Nýjasta útgáfa Hóla



Spurningabókin 2021 – Hvað hafa kanínur margar framtennur?

Spurningabókin 2021Hvaða ávöxtur er einkennismerki tölvurisans Macintosh? Í hvaða sjónvarpsþætti, haustið 2020, fengu áhorfendur að kynnast Bjössa sax? Hverrar þjóðar er knattspyrnumaðurinn Robert Lewandowski? Hvað fær fólk úr kókómjólk ef marka má auglýsinguna?

Þessar spurningar og fjölmargar aðrar eru í þessari stórskemmtilegu bók sem ætti að vera til á hverju heimili, í hverjum skóla og þess vegna bara alls staðar.

Leiðbeinandi verð: 1.690-.

Útgáfuár: 2021

Brandarar, gátur og þrautir

Brandarar, gátur og þrautirBrandarar, gátur og þrautir er bók fyrir fólk á öllum aldri og hentar bæði einstaklingum og hópum hvar og hvenær sem er. Brandararnir eru sprenghlægilegir, gáturnar leyna á sér og þrautirnar eru bæði þrælþungar og laufléttar. Tvímælalaust „ferðalagabókin“ 2021!

Leiðbeinandi verð: 1.690-.

Útgáfuár: 2021

Ljósmæðrafélag Íslands í 100 ár

Ljosmaedur

Ljósmæðrafélag Íslands var stofnað árið 1919. Í þessari bók er saga félagsins rakin í máli og myndum allt frá þeim tíma til okkar daga. Þá er hér einnig að finna ljósmæðratal fyrir útskrifaðar ljósmæður á árunum 1984-2019, auk nokkurra sem útskrifuðust fyrr, en áður var komið út stéttartal ljósmæðra og náði það fram til útskriftar 1983.

Leiðbeinandi verð: 14.980-.

Útgáfuár: 2021

Íslensku fuglarnir og þjóðtrúin

Íslensku fuglarnirÍ þessari bók, sem er afrakstur 25 ára heimildasöfnunar, eru teknir til skoðunar allir íslenskir, reglubundnir varpfuglar, í hérlendri og erlendri þjóðtrú. Auk þess eru birt ljóð og annað forvitnilegt efni sem þeim tengist, að ógleymdum ríflega 1000 alþýðuheitum. Jafnframt er hérað finna vel á þriðja hundrað mynda, sem og útbreiðslukort hverrar tegundar fyrir sig.

• Íslensk þjóðtrú hefur ýmislegt af keldusvíninu að segja. Vegna undarlegra hátta sinna var það talið mikil furðuskepna, jafnvel yfirnáttúruleg, hálfur ormur og í beinu sambandi við þann í neðra. Þess vegna sóttust galdramenn líka mjög eftir að komast í tæri við það og nota við kukl sitt.

• Á Horni í Sléttuhreppi boðaði það rigningu, ef lómurinn stóð á öðrum fæti og skrækti.

• Þegar haftyrðillinn var að finnast rekinn á land í stórum hópum áður fyrr, ímynduðu menn
sér að þetta væri undrafyglið halkíon, en samkvæmt grískum sögnum átti það að vera með
hreiður sitt úti á rúmsjó.

• Jónas Jónasson frá Hrafnagili nefnir forn ráð við gulu. Eitt var það að hræra arnarheila út í
þremur mörkum af víni og drekka svo. Annað, að drekka vatn af arnarkló og „pissa strax í
eld“.

• Í Heklu átti að vera bústaður hrafna með glóandi klær og nef úr járni.

• Vegna smæðar, litar og atferlis, eða með öðrum orðum vegna þess hversu jarðbundinn hann
er og gjarn á að skjótast í felur í holum og gjótum eða þéttu kjarri, í stað þess að bjarga sér á
flugi, var músarrindillinn löngum talinn skyldari mús en fugli.

Leiðbeinandi verð: 12.980-.

Útgáfuár: 2020

Látra-Björg

Látra-BjörgLátra-Björg (1716-1784), kraftaskáld, sjómaður, flökkukona – goðsögn í lifanda lífi og ráðgáta eftir að hún lést á vergangi í Móðuharðindunum. Samtíðarmenn hennar óttuðust hana. Með kvæðum sínum var hún sögð geta flutt til fjöll, laðað að sér fisk og deytt menn eða fært þeim gæfu.

Í þessari bók eru saman komin öll helstu kvæði Látra-Bjargar og um leið skýringar Helga Jónssonar frá Þverá í Dalsmynni og samantekt hans á æviferli hennar, en Helgi var einhver dularfyllsti rithöfundur Íslandssögunnar.

