Alli Rúts – siglfirski braskarinn, skemmtikrafturinn og prakkarinn

Alli Rúts

Saga Alla Rúts er óvenjuleg.  Lesblindur drengur flosnar upp úr námi á Siglufirði og verður einn mesti braskarinn á Íslandi; rekur hér stærstu bílasöluna, flytur út hesta í tugatali og kemur sér í og úr vandræðum eins og honum væri borgað fyrir það.  Kannski var það líka reyndin, hver veit.

Voveiflegir atburðir verða Fljótum. Stórtækur sprúttsali útvegar mönnum guðaveigar eftir að hafa fengið sér af þeim áður. Landsþekktur danskennari fær að kenna á hrekkjum frænda síns. Jeppi er pikkfastur í Meyjarhafti. Tunnuverksmiðjan brennur. Rangur brandari er sagður á réttum stað. Bílar og hestar eru seldir og gengur stundum á ýmsu. Bankastjóri þiggur mútur. Laumast er í gervi læknis inn á gjörgæsludeildina. Þjófóttur Rúmeni heimsækir landið. Hauskúpa veldur uppþoti í tollinum. Forsætisráðherrann segir ósatt. Gjaldþrot verður og ekki bara eitt. Túristar eru vaktir með brunabjöllu og svona mætti lengi telja.

Hér er skyggnst inn í heim sem fáir þekkja til; heim Alla Rúts sem fékk ódrepandi sjálfstraust og dugnað í vöggugjöf og lætur ekkert buga sig. Hann kemur við á mörgum sviðum mannlífsins, tekur stundum dýfur, en lendir þó alltaf standandi.

Leiðbeinandi verð: 6.980-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2017
Efnisflokkun: Bækur, Ævisögur og endurminningar, Bækur

Panta

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is