07/01/2021 Saga Ljósmæðrafélags Íslands og ljósmæðratal (#)
Gleðilegt ár!
Fyrsta bók ársins hjá Bókaútgáfunni Hólum er komin út. Um er að ræða bókina Ljósmæðrafélag Íslands í 100 ár, sem bæði er saga þess og ljósmæðratal frá 1984-2019, en áður var komið út stéttartal ljósmæðra fyrir árin fram að 1983.
Ágætu Íslendingar! Bókaútgáfan Hólar sendir landsmönnum öllum hugheilar jóla- og nýjárskveðjur og þakkar fyrir samstarfið - og góðar viðtökur Hólabóka - á árinu sem er að líða. Munum að ganga hægt um gleðinnar dyr að þessu sinni því nú er það "jákvætt að vera neikvæður!". Lifið heil!
Jæja, þá eru allar Hólabækur ársins komnar út og fást í öllum bókaverslunum og víða í stórmörkuðum. Einnig má alltaf panta þær hjá bókaútgáfunni sjálfri í netfanginu holar@holabok.is
Nú þegar nýtt ár er gengið í garð höfum við flest sett okkur nýjar stefnur og markmið sem munu hjálpa okkur við að halda ótrauð inn í nýjan áratug. Fyrir mörg okkar er erfitt að halda í við þau enda eru væntingarnar oftar en ekki úr takti við raunveruleikann, en Bókaútgáfan Hólar fann hinn gullna meðalveg með alheimsútgáfu á bókinni, VEGAN-ELDHÚS GRÆNKERANS, eftir þær Rose Glover og Laura Nickoll.
Nú í janúar, mánuðinum sem er orðinn betur þekktur undir heitinu Veganúar, er fátt betra en að ná sér í eintak af umræddri bók og kynna sér grænkera-lífstílinn og hvað hann getur gert til þess að efla bæði heilsu og hamingju.
Í bókinni VEGAN-ELDHÚS GRÆNKERANS er farið yfir þau lífsnauðsynlegu efni sem er að finna í jurtaríkinu sem eiga ávallt að vera partur af mataræðinu og sömuleiðis er kynnt fyrir okkur hvaða áhrif þau hafa. Einnig má þar finna girnilegar uppskriftir og sniðug fróðleikskorn sem allir geta nýtt sér í matargerð sinni.
Bókaútgáfan Hólar óskar öllum landsmönnum gleðilegra jóla og spillingalauss komandi árs! Kærar þakkir fyrir frábærar viðtökur á bókum okkar á árinu sem senn er að líða. Vonandi njótið þið þeirra um hátíðarnar og lengi þar á eftir.