Fimmtíu sumur í Hrafnkelsdal

fimmtiu_sumur Þessi bók er gefin út til minningar um hjónin Aðalstein Jónsson og Ingibjörgu Jónsdóttur en þau bjuggu á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal frá vori 1922 til hausts 1971. Í bókinni, sem er 357 blaðsíður að stærð, eru margvíslegir textar, bæði frumsamdir og endurbirtir. Rakin er byggðasaga Vaðbrekku og birtir allmargir textar frá fyrri tíð. Þá er rakin búskaparsaga Aðalsteins og Ingibjargar. Birtir eru ýmsir textar eftir Aðalstein; frásagnaþættir, blaða- og tímaritsgreinar auk einnar fræðigreinar, og eftir Ingibjörgu birtist einn frásöguþáttur.

Leiðbeinandi verð: 5.900-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2006
Efnisflokkun: Bækur, Ættfræði, Bækur, Ævisögur og endurminningar

Panta

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is