Einn góður!

Jæja, elskurnar mínar.  Ég hef stundum laumað gamansögu á þessa síðu og vonandi hefur það mælst vel fyrir.  Hér er ein í safnið:

Unga móðirin var hjá geðlækninum.

„Þú hefur allt of miklar áhyggjur af barninu þínu,“ sagði hann. „Ég ætla að skrifa upp á róandi lyf sem þú þarft að taka tvisvar á dag. Komdu svo til mín aftur í næstu viku.“

Viku seinna kom konan og geðlæknirinn spurði:

„Hafa lyfin haft einhver áhrif?“

„Já,“ svaraði konan. „Þau hafa gert algjört kraftaverk.“

„Hvernig hefur svo barnið þitt það?“

„Hverjum er ekki sama!“

Sunnudagur 27. mars 2011
Efnisflokkun: Fréttir og tilkynningar

Panta

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is