Nýjasta útgáfa Hóla



Sigurður dýralæknir 2

Sigurður 2.kapa

Sigurður dýralæknir er síðara bindið af ævisögu Sigurðar Sigurðarsonar
dýralæknis og er það jafnframt afmælisrit hans. Í fyrra bindinu, sem kom út
2011, sagði Sigurður frá æsku sinni og uppvexti til fullorðinsára og
samferðamönnum á því tímaskeiði ævinnar. Mátti það heita dauður maður sem
ekki grét af hlátri við lestur allra þeirra óborganlegu sagna af mönnum og
málefnum sem þar komu fram. Hér fer dýralæknirinn enn á kostum þegar hann
segir frá lífshlaupi sínu, allt frá dýralæknanáminu í Noregi til þessa dags og
dregur fram ógrynni sagna af skemmtilegu fólki og skemmtilegum viðburðum
þótt vitaskuld hafi stundum gustað um hann og honum jafnvel verið hótað lífláti.
Kveðskapur liggur honum létt á tungu sem fyrr.

Sigurður dýralæknir er síðara bindið af ævisögu Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis og er það jafnframt afmælisrit hans. Í fyrra bindinu, sem kom út

2011, sagði Sigurður frá æsku sinni og uppvexti til fullorðinsára og samferðamönnum á því tímaskeiði ævinnar. Mátti það heita dauður maður sem ekki grét af hlátri við lestur allra þeirra óborganlegu sagna af mönnum og málefnum sem þar komu fram. Hér fer dýralæknirinn enn á kostum þegar hann

segir frá lífshlaupi sínu, allt frá dýralæknanáminu í Noregi til þessa dags og dregur fram ógrynni sagna af skemmtilegu fólki og skemmtilegum viðburðum þótt vitaskuld hafi stundum gustað um hann og honum jafnvel verið hótað lífláti. Rétt er að geta þess að enn er hægt að fá fyrra bindið af ævisögu Sigurðar hjá Bókaútgáfunni Hólum.


Leiðbeinandi verð: 6.780-.

Útgáfuár: 2014

Skagfirskar skemmtisögur 4 – Miklu meira fjör!

Skagfirskar 4Skagfirskar skemmtisögur koma nú út í fjórða sinn og eru sögurnar orðnar hátt í 1.000 talsins.

Hér láta margir gamminn geisa og má þar nefna Hilmi Jóhannesson, lífskúnstner á Sauðárkróki, Maron vörubílstjóra og Hauk Páls i samlaginu. Einnig Álftagerðisbróðurinn Óskar Péturs, Bödda á Gili, Bjarna Har, Óla á Hellulandi, Bigga Rafns, Munda í Tungu, Dúdda á Skörðugili, Friðrik á Höfða, Tryggva í Lónkoti, Árna á Brúnastöðum, Agnar á Miklabæ, Villa Egils, Stebba Guðmunds, Gulla í Gröf, Helgu á Silfrastöðum, Helgu á Frostastöðum, Diddu í Litlu-Brekku og Ásu Öfjörð svo nokkrir skemmtilegir Skagfirðingar séu nefndir.

Hér geturðu sér sýnishorn úr bókinni: http://issuu.com/gunnarkr/docs/skagf4/0

Leiðbeinandi verð: 2.980-.

Útgáfuár: 2014

Tarfurinn frá Skalpaflóa

Tarfurinn.kapa.Hann var sonur fráskilinnar móður og ætlaði að verða skipstjóri á flutningaskipi. Ólgusjóirstjórnmála millistríðsáranna færðu hann í fang þýska sjóhersins undir stjórn nasista. Hann hlaut menntun sem skipherra á nýjum kafbát rétt áður en ófriðarbálið kviknaði í Evrópu. Þýskaland vildi hefna ófara fyrri heimsstyrjaldar.

Günther Prien og áhöfn hans á kafbátnum U47 vöktu ótta og hrylling meðal sjófarenda seinni heimsstyrjaldar. Á fyrstu dögum stríðsins sökktu þeir orrustuskipi Breta með ótrúlegri dirfsku á fornum vettvangi Íslendingasagna; Skalpaflóa á Orkneyjum norður af Skotlandi. Það var flaggskipið Royal Oak – sjálf Konungseikin.Augu siglingaþjóða opnuðust fyrir kafbátaógninni. Prien fékk viðurnefnið „Tarfurinn frá Skalpaflóa“. Á Íslandi ríkti ótti við þýsku kafbátana. Það sást vel er Hvalfjörður varð flotastöð eftir hernám Íslands 1940. U47 herjaði á siglingaleiðum suður af landinu. Þeir fyrstu frá Íslandi sem létu lífið af völdum kafbátsárásar urðu fórnarlömb Priens og félaga. Þeir skildu eftir sig blóði drifna dauðaslóð þúsunda sjómanna. En í Þýskalandi voru þeir þjóðhetjur.

Þegar U47 hvarf sporlaust suður af Íslandi voru vinsældir þeirra slíkar að Adolf Hitler bannaði fregnir af því.

