Vinningshafi í þriðju spurningalotu Hóla

Sigurvegari í þriðju spurningalotu Bókaútgáfunnar Hóla er Þóroddur Friðrik Gísli Jónsson og valdi hann sér bókina PAPA-JAZZ-lífshlaup Guðmundar Steingrímssonar.  Þetta er bók um einn fremsta tónlistarmann okkar og um leið að stórum hluta saga djass- og dægurtónlistar á Íslandi.  Þeir sem áhuga hafa á tónlist og tónlistarsögunni verða ekki vonsviknir með þessa bók sem Árni Matthíasson skráði.

Og nú er fjórða lotan í spurningaleik Bókaútgáfunnar Hóla hafin og eru þrjár spurningar komnar inn á heimasíðu útgáfunnar, holabok.is, undir liðnum JÓLASPURNINGALEIKURINN.  Hvetjum alla til að taka þátt, enda getur enginn tapað á þessu, aðeins unnið.

Sunnudagur 22. nóvember 2009
Efnisflokkun: Fréttir og tilkynningar

Panta

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is