Sir Alex – heillaóskalisti

Í byrjun nóvember kemur út bókin SIR ALEX – hinn magnaði Ferguson-tími hjá Manchester United 1986-2013.  Í henni er rakin saga þessa stórkostlega kafla í sögu félagsins og farið ofan í saumana á býsna mörgu sem þá gerðist.

Aftast í bókinni verður Heillaóskaskrá (List of Honour) – til heiðurs Sir Alex Ferguson.  Þar geta stuðningsmen Manchester United á Íslandi og aðrir knattspyrnuáhugamenn fengið nafnið sitt skráð gegn því að gerast áskrifendur að bókinni.  Bókin, vonandi með fjölmörgum nöfnum, verður síðan afhent Sir Alex Ferguson.  Verð bókarinnar verður 5.980- og hægt er að gerast áskrifandi (áskriftina þarf að greiða fyrirfram) að henni í netfanginu holar@holabok.is

Höfundur bókarinnar er Guðjón Ingi Eiríksson en hann hefur skrifað fjölmargar vinsælar knattspyrnubækur og er auk þess höfundur hins bráðskemmtilega Fótboltaspils.

Sunnudagur 15. september 2013
Efnisflokkun: Fréttir og tilkynningar

Panta

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is