Fimmaurabrandarar

fimmaurabrandarar 2019Í nokkur ár hefur Fimmaurabrandarafjelagið haldið úti fésbókarsíðu þar sem finna má marga bráðsmellna brandara – fimmaurabrandara að sjálfsögðu.  Í þessa bók hafa verið valdir nokkrir af þeim bestu og vafalítið kitla þeir margir hverjir hláturtaugar lesenda.  Hér er nokkur dæmi um innihaldið;

„Af hverju eru Reynir og Danni orðnir svona litlir?“

„Þeir skruppu saman í bíó.“

*

Ef fjórir af hverjum fimm þjást af niðurgangi þá hlýtur sá fimmti að njóta hans.

*

Steig á vigtina áðan og sá að ég þarf nauðsynlega að láta klippa mig.

*

Hvernig veiðir maður flugfisk?

Nú, í loftnet.

En á hvað veiðir maður saltfisk?

Á saltstöng.

*

Ég fór í mjög skemmtilega ferð til Gdansk í fyrra. Nú er að velta fyrir mér hvort það gæti ekki verið gaman skreppa til Gnorsk eða Gsvensk í ár.

————–

Leiðbeinandi verð: 2.180-.

Útgáfuár: 2019
Efnisflokkun: Bækur, Bækur, Gamansögur

Panta

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is