Fréttir

Fyrsta bók ársins 2023

Þriðjudagur 25. apríl 2023

Þá er fyrsta Hólabók ársins 2023 komin út. Hún heitir Hormónar og fleira fólk – Missannar sögur frá síðustu öld, er eftir Halldór Ólafsson, og saman stendur af fjölmörgum smellnum sögum og vísum. Er ekki […]



Anna Kristine látin

Miðvikudagur 12. janúar 2022

Anna Kristine Magnúsdóttir Mikulcákova lést nú í ársbyrjun. Bókaútgáfan Hólar gaf út tveir bækur eftir Önnu, Milli mjalta og messu, sem byggði á samnefndum og vinsælum útvarpsþáttum hennar, og Með létt skap og liðugan talanda, […]



Fugladagbókin 2022

Sunnudagur 26. desember 2021

Margir hafa þann skemmtilega sið að skrá hjá sér eitt og annað í dagbækur. Senn lýkur þessu ári og því viljum við Hólamenn minna á Fugladagbókina 2022, sem er í rauninni miklu meira en hefðbundin […]



Instagram

Sunnudagur 3. október 2021

Bókaútgáfan Hólar er mætt á Instagram. Þú finnur hana undir bokautgafan_holar. Endilega skelltu í „add“ og fylgstu með skemmtilegum innslögum!



Papa Jazz allur

Sunnudagur 18. apríl 2021

Um miðjan þennan mánuð lést Guðmundur Steingrimsson – Papa Jazz. Hann var afar snjall trommuleikari og einn af brautryðjendum djassins hér á landi; lék með fjölda hljómsveita og kenndi ýmsum þá list sem vandaður trommuleikur […]



Laugardagur 10. apríl 2021

Svenni látinn
Í dag er til moldar borinn gamall nágranni minn frá Eskifirði, Sveinn Sigurbjarnarson, rútubílstjóri, ferðafrömuður, ævintýramaður og ég veit ekki hvað og hvað. Hann var einstakur maður á margan hátt og því þótti mér […]



Ljóðasafn Hjálmars Freysteinssonar

Fimmtudagur 4. febrúar 2021

Í maí næstkomandi verður gefið út úrval ljóða og lausavísna eftir Hjálmar Freysteinsson. Hann fæddist 18. maí  1943 og lést 6. febrúar 2020 og starfaði sem heimilislæknir, lengst af á Akureyri. Hjálmar var landsþekktur fyrir […]



Saga Ljósmæðrafélags Íslands og ljósmæðratal

Fimmtudagur 7. janúar 2021

Gleðilegt ár!
Fyrsta bók ársins hjá Bókaútgáfunni Hólum er komin út. Um er að ræða bókina Ljósmæðrafélag Íslands í 100 ár, sem bæði er saga þess og ljósmæðratal frá 1984-2019, en áður var komið út stéttartal […]



Jólakveðja

Sunnudagur 20. desember 2020

Ágætu Íslendingar! Bókaútgáfan Hólar sendir landsmönnum öllum hugheilar jóla- og nýjárskveðjur og þakkar fyrir samstarfið – og góðar viðtökur Hólabóka – á árinu sem er að líða. Munum að ganga hægt um gleðinnar dyr að […]



Jóla-Hóla-bækurnar 2020

Mánudagur 16. nóvember 2020

Jæja, þá eru allar Hólabækur ársins komnar út og fást í öllum bókaverslunum og víða í stórmörkuðum. Einnig má alltaf panta þær hjá bókaútgáfunni sjálfri í netfanginu holar@holabok.is



Veganúar er hafinn

Fimmtudagur 2. janúar 2020

Nú þegar nýtt ár er gengið í garð höfum við flest sett okkur nýjar stefnur og markmið sem munu hjálpa okkur við að halda ótrauð inn í nýjan áratug. Fyrir mörg okkar er erfitt að […]



Gleðileg jól!

Laugardagur 21. desember 2019

Bókaútgáfan Hólar óskar öllum landsmönnum gleðilegra jóla og spillingalauss komandi árs! Kærar þakkir fyrir frábærar viðtökur á bókum okkar á árinu sem senn er að líða. Vonandi njótið þið þeirra um hátíðarnar og lengi þar […]



Sunnudagur 17. nóvember 2019

Siddi gull 85 ára

Sunnudagur 15. september 2019

Þann 8. mars 2020 á Þistilfirðingurinn Sigmar Ó. Maríusson gullsmiður – Siddi gull, 85 ára afmæli.  Þann dag kemur út á vegum Bókaútgáfunnar Hóla bók um hann, Siddi gull, skráð af Guðjóni Inga Eiríkssyni, og […]



Bjarni E. Guðleifsson látinn

Mánudagur 9. september 2019

Síðastliðinn laugardag, þann 7. september, lést Bjarni E. Guðleifsson náttúrufræðingur, fjallgöngugarpur og rithöfundur, 77 ára að aldri.  Hann var höfundur fjölmargra bóka sem Bókaútgáfan Hólar hefur gefið út og má þar nefna Úr útiverunni, Á […]



Hvítabirnirnir tilnefndir …!

