Allt upp á borðið

Útgáfuár: 2013

Allt upp á borðið -kápa

Sagnameistarinn Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku rifjar hér upp bernsku sína og gerir upp þingmanns- og ráðherraferil sinn í stuttu máli.  Þá fjallar hann um Seyðisfjörð og Seyðfirðinga og ekki síst það góða og göfuga starf sem unnið er á heilbrigðisstofnuninni þar í þágu þeirra sem glíma við minnistap.

Leiðbeinandi verð: 4.680-.

Efnisflokkun: Austurland, Bækur, Ævisögur og endurminningar

Skriðdæla

Útgáfuár: 2013

skriðdæla-fors-skjaÍ þessari glæsilegu og fróðlegu bók kennir margra grasa um Skriðdal og ábúendur þar í gegnum tíðina.  Má þar nefna sveitarlýsingu, örnefni, ábúendatal, veðurfarsyfirlit og sögur af mönnum og málefnum.  Hægt er að fylgja þróun verslunar, samgangna og þjónustu við Skriðdælinga fyrr á tímum ásamt breytingum á sveitasamfélaginu.

Þessa bók lætur enginn áhugamaður um þjóðlegan fróðleik fram hjá sér fara og heldur ekki þeir sem tengjast Skriðdal á einn eða annan máta.

Leiðbeinandi verð: 7.980-.

Efnisflokkun: Austurland, Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Sagnfræði, Ættfræði

Fjör og manndómur

Útgáfuár: 2011

fjor og manndómur-kápaÍ þessari tuttugustu og fyrstu bók sinni snertir sagnameistarinn Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku fjölmarga strengi í samfélagi liðinnar tíðar.  Fjallað er um nítján leiðir sem liggja um háfjallaskörð milli Mjóafjarðar og nágrannabyggðarlaganna og hrakninga þar – sem ekki enduðu allir vel.  Þá beinist athygli sögumanns mjög að hlutverki kvenna og líkur bókinni á æviþætti konu sem ekki mátti sín mikils, en lifði langa ævi og dó á tíræðisaldri – án þess að hafa í eitt einasta skipti leitað til læknis, utan augnlæknis einu sinni.

Leiðbeinandi verð: 5.480-.

Efnisflokkun: Austurland, Bækur, Íslenskur fróðleikur

Á afskekktum stað

Útgáfuár: 2011

Á afskekktum stað

Bókin Á afskekktum stað er byggð á samtölum Arnþórs Gunnarssonar sagnfræðings við sex Austur-Skaftfellinga. Bókinni er ætlað að gefa lesendum tilfinningu fyrir sögu og þróun mannlífs í Austur-Skaftafellssýslu frá því á árunum milli stríða fram til dagsins í dag. Viðmælendur höfundar eru hjónin Álfheiður Magnúsdóttir og Gísli Arason, sem fædd eru og uppalin á Mýrum, Ingibjörg Zophoníasdóttir á Hala í Suðursveit, Þorvaldur Þorgeirsson, sem í áratugi gegndi verkstjórn í bandarísku ratsjárstöðinni á Stokksnesi, og feðgarnir Sigurður Bjarnason og Einar Rúnar Sigurðsson á Hofsnesi í Öræfum. Á afskekktum stað er því eins konar ferðalag í tíma og rúmi.

Leiðbeinandi verð: 3.500-.

Tengsl: Efnisflokkun: Austurland, Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Íslenskur fróðleikur, Sagnfræði

Það reddast – Sveinn Sigurbjarnarson ævintýramaður á Eskifirði lítur um öxl

Útgáfuár: 2010

sveinn_kapa.inddSveinn Sigurbjarnarson ferðafrömuður og ævintýramaður á Eskifirði fer sjaldnast troðnar slóðir – ef þá nokkurn tíma.  Hann hefur þvælst um fjöll og firnindi, láglendi og hálendi og hjarnbreiður jöklanna með þúsundir ferðamanna og ævintýrin í þessum ferðum eru mörg og sum býsna skuggaleg. Kappinn lætur sér þó fátt um finnast, enda sagður áræðinn, jafnvel bíræfinn og ennfremur svalur í þess orðs dýpstu merkingu.

Í bók þessari lítur Svenni um öxl og rifjar upp minninagrbrot frá liðinni ævi með aðstoð nokkurra samferðamanna.  Yfir þeim er vitaskuld ævintýrablær, enda sannleikurinn oft lyginni líkastur.

Leiðbeinandi verð: 5.980-.

Efnisflokkun: Austurland, Bækur, Ævisögur og endurminningar

Feimnismál

Útgáfuár: 2010

Feimnismál-kápaÍ þessari tuttugustu bók sinni fer Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku víða um.  Gluggað er í gömul bréf, kynjamyndir Austfjarðaþokunnar skoðaðar, ferðast er með strandferðaskipum og kynni höfundar af fjölmörgu fólki rifjuð upp, m.a. af Ólafi Thors sem talaði eins vel um framsóknardindlana og hann þorði.

Hvernig fór svo með hvolpinn sem Vilhjálmur neitaði að flytja suður?

Leiðbeinandi verð: 5.480-.

Efnisflokkun: Austurland, Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis

Galar hann enn! Gamansögur af Norðfirðingum og nærsveitungum

Útgáfuár: 2010

Untitled-1Smári Geirs ekur í loftköstum, Gummi Bjarna fer til rjúpna og Steinunn Þorsteinsdóttir skilur ekkert í öllum þessum rjómatertum. Einar Þorvaldsson ætlar að skrifa aftan á víxil, Bjarni Þórðar fer í megrun og Bjarki Þórlindsson gerir við miðstöðina hjá Daníel lækni. Stella Steinþórs fer bara úr annarri skálminni, samherjar Rikka Haralds þurfa að dekka hann stíft og Jón Lundi og séra Árni Sigurðsson takast á. Smelli tekur út úr sér góminn, Daddi Herberts kemst í sjónvarpið, Guðrún Árnadóttir vonast eftir tekjuaukningu hjá Félagi eldri borgara og sprelligosarnir í Súellen senda kort. Er þá fátt upp talið í þessari bráðskemmtilegu bók.

Leiðbeinandi verð: 2.680-.

Efnisflokkun: Austurland, Bækur, Gamansögur

Samstarf á Austurlandi

Útgáfuár: 2010

Samstarf ‡ AusturlandiÍ fyrri hluta þessarar bókar er fjallað um Fjórðungsþing Austfirðinga 1943-1964, en í þeim síðari um arftaka þess, Sambands sveitarfélaga á Austurland 1966-2006.  Fjallað er um baráttu austfirskra sveitarstjórnarmanna fyrir betra mannlífi í fjórðungnum og fölmörg mál eru hér í brennidepli, s.s. atvinnumál, raforkumál, mennta- og menningarmál, heilbrigðismál og samgöngumál.

Svæðisbundnu samstarfi sveitarstjórnarmanna á Íslandi hefur aldrei áður verið gerð jafnítarleg skil og í þessu riti.  Því ættu engir áhugamenn um sveitarstjórnarmál að láta það framhjá sér fara.

Leiðbeinandi verð: 7.980-.

Efnisflokkun: Austurland, Bækur, Sagnfræði
Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is