Skagfirskar skemmtisögur 2 – Meira fjör!

skagfirskar2 kapa-higres

Skagfirskar skemmtisögur fóru á metsölulista bókaverslana fyrir síðustu jól og fengu ekki aðeins frábærar viðtökur í Skagafirði heldur um land allt. Skemmtisögurnar er víða að finna í Skagafirði og nú koma yfir 200 til viðbótar sem Björn Jóhann Björnsson, Skagfirðingur og blaðamaður á Morgunblaðinu, tók saman öðru sinni.

Hér er húmoristum frá Hofsósi og nærsveitum gerð mjög góð skil, sem og Króksurum, Lýtingum og Blöndhlíðingum, auk fleiri sagna af klerkum í Skagafirði. Nýjum og stórskemmtilegum persónum bregður fyrir, lifandi sem gengnum, eins og Jóhönnu Sigríði Sigurðardóttur, fv. prestsfrú á Miklabæ og móður Péturs Jóhanns Sigfússonar grínista. Einnig koma aftur við sögu kunnir kappar á borð við Álftagerðisbræður, séra Hjálmar Jónsson, Gísla Einarsson sjónvarpsmann, Guttorm Óskarsson framsóknarmann, Friðrik bónda á Svaðastöðum og Hvata á Stöðinni.

Í bókinni eru meðal annars sögur af því þegar…

… lundalúsin í Drangey skreið upp fótleggi Karls biskups.

… Óskar frá Álftagerði borgaði kennaranum mismuninn á bókfærsluprófinu.

… Gísli Einarsson mætti alblóðugur á kaupfélagsfund á Króknum.

… húsmóðir á Króknum bannaði Gísla Halldórssyni leikara að syngja Hamraborgina.

… Guttormur árið 1973 sá Ólaf Ragnar Grímsson fyrir sér sem framtíðarmann í stjórnmálum.

… Pétur Jóhann bað móður sína að kyssa sig í miðri messu í Miklabæjarkirkju.

… afi og alnafni Jónasar ritstjóra vildi láta Skagfirðinga hafa hægðir minnst þrisvar á dag.

… skipverjar á Drangeynni flugu til Grímseyjar eftir blandinu.

… danski apótekarinn Ole Bang var beðinn að skila handritunum heim.

… Kristmundur á Sjávarborg fagnaði of snemma andláti Enid Blyton.

… Erling Örn kaupmaður fór í kvöldskóla og vildi bæta þýðingar Helga Hálfdánar á Shakespeare.

Leiðbeinandi verð: 2.980-.

Útgáfuár: 2012
Efnisflokkun: Bækur, Bækur, Gamansögur

Panta

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is