Miðvikudagur 23. janúar 2019

Bókin magnaða, Hvítabirnir á Íslandi, eftir Rósu Rut Þórisdóttur var í dag tilnefnd til Viðurkenninga Hagþenkis í flokki fræðirita sem út komu árið 2018.  Sannarlega ánægjuleg tíðindi á þessum fallega janúardegi og til hamingju með […]



Jólakveðja 2018

Föstudagur 21. desember 2018

Bókaútgáfan Hólar þakkar fyrir frábærar viðtökur á útgáfubókum sínum nú í ár og óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla.  Vonar auðvitað um leið að sem flestir hafi tök á því að líta í bók/bækur um hátíðarnar.



Hvítabirnir

Miðvikudagur 12. desember 2018

Hvernig myndi þér líða ef þú stæðir allt í einu andspænis hvítabirni? Þetta hafa sumir Íslendingar illu heilli þurft að gera og ekki allir lifað það af.
Í bókinni Hvítabirnir á Íslandi er sagt frá landgöngum […]



Gleðileg jól

Sunnudagur 24. desember 2017

Bókaútgáfan Hólar færir landsmönnum öllum óskir um gleðileg jól og vonar að allir eigi góðar bókastundir um hátíðirnar – og auðvitað þar á eftir einnig.



Magnús Þór kynnir Vargöldina

Föstudagur 10. nóvember 2017

Hér má heyra Magnús Þór Hafsteinsson kynna og lesa upp úr nýjustu bók sinni, Vargöld á vígaslóð: http://utvarpsaga.is/inc/uploads/j%C3%B3lab%C3%A6kur-10.11.17.mp3



Barnabókahátíð í Borgó!

Laugardagur 28. október 2017

Föstudaginn 27. október var haldin barnabókahátið í Borgarleikhúsinu. Þar voru í boði barnabækur þessa árs á sérstöku tilboðsverði fyrir leik- og grunnskóla. Mikið var að gera og auðvitað gripu margir með sér bækur frá Bókaútgáfunni […]



Magnús Þór áritar

Laugardagur 28. október 2017

Magnús Þór Hafsteinsson fór að sjálfsögðu á kostum í útgáfuteitinu sem haldið var í Eymundsson í Austurstræti í tilefni af útkomu bókar hans, Vargöld á vígaslóð; sagði þar frá köflunum, las upp kaflabrot og áritaði […]



Útgáfuteiti

Mánudagur 23. október 2017

Föstudaginn 27. október verður haldið útgáfuteiti í Eymundsson, Austurstræti, frá klukkan 17 til 19, vegna útgáfu bókarinnar, Vargöld á vígaslóð, eftir metsöluhöfundinn Magnús Þór Hafsteinsson. Þar verður bókin seld á tilboðsverði og síðasta bók höfundarins, […]



Anna – Eins og ég er

Fimmtudagur 19. október 2017

      Þessi bók, ANNA – EINS OG ÉG ER var að detta í hús í dag. Þetta er ævisaga Önnu K. Kristjánsdóttur, skrifuð af Guðríði Haraldsdóttur, sem eru hér að taka á móti […]



Útgáfuteiti

Fimmtudagur 8. júní 2017

Klukkan 11 á sjómannadaginn verður útgáfuteiti vegna útkomu bókarinnar HÍF OPP! Gamansögur af íslenskum sjómönnum, eftir Guðjón Inga Eiríksson. Það verður haldið í Sjóminjasafninu við Grandagarð og þangað mæta nokkrir snillingar og segja sögur, þ.e. […]



Örnólfur látinn

Mánudagur 6. febrúar 2017

Örnólfur Thorlacius, fyrrum rektor MH og fræðimaður í þess orðs víðasta skilningi, lést í gær á áttugasta og sjötta aldursári. Leiðir hans og Bókaútgáfunnar Hóla lágu fyrst saman fyrir liðlega áratug þegar útgáfan gaf út […]



Jólakveðja

Fimmtudagur 22. desember 2016

Bókaútgáfan Hólar óskar öllum landsmönnum gleðilegra jóla og þakkar stórgóðar viðtökur á þeim bókum sem hún gaf út á árinu. Munum eftir þeim sem minna eiga, það gerir öllum gott að lesa kaflann um Gústa […]



Einstakt barnabókatilboð!

