Einn léttur á laugardegi

Hér kemur brandari úr bókinni Bestu barnabrandararnir-brjálæðislega góðir, en hún var að koma út og verður send í bókaverslanir eftir helgina:

Einar kom fárveikur heim frá Afríku. Hann fór til læknis sem lét umsvifalaust leggja hann inn á sjúkrahús þar sem hann fór í allar hugsanlegar rannsóknir.

Einn morguninn vaknaði Einar við að síminn við rúmið í einkastofunni hans hringdi.

„Blessaður, þetta er Sigurjón læknir hérna,“ sagði röddin í símanum. „Við vorum að fá niðurstöður rannsóknanna. Þú ert með einstaklega viðurstyggilegan vírus sem er vægast sagt skelfilega smitandi.“

„Almáttugur,“ orgaði Einar skelfdur. „Og hvað gerist svo næst?“

„Þú verður settur á sérfæði sem inniheldur pítsur, pönnukökur og vöfflur,“ sagði læknirinn.

„Mun það lækna mig?“ spurði Einar vongóður.

„Nei, ekkert frekar, en þetta er eini maturinn sem við getum troðið undir dyrnar hjá þér.“

Laugardagur 16. október 2010
Efnisflokkun: Fréttir og tilkynningar

Panta

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is