mögnuðu bók sem vafalaust margir eiga eftir að lesa. Bókin verður send í búðir á mánudaginn.

Efnisflokkun: Fréttir og tilkynningar

Útgáfuteiti

Fimmtudagur 8. júní 2017

Klukkan 11 á sjómannadaginn verður útgáfuteiti vegna útkomu bókarinnar HÍF OPP! Gamansögur af íslenskum sjómönnum, eftir Guðjón Inga Eiríksson. Það verður haldið í Sjóminjasafninu við Grandagarð og þangað mæta nokkrir snillingar og segja sögur, þ.e. Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Magni Kristjánsson, Jón Berg Halldórsson og Ingvar Viktorsson. „Teitsstjóri“ verður Gunnar Kr. Sigurjónsson og auðvitað eru allir velkomnir.

Efnisflokkun: Fréttir og tilkynningar

Örnólfur látinn

Mánudagur 6. febrúar 2017

Örnólfur Thorlacius, fyrrum rektor MH og fræðimaður í þess orðs víðasta skilningi, lést í gær á áttugasta og sjötta aldursári. Leiðir hans og Bókaútgáfunnar Hóla lágu fyrst saman fyrir liðlega áratug þegar útgáfan gaf út afmælisrit hans, Örnólfsbók. Síðar skrifaði hann tvær merkar bækur sem Hólar gáfu einnig út, Kafbátasagan og Flugsaga.  Báðar eru þær afar vel unnar, eins og höfundarins var von og vísa; afskaplega fræðandi en líka skemmtilegar, enda átti hann auðvelt með að koma orðum að því sem hann tók sér fyrir hendur, svo allt varð ljóslifandi fyrir þeim sem las.

Örnólfur var mikill húmoristi og óspar á að deila gamansögum með öðrum. Í einni gamansagnabók Hóla eru einmitt skopsögur ættaðar frá honum, en margar fleiri urðu sögurnar sem hann sagði mér og hver annarri betri.

Að leiðarlokum vil ég þakka Örnólfi fyrir gott og ánægjulegt samstarf.

Guðjón Ingi Eiríksson

Efnisflokkun: Fréttir og tilkynningar

Jólakveðja

Fimmtudagur 22. desember 2016

Bókaútgáfan Hólar óskar öllum landsmönnum gleðilegra jóla og þakkar stórgóðar viðtökur á þeim bókum sem hún gaf út á árinu. Munum eftir þeim sem minna eiga, það gerir öllum gott að lesa kaflann um Gústa guðsmann, sem sagt er frá í hinni frábæru endurminningabók séra Vigfúsar Þórs Árnasonar, Vilji er allt sem þarf, en hann vann þrekvirki í þágu lítilmagnans og lesningin um það er svo sannarlega mannbætandi.

Efnisflokkun: Fréttir og tilkynningar
Eldra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is