Laugardagur 3. desember 2016

Þú kaupir LEYNILÍF GÆLUDÝRA á kr. 3.280- og SKÓSVEINARNIR fylgja frítt með. Sendingargjald innifalið í verðinu. Þessar tvær bækur byggja á þekktum og vinsælum kvikmyndum og eru allt í senn; skemmtilegar, þroskandi og reyna á […]



Frábær ritdómur!

Laugardagur 3. desember 2016

Eðalbókin, Skagfirskar skemmtisögur 5, fékk frábæran ritdómi í hjá Reyni Traustasyni í Stundinni. Fyrirsögnin var: „Drepfyndnar gamansögur“. Síðan segir m.a. um bókina: „Það leiðist engum lesturinn, hvar svo sem ræturnar liggja. Lesandinn engist á […]



Útgáfuteiti og Siglfirðingakvöld

Laugardagur 26. nóvember 2016

Þann 24. nóvember síðastliðinn var haldið útgáfuteiti vegna bókarinnar Vilji er allt sem þarf – endurminningar séra Vigfúsar Þórs Árnasonar. Fór það fram í Safnaðarheimili Grafarvogskirkju og mættu þangað um 100 manns. Sama dag, eða […]



Útgáfuteiti þ. 24. nóvember 2016

Laugardagur 19. nóvember 2016

Nýlega kom út bókin VILJI ER ALLT SEM ÞARF – endurminningar séra Vigfúsar Þórs Árnasonar, sem Ragnar Ingi Aðalsteinsson hefur skráð. Af því tilefni verður haldið útgáfuteiti í Safnaðarheimili Grafarvogskirkju fimmtudaginn 24. nóvember kl. 17:00. […]



Gústi guðsmaður

Mánudagur 14. nóvember 2016

Það er vert að vekja athygli á því að í endurminningum séra Vigfúsar Þórs Árnasonar, Vilji er allt sem þarf, er fjallað í þó nokkuð löngu máli um Siglfirðinginn Gústa guðsmann. Hann var einsetukarl og […]



Jólabækurnar 2016

Sunnudagur 30. október 2016

Jólabækur Bókaútgáfunnar Hóla eru að koma út um þessar mundir. Bestu barnabrandararnir – meiriháttar, Spurningabókin 2016, Fótboltaspurningarnar 2016, Leynilíf gæludýranna, Öeindirnar, alheimurinn, lífið – og Guð, Sigurðar sögur dýralæknis, Djúpmannatal 1801-2011 og Flugsaga fara í […]



Séra Vigfús Þór sjötugur

Föstudagur 26. febrúar 2016

Þann 6. apríl nk. verður séra Vigfús Þór Árnason sjötugur. Af því tilefni réðust vinir hans og velunnarar í það mikla verk að láta skrifa um hann bók og verður hún hvort tveggja í senn, […]



Jólabækurnar

Laugardagur 7. nóvember 2015

Jólabækurnar frá Bókaútgáfunni Hólum streyma nú út úr prentsmiðjunum og kennir þar ýmissa grasa. Endilega kynnið ykkur úrvalið á heimasíðunni og auðvitað eru margar af eldri bókunum enn fáanlegar, en talsvert hefur verið pantað af […]



Umsögn um Kveikjur

Föstudagur 14. ágúst 2015

Bók séra Bolla, Kveikjur, hefur fengið mjög góða dóma og hér er einn þeirra, eftir Gerði Kristnýju, rithöfund:
„Hefur eitthvað hent þig í lífinu sem á sér engar röklegar skýringar? Er hefnd einhvern tímann réttlætanleg? Þetta […]



Esjan – ljósmyndasamkeppni

Fimmtudagur 16. apríl 2015

Ferðafélag Íslands stendur fyrir ljósmyndasamkeppni  vegna fyrirhugaðrar útgáfu á gönguleiðabók um Esju sem Bókaútgáfan Hólar gefur út.
Esjan er vinsælasta útivistarsvæði landsins og þar stunda tugþúsundir manna gönguferðir og útiveru ár hvert.
Leitað er eftir  Esjumyndum af […]



Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku – Örnefni í Mjóafirði

Sunnudagur 27. júlí 2014

Þann 20. september næstkomandi  hefði Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku í Mjóafirði orðið 100 ára.  Af því tilefni kemur út hjá Bókaútgáfunni Hólum vandað rit eftir hann, Örnefni í Mjóafirði.  Þar verður að finna á 320 […]



Vilhjálmur fallinn frá

Mánudagur 14. júlí 2014

Vilhjálmur Hjálmarsson lést í morgun á Brekku í Mjóafirði.  Hann hefði orðið 100 ára þann 20. september næstkomandi og stóð til að bókin Örnefni í Mjóafirði eftir hann sjálfan yrði afmælisrit hans.  Reyndar hafði Vilhjálmur […]



Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku 100 ára

Föstudagur 11. júlí 2014

Þann 20. september næstkomandi verður Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku í Mjóafirði 100 ára.  Af því tilefni kemur út hjá Bókaútgáfunni Hólum vandað afmælisrit eftir afmælisbarnið sjálft, Örnefni í Mjóafirði.  Þar verður að finna á 320 […]



Sigurður dýralæknir – afmælisrit

Fimmtudagur 10. apríl 2014

Vísindamaðurinn, sagnamaðurinn og gleðimaðurinn, í góðri merkingu þess orðs, Sigurður Sigurðarson, dýralæknir frá Keldum, verður 75 ára þann 2. október næstkomandi.  Af því tilefni kemur út hjá Bókaútgáfunni Hólum seinni bindið af æviminningum Sigurðar og […]



Spurningabókin 2014

Föstudagur 21. febrúar 2014

Jæja, þá vorum við feðgarnir, ég og Bjarni Þór, að klára handritið að Spurningabókinni 2014 sem kemur út fyrir næstu jól.  Hér á eftir eru nokkrar spurningar sem þið getið spreytt ykkur á, en svörin […]



Jólakveðja!

Mánudagur 23. desember 2013

Bókaútgáfan Hólar þakkar öllum þeim sem komið hafa nálægt útgáfunni á einn eða annan hátt gleðilegra jóla og þakkar fyrir samstarfið á liðinu ári.  Þá sendir útgáfan einnig kærar jólakveðjur til þeirra fjölmörgu sem keypt […]



Fangelsuð af Ísraelsmönnum!

Sunnudagur 24. nóvember 2013

Á facebook-síðu Bókaútgáfunnar Hóla geturðu lesið einn kafla úr hinni mögnuðu bók Von – saga Amal Tamimi. Kaflinn fjallar um það þegar hún var handtekin af Ísraelsmönnum.  Endilega lesið.



Gullin ský – 1. prentun uppseld!

Sunnudagur 24. nóvember 2013

1. prentun af bókinni Gullin ský – ævisaga Helenu Eyjólfsdóttur er uppseld.  2. prentun væntanleg.  Þökkum frábærar viðtökur á þessari yndislegu bók.



Útgáfuteiti

Þriðjudagur 19. nóvember 2013

Næsta fimmtudag, þann 21. nóv., klukkan 17:00 verður lesið upp úr bókinni HÚMÖR Í HAFNARFIRÐI í Eymundsson-búðinni við Strandgötu.  Þar mun höfundurinn, Ingvar Viktorsson, fara á kostum eins og honum einum er lagið og fleiri […]



Afmæli á Grund

Fimmtudagur 7. nóvember 2013

Grund fagnaði 91. árs afmæli fyrir stuttu af var Helena Eyjólfsdóttir sótt norður til Akureyrar til að skemmta vistmönnum, starfsmönnum og gestum Grundar af því tilefni.  Á eftirfarandi slóð má sjá brot úr veislunni (ath. […]



Stuð í Súlnasalnum

Þriðjudagur 5. nóvember 2013

Gullin ský er heiti á ævisögu söngkonunnar vinsælu, Helenu Eyjólfsdóttur.  Í tilefni af útkomu hennar mun Helena á laugardagskvöldið næstkomandi stíg á svið ásamt stórhljómsveit í Súlnasal Hótel Sögu og rifja þar upp glæstan söngferil […]



Ótrúlegt en satt!

Fimmtudagur 31. október 2013

Það er erfitt að trúa því, en þar sem kirkjubækur á Jökuldal ljúga ekki þá liggur það ljóst fyrir að hagyrðingurinn og kennarinn, Ragnar Ingi Aðalsteinsson frá Vaðbrekku, verður sjötugur þann 15. janúar næstkomandi.  Af […]



Einn léttur!