Í sérstökum viðauka er svo að finna Látrabréfið sem líkur eru á að sé eini varðveitti prósatextinn eftir Látra-Björgu, einhver kynngimagnaðasti orðagaldur sem um getur, sagður hafa fundist á skemmuvegg á Látrum árið 1740.

Leiðbeinandi verð: 5.780-.

Útgáfuár: 2020

Fimmaurabrandarar 2

Fimmaurabandarar 2Getur feitt fólk fylgst grannt með fréttum?

Laddi er – án gríns – ekkert fyndinn.

Ég keypti klósettbursta fyrir viku síðan … en er nú búinn að skipta aftur yfir í klósettpappír.

Ég var á leiðinni í búðina, svo konan bað mig um að setja tómatsósu á innkaupalistann … og nú get ég ekki lesið neitt á honum,.

Hvað kallast lúsmý sem treðst framfyrir? Skjúsmý!

Í hvers konar fötum gengur starfsfólk Sorpu? Í ruslafötum.

Þetta og margt fleira í þessari bráðskemmtilegu bók sem gleður hvert einasta mannshjarta.

Leiðbeinandi verð: 2.380-.

Útgáfuár: 2020

Málörvun – Að læra málið strik fyrir strik

malorvun_kapa.inddHér er á ferðinni stórskemmtilegt teikniverkefni sem hentar vel inn á öll skólastig og þjálfar orðaforða, hlustun, rökhugsun, nákvæmni og fleira til. Það byggir á því að kennari og nemandi/nemendur teikna saman, kennari þó alltaf á undan. Hver mynd er brotin niður í frumeiningar og kennarinn útskýrir á einfaldan en skýran hátt hlutverk eininganna ásamt því að leita jafnframt eftir rökfræðilegum ályktunum. Segja má að bókin henti til kennslu elstu börnum á leikskóla og þeim yngstu í grunnskóla, auk þess nemendum með ýmis frávik, s.s. einstaklingum með heyrnarskerðingu, þroskahömlun, tal- og málþroskaröskun, einhverfu, ofvirkni, athyglisbrest og/eða einbeitingarskort og tvítyngi. Bókin hefur verið tilraunakennd af grunn- og leikskólakennurum, einnig af þroskaþjálfa, og mælist afar vel fyrir. Umsagnir þeirra er m.a. að finna í bókinni.

Rétt er að taka fram að bókin er gormuð og eykur það notagildi hennar til muna. Hún er í A-4 broti og 220 blaðsíður að lengd.

Leiðbeinandi verð: 8.480-.

Útgáfuár: 2020

140 vísnagátur

140_visnagatur_kapa.inddPáll Jónasson frá Hlíð á Langanesi hefur getið sér gott orð sem vísna-þrauta-smiður og er þetta þriðja bók hans í þannig dúr. Í hverri vísu leynist lausnarorð og það er frábær skemmtun og heilaleikfimi að finna út hvert það er. Þessi bók hentar öllum og alls staðar.

Leiðbeinandi verð: 2.980-.

Útgáfuár: 2020

Spurningabókin 2020

kapa_spurn_20.inddHvað ætlar glaðasti hundur í heimi, sem Friðrik Dór syngur um, að gera við beinið sem lífið henti í hann? Hvað eru margir reitir á bingóspjaldi? Hvert er íslenska heitið yfir Halloween? Hvaða náttúrufyrirbrigði er stundum kallað „bláa gullið“? Hvaða dýr er svarta ekkjan?

Þetta og margt fleira til i þessari bráðskemmtilegu bók sem ætti að vera til á öllum heimilum.

Leiðbeinandi verð: 1.690-.

Útgáfuár: 2020

Fótboltaspurningar 2020

kapa_fotboltaspurn_20.inddMeð hvaða liði lék Skotinn Steven Lennon fyrst eftir að hann kom hingað til lands? Frá hvaða liði keypti Manchester United spænska markvörðinn David de Gea? Hver af eftirtöldum frönskum landsliðsmönnum ljá’ði Superman rödd sína í frönsku útgáfunni af Lego Batman: Paul Pogba, Hugo Lloris eða Antoine Griezman? Hvaða leikmaður Bandaríkjanna, sem varð heimsmeistari kvenna 2019, var kosin Knattspyrnukona ársins þetta sama ár af Alþjóðaknattspyrnusambandinu? Hverrar þjóðar er Divock Origi? Hvaða knattspyrnulið leikur heimaleiki sína á Norðurálsvellinum?

Þetta og margt fleira í þessari bráðskemmtilegu bók sem allir knattspyrnuáhugamenn verða að spreyta sig á.

Leiðbeinandi verð: 1.690-.

Útgáfuár: 2020
Eldra Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is