Skoðaðu sýnishorn úr bókinni hér: http://issuu.com/magnusthor/docs/tarfurinn-issuu2

Leiðbeinandi verð: 6.280-.

Hann var sonur fráskilinnar móður og ætlaði að verða skipstjóri á flutningaskipi. Ólgusjóir
stjórnmála millistríðsáranna færðu hann í fang þýska sjóhersins undir stjórn nasista. Hann
hlaut menntun sem skipherra á nýjum kafbát rétt áður en ófriðarbálið kviknaði í Evrópu.
Þýskaland vildi hefna ófara fyrri heimsstyrjaldar.
Günther Prien og áhöfn hans á kafbátnum U47 vöktu ótta og hrylling meðal sjófarenda seinni
heimsstyrjaldar. Á fyrstu dögum stríðsins sökktu þeir orrustuskipi Breta með ótrúlegri dirfsku
á fornum vettvangi Íslendingasagna; Skalpaflóa á Orkneyjum norður af Skotlandi. Það var
flaggskipið Royal Oak – sjálf Konungseikin.
Augu siglingaþjóða opnuðust fyrir kafbátaógninni.  Prien fékk viðurnefnið „Tarfurinn frá
Skalpaflóa.” Á Íslandi ríkti ótti við þýsku kafbátana. Það sást vel er Hvalfjörður varð flotastöð
eftir hernám Íslands 1940. U47 herjaði á siglingaleiðum suður af landinu. Þeir fyrstu frá
Íslandi sem létu lífið af völdum kafbátsárásar urðu fórnarlömb Priens og félaga. Þeir skildu
eftir sig blóði drifna dauðaslóð þúsunda sjómanna.  En í Þýskalandi voru þeir þjóðhetjur.
Þegar U47 hvarf sporlaust suður af Íslandi voru vinsældir þeirra slíkar að Adolf Hitler
bannaði fregnir af því.
Útgáfuár: 2014

Vornóttin angar

Vornóttin.kapa

Í þessari bók er að finna safn ljóða eftir Odd Sigfússon frá Krossi í Fellum. Oddur er fljúgandi hagmæltur og hefur næmt eyra fyrir bragnum, orðfær og hugkvæmur. Öll eru ljóðin ort undir hefðbundnum háttum. Ljóð Odds gefa innsýn í líf hans, hann er trésmiður að mennt og hefur starfað sem slíkur en í frístundum hefur hann bæði leikið á harmoniku og sungið í kórum. Helsta ástríða hans felst þó í því að ferðast og skoða  sig um, heimsækja fjarlæg lönd og kynnast fjölbreyttri menningu annarra þjóða. Ljóðin túlka tilfinningar hans, reynslu og skoðanir, hér er ort um allt milli himins og jarðar. Mörg ljóðanna lýsa ferðalögum höfundarins og þar eru gjarnan dregnar upp myndir af því sem fyrir augu og eyru ber. Auk þess er víða vísað til samferðamanna Odds, félaga hans og fjölskyldumeðlima eða annarra sem hann hefur hitt eða starfað með á lífsgöngunni. Efni bókarinnar er þannig afar fjölbreytt, bæði hvað varðar bragform og innihald.

Leiðbeinandi verð: 1.980-.

Útgáfuár: 2014

Árdagsblik

Árdagsblik Skáldsagan Árdagsblik mun vafalítið koma lesendum á óvart, bæði vegna efnistöku og sögusviðs. Þar er fjallað um fólk af ólíkum uppruna sem ákveður að skapa sér framtíð í nýju landi, af bjartsýni og dugnaði; tilveru án ófriðar og valdagræðgi. Getur slíkur draumur orðið að veruleika?

Ævintýrablær og sagnfræði, ástir og átök blandast hér saman með skemmtilegum hætti í sögu sem sækir í sannar heimildir en fer að öðru leyti frjálslega með efni og aðstæður.

Leiðbeinandi verð: 3.980-.


efnistöku og sögusviðs. Þar er fjallað um fólk af ólíkum uppruna sem ákveður að

skapa sér framtíð í nýju landi, af bjartsýni og dugnaði. Ævintýrablær og

sagnfræði, ástir og átök blandast hér saman með skemmtilegum hætti.
Skáldsagan Árdagsblik mun vafalítið koma lesendum á óvart, bæði vegna
efnistöku og sögusviðs. Þar er fjallað um fólk af ólíkum uppruna sem ákveður að
skapa sér framtíð í nýju landi, af bjartsýni og dugnaði. Ævintýrablær og
sagnfræði, ástir og átök blandast hér saman með skemmtilegum hætti.
Höfundurinn Hrönn Jónsdóttir, sjötug að aldri, er búsett á Djúpavogi og er þetta
Útgáfuár: 2014

Biblíumatur – uppskriftir frá landi mjólkur og hungangs

Bibliumatur.kapa

Í þessari bók, eftir séra Svavar Alfreð Jónsson sóknarprest í Akureyrarkirkju, rekur hver gómsætur rétturinn annan.  Í henni er að finna girnilegar og hollar mataruppskriftir og bera sumar þeirra forvitnileg heiti eins og t.d. Spínatsúpa faraós, Baunasalat Hebreams, Kvöldskattur tollheimtumannsins og Lambakjötsréttur Rebekku.