Föstudagur 25. október 2013

Vitringarnir þrír komu inn í fjárhús þar sem María og Jósef stóðu yfir jötunni þar sem nýfætt barn þeirra lá í reifum. Einn vitringanna var frekar hár í loftinu og var svo óheppinn að reka […]



Gullin ský – ævisaga Helenu Eyjólfsdóttur

Föstudagur 25. október 2013

Í tilefni af útkomu æviminninga sinna heldur Helena Eyjólfsdóttir ferilstónleika á Græna hattinum á Akureyri næstkomandi laugardagskvöld.  Hún endurtekur svo leikinn syðra í Súlnasal Hótel Sögu þann 9. nóvember. Allir aðdáendur íslenskrar dægurtónlistar láta að […]



Villi á Brekku er engum líkur

Miðvikudagur 23. október 2013

Á morgun, fimmtudaginn 24. október, kemur úr prentsmiðju bókin Allt upp á borðið, eftir Vilhjálm Hjálmarsson á Brekku í Mjóafirði.  Hann er 99 ára að aldri og allra Íslendinga elstur til að senda frá sér […]



Sir Alex – heillaóskalisti

Sunnudagur 15. september 2013

Í byrjun nóvember kemur út bókin SIR ALEX – hinn magnaði Ferguson-tími hjá Manchester United 1986-2013.  Í henni er rakin saga þessa stórkostlega kafla í sögu félagsins og farið ofan í saumana á býsna mörgu […]



Einn fimmaura!

Miðvikudagur 29. maí 2013

-Veistu hvað Magnús gamli gerði þegar hann missti konuna sína?
-Nei.
-Hann tók hana upp aftur.



Metsölubók!

Fimmtudagur 31. janúar 2013

Það er gaman að segja frá því að bók Sigga á Háeyri um gosið í Heimaey, Undir hraun, varð í efsta sæti á vinsældarlista Eymundsson-búðanna yfir seldar bækur á tímabilinu 22.01.-29.01.  Sannarlega glæsilegt, en viðtökur […]



Jólakveðja

Mánudagur 24. desember 2012

Bókaútgáfan Hólar óskar samstarfsaðilum sínum sem og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs og þakkar fyrir frábærar viðtökur á þeim bókum sem hún gaf út á árinu sem er að líða.



Kynningarmyndband og upplestur úr Návígi á norðurslóðum

Laugardagur 8. desember 2012

Á eftirfarandi slóð er hægt að horfa og hlusta á Magnús Þór Hafsteinsson kynna bók sína Návígi á norðurslóðum: https://vimeo.com/55041316 Þarna má finna magnaðar myndaklippur.  Þá er hægt að hlusta á Magnús Þór lesa upp […]



Endurprentanir!

Fimmtudagur 6. desember 2012

Þrír af titlum Bókaútgáfunnar Hóla hafa verið endurprentaðir eða eru á leið í endurprentun.  Glettur og gamanmál, eftir Villa á Brekku, er komin í 2. prentun og rýkur út og sama má segja um bók […]



Vinningshafi!

Sunnudagur 18. nóvember 2012

Vinningshafinn í spurningaleiknum um það frá hverjum séra Pétur Þorsteinsson hafi fengið lánað hárgreiðslurnar sem prýða prestinn framan á nýjustu bók hans, Pétrísk-íslensk orðabók, er Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir, Stóru-Mörk 3, 861 Hvolsvelli og fær hún […]



Hver á hárið?

Laugardagur 6. október 2012

Framan á nýjustu bók séra Péturs Þorsteinssonar, Pétrísk-íslensk orðabók með alfræðiívafi, eru nokkrar myndir af klerkinum og skartar hann mismunandi lánshári, ef svo má segja, á hverri þeirra.  Nú geta menn unnið sér inn eintak […]



Jólabókaflóðið

Laugardagur 29. september 2012

Jólabókaflóð Bókaútgáfunnar Hóla er hafið.  Hver titillinn af öðrum streymir nú út úr prentvélunum: bráðskemmtilegt vísnakver Hjálmars læknis Freysteinssonar, Lán í óláni, fræðandi og ekki síður skemmtilega bók eftir Pál Jónasson, Vísnaþrautir, Glettur og gamanmál […]



Af hverju?

Mánudagur 27. ágúst 2012

Af hverju…
… er aldrei á tali þegar maður hringir í rangt númer?
… er fólk með athyglisbrest alltaf látið taka á móti pöntunum á TAKE AWAY stöðum?
… virka pikköpplínur bara á ljótar stelpur?
… fékk Íslendingurinn sem […]



Íslandsmet!

