Nýjasta útgáfa Hóla



Fótboltaspurningar 2025

Hvaða íslenska félag átti, keppnistímabilið 2025, í fyrsta skipti lið í efstu deild karla?

Við hvaða kvennalandsliði tók Elísabet Gunnarsdóttir í janúar 2025?

Hvaða ár fæddist Höskuldur Gunnlaugsson sem undanfarin ár hefur verið fyrirliði Breiðabliks?

Í heimsmestarakeppni félagsliða, sumarið 2025, léku tveir enskir bræður og það hvor með sínu liðinu. Hvað heita þeir?

Af hverju var öllum leikjum, sem áttu að fara fram a Ítalíu á annan í páskum 2025, frestað?

Hverrar þjóðar er Milos Kerkez?

Hvaða brasilíska framherja keypti Manchester United frá Wolves sumarið 2025?

Þekkirðu þennan sem er efst til hægri á kápumyndinni?

FÓTBOLTASPURNINGARNAR 2025 hitta að sjálfsögðu beinit í mark!

Útgáfuár: 2025

Spurningabókin 2025 – Geta snákar synt?

Hvernig er krossinn í þjóðfána Danmerkur á litinn?

Hvaða fyrirbæri er í miðju sólkerfisins?

Hvaða íþróttagrein stunda stúlkurnar í Aþenu?

Klukkan hvað eru dagmál?

Heiti hvaða mánaðar er fremst í stafrófsröðinni?

Fyrir hvaða íþróttagrein er Bjarki Már Elísson þekktur?

Þessar spurningar og margar fleiru eru í þessari bráðsmellnu spurningabók sem hentar öllum aldurshópum og það hvar og hvenær sem er.

Leiðbeinandi verð: 1.980-.

Útgáfuár: 2025

Segir mamma þín það?

Þrátt fyrir að fréttir úr íslenska skólakerfinu hafi um langt skeið verið af neikvæðara taginu gerist þar oft og tíðum margt skemmtilegt.

Hvað gerist á fengitimanum?
Af hverju gat hafnfirska stúlkan ekki bitið á jaxlinn?
Hvað er píslarvottur?
Af hverjum var góð skítalykt?
Hver átti hrafnana Flókni og Þókni?
Fyrir hvað stendur skammstöfunin DHL?

Þetta er bara brotabrot af því sem leitað er svara við í þessari bráðskemmtilegu bók sem svo sannarlega kemur öllum í gott skap!

Leiðbeinandi verð: 5.980-.

 

Útgáfuár: 2025

Lamine Yamal

Spánverjinn Lamine Yamal er ekki aðeins efnilegasti knattspyrnumaður heims, um þessar mundir, heldur líka einn af þeim bestu. Hann er sannkallað undrabarn með knöttinn og leikskilningur hans er einstakur.

Í þessari bók er saga Yamals rakin, greint frá öllum metunum sem hann hedur slegið og verðlaununum sem hann hefur unnið til sem einstaklingur, með félagsliði sínu, Barcelona, og spænska landsliðinu.

Leiðbeinandi verð: 5.980-.

Útgáfuár: 2025

Knattspyrnuþrautir

Í þessari bráðskemmtilegu bók er að finna margar þrautir sem tengjast knattpyrnunni. Leita þarf að kunnuglegu knattspyrnuorði í orðasúpu, finna út hvaða félag á hvaða merki, hvaða þjóðfána heimsmeistararnir eiga, hverjir eigi andlitin og svo er spurt um ensk knattspyrnulið og íslensk. Þá er þarna „samsett andlit“ og auðvitað þarf að finna út hvaða knattspyrnumenn eiga þar hlut að máli. Sitthvað fleira er einnig þarna.

Leiðbeinandi verð: 2.999-.

Útgáfuár: 2025

Pétrísk-íslensk orðbók

Pétrísk-íslensk orðabók kemur nú út í þrítugasta og sjötta sinn og hafa vinsældir hennar aukist ár frá ári og alltaf hafa bækurnar selst upp.

Nú inniheldur bókin enn fleiri orð en nokkru sinni áður, enda er hún sífellt í endurnýjun þar sem daglega bætast í sarpinn ný orð – með nýrri og áðuróþekktri merkingu!

Allt síðan 1988 hefur séra Pétur Þorsteinsson fundið skrýtin og skemmtileg orð til að setja í stað hinna hversdagslegu og litlausu. Hvað skyldu þessi orð t.d. merkja á pétrískunni: dauðadrykkur, gamanmenni, kindaklæði, líklega, sniðganga og meðgöngutími. Svörin koma vafalaust á óvart.

Leiðbeinandi verð: 3.980-.

Útgáfuár: 2025

ÓKEI

OK eða O.K., ýmist með lág- eða hástöfum, er sagt vera þekktasta útflutningsafurð Bandaríkjanna, fyrr og síðar. Alla vega er þessi stafasamsetning fyrir löngu komin um gjörvalla jörð og mun í ofanálag vera fyrsta orðið sem heyrðist mælt á tunglinu. Það er ekki lítið afrek!

Í Vesturheimi fæddi OK bráðlega af sér okay og okey, sem og oke um 1930 og eftir það hafa fjölmargar útgáfur bæst við. Til Íslands hefur orðið eflaust borist sem talmál, eins og víðast hvar annars staðar, en ekki er ljóst nákvæmlega hvenær. Á prenti sést það hins vegar fyrst á 4. áratug 20. aldar. Síðar eignaðist það afkvæmi hér — sambandið allt í kei(inu). En hvernig byrjaði þetta allt? Það er spurningin. Í þessari bók eru reifaðar 50 kenningar, sem allar hafa það að markmiði að reyna að svara henni.

Leiðbeinandi verð: 7.780-.

Útgáfuár: 2024
Eldra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is