Hér getur þú, lesandi góður, fræðst aðeins meira um bókina: http://www.n4.is/is/thaettir/file/bibliumatur-sr-svavars

Leiðbeinandi verð: 5.680-.

Útgáfuár: 2014

Hreindýraskyttur – Líflegar og fræðandi frásagnir af hreindýraveiðum

Hreindýr

Í bókinni segja Axel Kristjánsson, Gunnar A. Guttormsson, Guttormur Sigbjarnarson, Sigrún Aðalsteinsdóttir, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Þorgils Gunnlaugsson, María B. Gunnarsdóttir, Pálmi Gestsson, Sæunn Marinósdóttir og Sigurður Aðalsteinsson frá ævintýrum sínum á hreindýraveiðum á Íslandi og í Grænlandi. Auk þess er rakin saga hreindýraveiða hér á landi. Bókin er prýdd kortum og fjölda mynda.

Hægt er að sjá örlítið sýnihorn úr bókinni hér: http://issuu.com/gunnarkr/docs/hreind__raskyttur/0

Leiðbeinandi verð: 5.680-.

Útgáfuár: 2014

Grafningur og Grímsnes

Grafningur.kapaHér er fjallað um Grafning, sögu og mannlíf, á árunum 1890-2012 og Grímsnes að hluta til, þ.e.a.s. sem tekur einkum til Sogsvirkjana og Ljósafossskóla.  Hverri jörð er lýst í knöppu máli og í ábúendatali er þráðurinn rakinn bæ frá bæ eftir hinni gömlu boðleið og grein gerð fyrir ábúendum og niðjum þeirra. Mikið ítarefni er hluti af verkinu sem lýtur m.a. að staðfræði, atvinnuháttum, sögu og sögnum, þjóðfræði og þjóðháttum. Fjöldi ljósmynda prýðir verkið sem er mikilsvert innlegg í sunnlenska byggðasögu.

Leiðbeinandi verð: 7.980-.

Útgáfuár: 2014

Klénsmiðurinn á Kjörvogi

klénsmiðurinn.kapaÞorsteinn Þorleifsson (1824-1882) fæddist og ólst upp í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu en bjó síðustu 24 árin í Strandasýslu, lengst af á Kjörvogi í Árneshreppi. Hann lærði járnsmíði og stundaði iðn sína alla tíð. Samhliða smíðum starfaði hann við sjómennsku og búskap. Einnig var hann liðtækur við lækningar og tók á móti börnum.  Saga hans er því svo sannarlega forvitnileg.

Leiðbeinandi verð: 5.680-.

Uppseld.

 
lengst af bjó í Kjörvogi í Árneshreppi. Hann lærði járnsmíði og stundaði þá
 
iðn alla ævi, en samhliða starfaði hann við sjómennsku og búskap, auk þess að
 
fást við lækningar og taka á móti börnum. Höfundur bókarinnar er Hallgrímur
 
Gíslason á Akureyri, dóttursonarsonur Þorsteins.
 
lengst af bjó í Kjörvogi í Árneshreppi. Hann lærði járnsmíði og stundaði þá
 
iðn alla ævi, en samhliða starfaði hann við sjómennsku og búskap, auk þess að
 
fást við lækningar og taka á móti börnum. Höfundur bókarinnar er Hallgrímur
 
Gíslason á Akureyri, dóttursonarsonur Þorsteins.
Klénsmiðurinn á Kjörvogi er ævisaga Þorsteins Þorleifssonar (1821-1882) sem
lengst af bjó í Kjörvogi í Árneshreppi. Hann lærði járnsmíði og stundaði þá
iðn alla ævi, en samhliða starfaði hann við sjómennsku og búskap, auk þess að
fást við lækningar og taka á móti börnum. Höfundur bókarinnar er Hallgrímur
Gíslason á Akureyri, dóttursonarsonur Þorsteins.
Útgáfuár: 2014

Fótboltaspurningar

Fotboltaspurningar.kápa.Í þessari bók er í orðsins fyllstu merkingu farið út um víðan völl og þá auðvitað fótboltavöll. Spurt er um íslensk lið og leikmenn, stórstjörnur, knattspyrnustjóra og lið hér og þar í heiminum – og fleira til.  Hvert var fyrsta atvinnumannalið Gylfa Þórs Sigurðssonar? Með hvaða liði lék Daniel Sturridge áður en hann var seldur til Liverpool? Hverrar þjóðar er Edison Cavani? Hvert af landsliðunum á HM 2014 er oft kallað Prinsarnir frá Persíu? Hvers konar fugl má finna í merki Norwich? Hvaðan er Einherji?  Þetta og margt fleira fyrir knattspyrnuunnendur og hina líka, eða hvað?

Leiðbeinandi verð: 1.190-.

Útgáfuár: 2014
Eldra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is