Fimmtudagur 26. júlí 2012

Ein af jólabókum Hóla þetta árið verður Glettur og gamanmál eftir Vilhjálm Hjálmarsson á Brekku í Mjóafirði.  Próförkin af henni er tilbúin og prentun framundan.  Bókin inniheldur gamansögur og vafalítið falla þær víða í góðan […]



Einn léttur!

Mánudagur 21. maí 2012

Morguninn eftir brúðkaupsnóttina fór eiginmaðurinn hljóðlega á fætur, læddist niður í eldhús og bjó til frábæran morgunverð sem hann færði konu sinni. Hún varð himinlifandi.
„Tókstu eftir því sem ég gerði fyrir þig?“ spurði maðurinn.
„Hverju smáatriði,“ […]



Bjarni E. Guðleifsson sjötugur

Þriðjudagur 8. maí 2012

Þótt ótrúlegt megi virðast verður Bjarni E. Guðleifsson, náttúrufræðingur og fjallgöngugarpur á Möðruvöllum, sjötugur  þann 21.  júní næstkomandi.  Hann hefur lengst af unnið sem sérfræðingur hjá Rannsóknarstofnun landbúnaðarins (RALA), en síðustu árin hefur hann gegnt […]



Einn léttur í sumarbyrjun

Fimmtudagur 19. apríl 2012

Þrír ungir piltar fengu lélegar einkunnir í kynfræðslu. Jói fékk D+, Gummi D- og Nonni fékk F.
„Einn daginn fær tíkin sko að finna fyrir því,“ sagði Jói bálreiður og var að tala um Guðríði kennslukonu.
„Já, […]



Einn góður!

Þriðjudagur 10. apríl 2012

Unga móðirin var hjá geðlækninum.
„Þú hefur allt of miklar áhyggjur af barninu þínu,“ sagði hann. „Ég ætla að skrifa upp á róandi lyf sem þú þarft að taka tvisvar á dag. Komdu svo til mín […]



Handknattleikssagan

Mánudagur 2. apríl 2012

Með vorinu kemur út mikið glæsiverk, Handknattleiksbókin, eftir Steinar J. Lúðvíksson.  Þar er rakin er saga  handknattleiksíþróttarinnar á Íslandi allt frá því að hún nam hér land upp úr 1920 og fram til ársins 2011. […]



Dauðinn í Dumbshafi-kilja

Þriðjudagur 13. mars 2012

Dauðinn í Dumbshafi, eftir Magnús Þór Hafsteinsson, gerir það ekki endasleppt og hafa frábærir dómar og glæsilegt innslag í Kiljunni sitt að segja.  Nú er harðspjaldaútgáfan uppseld og því er bókin væntanleg í kilju í […]



Á tímum nauðsynlegrar hreyfingar!

Þriðjudagur 6. mars 2012

Læknirinn minn sagði mér að byrja á líkamsræktaræfingum – smátt og smátt.  Átakið hjá mér hófst í dag, þá keyrði ég framhjá búð sem selur íþróttafatnað.



Einn góður!

Föstudagur 2. mars 2012

Unga fallega kennslukonan hafði áhyggjur af 11 ára nemanda sínum. Hún dró hann afsíðis einn daginn og sagði við hann:
„Viktor minn, ég hef tekið eftir því að þér gengur illa í skólanum þessa dagana. Viltu […]



Einn léttur!

Fimmtudagur 23. febrúar 2012

Stundum þegar þú grætur sér engin tár þín.
Stundum þegar þú hefur áhyggjur tekur enginn eftir vanlíðan þinni.
Stundum þegar þú ert að springa úr hamingju sér þig enginn brosa.
En ef þú prumpar …



Bókamarkaðurinn

Fimmtudagur 23. febrúar 2012

Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda hefst í Perlunni á morgun, föstudaginn 25. febrúar, og verður á fullu dampi alveg fram yfir þriðju helgi héðan í frá.  Þarna er hægt að gera feikilega góð kaup, m.a. eru […]



Dauðinn í Dumbshafi á Kiljunni

Fimmtudagur 26. janúar 2012

DAUÐINN Í DUMBSHAFI var til umfjöllunar í Kiljunni í gær og fóru Kolbrún Bergþórsdóttir og Páll Baldvin Baldvinsson mjög lofsamlegum orðum um bókina sem þess utan hefur fengið frábærar viðtökur og rokseldist fyrir jólin.  Þeir […]



Gleðileg jól

Föstudagur 23. desember 2011

Ágæta bókafólk og aðrir landsmenn.
Bókaútgáfan Hólar þakkar fyrir frábærar viðtökur á bókum sínum þessi jólin og óskar öllum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Læt svo fylgja með smáskop úr Bylgjufréttunum í […]



