Útgáfuteiti vegna Milli mjalta og messu

Fimmtudaginn 29. nóvember sl. hittust þau sem komu að bókinni Milli mjalta og messu, ásaættingjum sínum,  og gerðu sér glaðan dag í hinu glæsilega Safnaðarheimili Fríkirkjunnar í tilefni af útkomu bókarinnar.  Því miður komust ekki nema tvö af þeim sem þar segja sögu sína, Erla Jóhannsdóttir og Skúli Lórenzson, en tveir voru erlendis, Unnur Berglind (sem býr í Suður-Afríku) og séra Hjörtur Magni Jóhannsson.  Þá var Ragnar Axelsson vant við látinn.

13370_1172817792870_1000793556_30469400_1411385_n

Þarna var mikið fjör og hér á meðfylgjandi mynd má sjá Erlu ásamt Boga manni sínum, nokkrum börnum og barnabörnum og svo auðvitað skrásetjara bókarinnar, Önnu Kristine Magnúsdóttur, sem að sjálfsögðu fór á kostum í töluðum orðum eins og hennar er von og vísa.  Ef hún finnur ekki réttu orðin, hvar og hvenær sem er, hver gerir það þá.

Mánudagur 2. nóvember 2009
Efnisflokkun: Fréttir og tilkynningar

Panta

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is