„Ekki misskilja mig vitlaust!“ – Mismæli og ambögur.

mismælakápan-72

Í þessari bráðsmellnu bók fara fjölmargir á kostum og „tala tæpitungulaust“.

Guðbjartur Jónsson, lengi Vagnstjóri á Flateyri, fullyrðir að „margt smátt geri eitt lítið“.  Lási kokkur hefur „vaðið fyrir ofan sig“. Heimir Már Pétursson segir grafalvarlegur á skjánum að „heilbrigðisráðherra hafi tekið ákvörðunina að höfðu samræði við lækna“. Hörður Magnússon staðhæfir það í knattspyrnulýsingu að það sé „heldur betur að færast kraftur í aukana“ og kollegi hans, Guðjón Guðmundsson, segir okkur frá kókópuffs-kynslóðinni sem „hefur ekki stigið hendi í kalt vatn“.

Athafnamaðurinn Eyþór í Lindu fullyrðir að „ekki séu allir peningar til fjár“. Jóhann Hlíðar Harðarson segir alþjóð það í gegnum Ríkisútvarpið að „ölvun og áfengi fari ekki saman“ og Ingófur Bjarni Sigfússon flytur frétt sem á „einkum við um vanfærar konur á barneignaraldri“.

Sigmundur Ernir Rúnarsson minnir á „ellefu fréttirnar sem hefjast stundvíslega klukkan 22:30“.  Gugga Reynis gistir á „Inniday Hall“. Sveinn Snorri Sighvatsson gefur hlustendum Bylgjunnar það heilræði að „hafa ljósin spennt og kveikt á beltunum“. Pétur Blöndal segir konurnar á aðalfundi Seðlabankans „fara minnkandi“ og Lalli Johns telur að það sé „víða slæmur sauður í misjöfnu fé“.

Ína af Ströndum vill vera „dauð fluga á vegg“. Markús Þórhallsson biður sjálfstæðisfólk að kjósa Röggu Gísla og Inga á Eyri segir hraðbát sonar síns vera með „utanlandsmótor“.

Svo er það drottning mismælanna, Vigdís Hauksdóttir, sem vill leiðrétta „rangsannindi“ Steingríms Joð og ætlar ekki að „stinga höfðinu í steininn“.

Leiðbeinandi verð: 3.280-.

 

Útgáfuár: 2018
Efnisflokkun: Bækur, Bækur, Gamansögur

Panta

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is