Hólabækurnar renna út

Föstudagur 9. desember 2011

Það er gaman að segja frá því að bækurnar frá Bókaútgáfunni Hólum renna út þessa dagana.  Nýjasta afkvæmið, Dauðinn í Dumbshafi, selst grimmt og 1. prentun er uppseld (2. prentun á leiðinni).  Skagfirskar skemmtisögur stoppa […]



Dauðinn í Dumbshafi

Fimmtudagur 1. desember 2011

Þá er hún loksins komin út: Dauðinn í Dumbshafi, eftir Magnús Þór Hafsteinsson – mögnuð bók um skipalestirnar sem fóru frá Hvalfirði til Rússlands í seinni heimsstyrjöldinni með vopn, vistir, lyf og sitthvað fleira handa […]



Útgáfuteiti

Fimmtudagur 1. desember 2011

Útgáfuteiti vegna útkomu bókarinnar Sigurður dýralæknir verður haldið í Eymundsson á Skólavörðustíg kl. 17 á morgun, föstudaginn 2. desember.  Þarna verður vafalítið mikið fjör, Sigurður mun fara á kostum eins og hans er von og […]



Upplestur Sigurðar dýralæknis

Laugardagur 26. nóvember 2011

Þeir sem vilja hlusta á Sigurð Sigurðarson lesa upp kafla úr ævisögu sinni, Sigurður dýralæknir, geta farið inn á þessa slóð:
http://www.hljod.blog.is/blog/hljod/entry/1206739/



Útgáfuteiti

Fimmtudagur 24. nóvember 2011

Föstudaginn 25. nóvember verður haldið útgáfuteiti í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi vegna útgáfu fyrra bindinu af ævisögu Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis frá Keldum á Rangárvöllum sem ber einfaldlega heitið Sigurður dýralæknir.  Teitið hefst klukkan 17 og […]



Elfríð

Mánudagur 14. nóvember 2011

Ein af útgáfubókum Hóla þetta árið er Elfríð – ævisaga Elfríðar Pálsdóttur sem fæddist í Þýskalandi og ólst þar upp á stríðsárunum.  Margar magnaðar frásagnir eru í bókinni og hér er ein þeirra, lítillega stytt:
Einhverju […]



Skagfirskar skemmtisögur

Föstudagur 11. nóvember 2011

Ein af jólabókum Bókaútgáfunnar Hóla í ár er Skagfirskar skemmtisögur sem Björn Jóhann Björnsson hefur tekið saman.  Eftirfarandi sögur eru úr henni:
Kaupmaðurinn Bjarni Har. hefur löngum bjargað bæjarbúum og ferðamönnum um brýnustu nauðsynjar og verið […]



Sögur af Villa Þór

Föstudagur 21. október 2011

Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson – Villi rakari – var jarðsettur í dag.  Hann var mikill húmoristi og í bókinni Íslenskar gamansögur 2 er að finna nokkrar sögur sem ættaðar eru frá honum.  Hér koma tvær þeirra:
Sæmundur […]



Villi Þór látinn

Miðvikudagur 12. október 2011

Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, hársnyrtir, er látinn 58 ára að aldri.  Villi Þór var einn af þessum persónuleikum sem auðga mannlífið; hann var iðulega kátur og hress og með gamanyrði á vörum, þótt hann hefði mátt […]



Smágrín

Mánudagur 10. október 2011

Maður bauð dömu í bíó um daginn, Hangover part 2 í Smárabíói. Hann sótti hana eins og herramanni sæmir, opnaði hurðina fyrir henni og hún sest inn. Þau leggja af stað en þá snýr hún […]



Fótboltaspilið

Föstudagur 9. september 2011

Mig langar til að vekja athygli ykkar á nýju spili sem kemur út um mánaðarmótin.  Það heitir FÓTBOLTASPILIÐ og er eftir knattspyrnuspekinginn Guðjón Inga Eiríksson.  Það inniheldur 1800 fótboltaspurningar í sex flokkum, en þeir eru: […]



Einn léttur!

Föstudagur 9. september 2011

-Ég ætla að skrifa upp á pillur fyrir þig, sagði læknirinn við offitusjúklinginn. -Þú átt ekki að taka þær inn.  Fleygðu þeim bara í gólfið tvisvar á dag og taktu þær upp, eina í einu.



Einn stuttur – en góður!

Föstudagur 29. júlí 2011

Fjórir menn á níræðisaldri voru að leika golf. Einn þeirra kvartaði yfir því að hæðirnar væru of háar, annar að sandgryfjurnar væru of djúpar og sá þriðji sagði að of langt væri á milli holanna.
„Þegið […]



Einn góður!

