Ævintýri morgunverðarklúbbsins – Skrímslið og týndi fótboltinn

Útgáfuár: 2023

Það er eitthvað undarlegt á seyði í skólanum. Hinn tólf ára gamli Marcus sparkar uppáhaldsfótboltanum sínum yfir girðingu við skólalóðina og áttar sig strax á því að líklega muni hann aldrei sjá boltann sinn aftur. Það sem fer yfir girðinguna finnst nefnilega aldrei aftur. En þegar hann fær dularfull skilaboð, og boð um að ganga í rannsóknarteymi morgunverðarklúbbsins, dregst hann inn í spennandi ævintýri við að leysa ráðgátu, ásamt nýjum vinum sínum, þeim Stacey, Lise og Asim. Við að afhjúpa hverja óvæntu vísbendinguna á fætur annarri átta meðlimir rannsóknarteymis morgunverðarklúbbsins sig á því að það er ekki allt sem sýnst – og það gæti verið eitthvað dularfullt sem leynist á bak við skólagirðinguna.

Aðalhöfundur bókarinnar er knattspyrnukappinn heimsfrægi, Marcus Rashford, og hefur þessi bók hans notið mikilla vinsælda í Bretlandi.

Leiðbeinandi verð: 3.280-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Knattspyrna, Skáldsögur

Marcus Rashford – markaskorarinn með gullhjartað

Útgáfuár: 2023

Þessi einstaki knattspyrnumaður, Marcus Rashford, hefur ekki aðeins látið til sín taka á knattspyrnuvellinum með Manchester United og enska landsliðinu, heldur hefur hann einnig barist í þágu þeirra sem minna mega sín og lagt baráttunni gegn rasisma lið. Barnæska Rashford var síður en svo dans á rósum, hann ólst upp í mikilli fátækt, en með dyggri aðstoð móður sinnar braust hann áfram og varð að þeim manni sem við þekkjum í dag.

Enginn knattspyrnuunnandi lætur þessa bók fram hjá sér fara.

Leiðbeinandi verð: 6.680-.

Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar, Barnabækur, Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Íþróttir, Knattspyrna, Unglingabækur

Lesum um fugla

Útgáfuár: 2023

Þessi bráðfallega bók er hugsuð fyrir börn sem farin eru að lesa sér til gagns en í henni eru kynntar í stuttu máli um 70 tegundir algengra fugla í íslenskri náttúru og fylgir falleg ljósmynd hverri þeirra. Þá er þetta tilvalin bók fyrir börn og foreldra að lesa og eða skoða saman og ræða um það sem fyrir augu ber á blaðsíðum hennar.

Leiðbeinandi verð: 4.380-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Fuglar, Náttúrufræði

13 hæða trjáhúsið

Útgáfuár: 2023

13 hæða trjáhúsið þeirra Adda og Tedda er stórkostlegasta trjáhús í heimi. Það er með keiluhöll, gegnsærri glersundlaug, laug með mannætuhákörlum, leynilegri neðanjarðarrannsóknarstofu og sykurpúðavél sem eltir þig um allt og skýtur sjálfkrafa sykurpúðum upp í þig, hvenær sem þú finnur til svengdar.

Svona nú, eftir hverju bíðurðu eiginlega? Komdu upp!

Leiðbeinandi verð: 3.980-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Unglingabækur

Spurningabókin 2023

Útgáfuár: 2023

Um hvaða klaufa hefur Jeff Kinney skrifað fjölmargar bækur?

Hvar má ekki pissa eftir því sem fram kemur í „Laginu um það sem er bannað“?

Við hvaða aldur verða krókódílar kynþroska?

Hvernig eru íslensku varðskipin  á litinn?

Hvers konar æði greip um sig í Alaska skömmu fyrir aldamótin 1900 og varði í um 30 ár?

Í þessari bók, SPURNINGABÓKINNI 2023, er spurt um allt milli himins og jarðar og því má nýta hana hvar og hvenær sem er.

Leiðbeinandi verð: 1.790-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Spurninga- og þrautabækur

Órói – Krunk hrafnanna

Útgáfuár: 2022

Hér er á ferðinni kynngimögnuð unglingabók, þar sem aðalpersónan, Svandís, flækist inn í spennuþrunginn ævintýraheim álfa, skuggafólks, kynjaskepna og drauga og auðvitað bankar ástin á dyrnar. Raunheimar og hulduheimar renna saman og það stefnir í blóðugan bardaga – en milli hverra?

Leiðbeinandi verð: 5.280-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Skáldsögur, Unglingabækur

Jólasveinarnir í Esjunni

Útgáfuár: 2022

Lalli er nýkominn úr erfiðum fótboltaleik og nennir ekki að fara með foreldrum sínum og Dísu systur sinni á Esjuna að honum loknum. Hann er dauðþreyttur en fer þó samt og sér ekki eftir því.  Þetta stórskemmtilega ævintýri gerist að stórum hluta í heimkynnum jólasveinanna – sjálfri Esjunni. Þar fáum við að kynnast þeim nánar og auðvitað Grýlu og Leppalúða sem eru kannski ekki eins og flestir halda.

Bókin byggir að stórum hluta á ævintýri, sem varð til í huga Lárusar Hauks Jónssonar – Lalla – fyrir mörgum árum. Guðjón Ingi Eiríksson færði það síðan í letur og bætti við hér og þar. Útkomann úr samstarfi þeirra félaga er þessi frábæra bók sem skartar teikningum hins snjalla listamanns, Haralds Péturssonar.

Hver af jólasveinunum skyldi annars hafa mikinn áhuga á fótbolta?

Leiðbeinandi verð: 3.980-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur

Sagan af stráknum sem gat breytt sér í ljón, bjarndýr og snjótittling

Útgáfuár: 2022

Sagan af stráknum sem gat breytt sér í ljón, bjarndýr og snjótittling er bráðskemmtilegt ævintýri og hentar vel fyrir 5-8 ára börn, hvort sem þau lesa sjálf eða lesið er fyrir þau. En hvaða hag hafði strákurinn af því að geta breytt sér í öll þessi dýr?

Leiðbeinandi verð: 2.980-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur

Stafróf fuglanna

Útgáfuár: 2022

Stafróf fuglanna er ætlað börnum sem eru farin að sýna stöfum og orðum áhuga. Jafnframt er bókinni ætlað að kynna börnum algenga fugla sem halda sig í náttúru Íslands, ýmist allt árið eða að sumarlagi. Glæsilegar fuglaljósmyndir prýða bókina og gera hana að sannkölluðu augnakonfekti.

Leiðbeinandi verð: 3.890-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Fuglar, Íslenskur fróðleikur

Spurningabókin 2022

Útgáfuár: 2022

Hvers vegna rignir aldrei tvo daga í röð? Hafa fiskar augnlok? Hvernig er bíll Andrésar Andar á litinn? Fyrir hvað stendur skammstöfunin KFC? Af hverju missa hákarlamömmur matarlystina skömmu áður en þær gjóta? Hvaða handboltamaður var kosinn Íþróttamaður ársins 2021?

Þetta og margt fleira í þessari bráðskemmtilegu bók.

Leiðbeinandi verð: 1.890-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Gátubækur, Spurninga- og þrautabækur
Eldra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is