Miðvikudagur 20. júlí 2011

Prentarinn bilaði og Kalli fór með hann í viðgerð á tölvuverkstæðið. Í ljós kom að það þurfti að hreinsa gripinn og það  kostaði 5.000 krónur. Vingjarnlegur viðgerðarmaður benti Kalla á að ef hann læsi vel […]



Engeyjarætt – útgáfuhátíð

Mánudagur 27. júní 2011

Mánudaginn 4. júlí verður haldin samkoma í Safnaðarheimili Neskirkju vegna útgáfu á Engeyjarætt.  Mikið verk er nú loksins komið á bók og þarna geta áskrifendur nálgast sitt eintak og einnig verður ritið selt þar á […]



Engeyjarætt

Miðvikudagur 1. júní 2011

Síðari hluta júnímánaðar kemur út hjá Bókaútgáfunni Hólum mikið rit og voldugt, sjálf Engeyjarættin.  Í ritinu er rakið niðjatal hjónanna Péturs Guðmundssonar og Ólafar Snorradóttur og má með sanni segja þetta sé í fyrsta sinn […]



Einn léttur!

Fimmtudagur 5. maí 2011

Guðrún var reiðari en nokkru sinni fyrr.
„Þú ert fífl,“ sagði hún við mann sinn. „Þú hefur alltaf verið fífl og verður alltaf fífl. Ef það væri haldin keppni um það hver væri mesta fíflið myndir […]



Einn í tilefni af sumarkomunni!

Þriðjudagur 26. apríl 2011

Fjóla var að leita sér að flottum sportbíl og fór á bílasöluna. Hún gekk á milli Rollsa og Benza og þegar hún sá guðdómlegan Lexus staðnæmdist hún og strauk yfir hann með hendinni. Um leið […]



Gleðilegt sumar!

Fimmtudagur 21. apríl 2011

Bókaútgáfan Hólar óskar öllum gleðilegs sumars og reyndar einnig gleðilegra páska, því örstutt er í þá.  Og af því að nú er gaman, þá flýtur hér einn laufléttur með:
Ibn Saud ben Alekh var virtur og […]



Ný bók!

Mánudagur 18. apríl 2011

Bókaútgáfan Hólar er þessa stundina að fá í hús glænýja bók eftir Arnþór Gunnarsson, sagnfræðing frá Hornafirði.  Bókin heitir Á afskekktum stað og inniheldur frásagnir sex Austur-Skaftfellinga sem segja má að ferðist með okkur í […]



Einn góður!

Sunnudagur 27. mars 2011

Jæja, elskurnar mínar.  Ég hef stundum laumað gamansögu á þessa síðu og vonandi hefur það mælst vel fyrir.  Hér er ein í safnið:
Unga móðirin var hjá geðlækninum.
„Þú hefur allt of miklar áhyggjur af barninu þínu,“ […]



Séra Jón Bjarman látinn

Sunnudagur 20. mars 2011

Séra Jón Bjarman, fanga- og síðar sjúkrahúsprestur, lést 17. mars sl., 78 ára að aldri.  Ævisaga hans, Af föngum og frjálsum mönnum, kom út hjá Bókaútgáfunni Hólum árið 1999 og var fyrsta ævisagan […]



Einn bráðsmellinn

Mánudagur 21. febrúar 2011

Þrír ungir piltar fengu lélegar einkunnir í kynfræðslu. Jói fékk D+, Gummi D- og Nonni fékk F.
„Einn daginn fær tíkin sko að finna fyrir því,“ sagði Jói bálreiður og var að tala um Guðríði kennslukonu.
„Já, […]



Einn góður!

Sunnudagur 20. febrúar 2011

Flugvél hóf sig til lofts frá Akureyrarflugvelli. Þegar vélin var komin upp í rétta flughæð heyrðist í flugstjóranum:
„Ágætu farþegar. Þetta er flugstjórinn sem talar. Velkomin um borð, ég vona að ferðin til Reykjavíkur verði þægileg. […]



Áhugaverð ævisaga Elfríðar

Miðvikudagur 26. janúar 2011

Ein af næstu jólabókum Bókaútgáfunnar Hóla verður ævisaga Elfríðar Idu Emmu Pálsdóttur sem fædd er í Þýskalandi árið 1930. Hún kynntist hörmungum stríðsáranna 1939 – 1945, en hún missti foreldra sína, þrjá bræður, skyldmenni og […]



Eldra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is