Brandarar, gátur og þrautir 2

Útgáfuár: 2022

Þetta er bók fyrir fólk á öllum aldri og hentar bæði einstaklingum og hópum hvar og hvenær sem er. Brandararnir eru sprenghlægilegir, gáturnar leyna á sér og þrautirnar eru bæði þrælþungar og laufléttar. Því ættu allir að geta haft gagn og gaman af þessari smellnu bók.

Leiðbeinandi verð: 1.790-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Gamansögur

ÓGN – Ráðgátan um Dísar-Svan

Útgáfuár: 2021

ÓGN-fors (1)

Amma heldur því fram að álfar séu til og segir barnabörnunum sögur úr álfheimum. Svandís trúir ekki á álfa en þegar dularfull skilaboð berast henni er hún ekki lengur viss í sinni sök. Hvað ef álfheimar eru til og leynast jafnvel í klettunum fyrir ofan bæinn?

Svandís er fjórtán ára stelpa sem flytur úr borginni norður í land. Þar eignast hún vinina Brján og Sylvíu en saknar vinkonu sinnar Láru og getur ekki beðið eftir að hún komi í heimsókn í jólafríinu. Í kringum Svandísi er margt einkennilegt á kreiki. Köttur með rauð augu, dularfullir hestar og fólk sem ef til vill er annað en það sýnist vera. Hún flækist inn í baráttu góðs og ills, kynnist ástinni og þarf ásamt vinum sínum að glíma við ógurlegar kynjaskepnur.

Ógn, ráðgátan um Dísar-Svan, er æsispennandi ævintýrasaga sem höfðar til ungmenna á öllum aldri. Sagan byggir á þjóðsagnaarfi Íslendinga og tengir höfundur, Hrund Hlöðversdóttir, saman tvo heima, raunheima sem við þekkjum öll og hulduheima sem færri þekkja.

Leiðbeinandi verð: 5.280-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Skáldsögur, Unglingabækur

Spæjarahundurinn

Útgáfuár: 2021

Spæjarahundurinn - lítilHvað eftir annað hefur Spæjarahundurinn aðstoðað lögregluna víða um heim við að leysa hin erfiðustu mál og koma þjófum og bófum á bak við lás og slá. Og nú er hann staddur í Bjartabæ. Hann birtist þar óvænt og það ekki af góðu. Hann er á eftir glæpamönnum sem vilja ráða yfir öllum heiminum og svífast einskis til að svo megi verða. Ljóst er að Lauga lögga þarf á öllum kröftum hans og klókindum að halda í baráttunni við þá.

Spæjarahundurinn hefur oft komsti í hann krappann, en þó aldrei eins og núna. Hann þarf að taka á öllu sínu – og jafnvel meiru til – ef ekki á illa að fara. En hvaðan kemur það?

Ævintýrið um Spæjarahundinn er bæði skemmtilegt og spennandi, prýtt mögnuðum teikningum hins snjalla listamanns, Halldórs Baldurssonar.

Leiðbeinandi verð: 4.380-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Unglingabækur

Spurningabókin 2021 – Hvað hafa kanínur margar framtennur?

Útgáfuár: 2021

Spurningabókin 2021Hvaða ávöxtur er einkennismerki tölvurisans Macintosh? Í hvaða sjónvarpsþætti, haustið 2020, fengu áhorfendur að kynnast Bjössa sax? Hverrar þjóðar er knattspyrnumaðurinn Robert Lewandowski? Hvað fær fólk úr kókómjólk ef marka má auglýsinguna?

Þessar spurningar og fjölmargar aðrar eru í þessari stórskemmtilegu bók sem ætti að vera til á hverju heimili, í hverjum skóla og þess vegna bara alls staðar.

Leiðbeinandi verð: 1.690-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Spurninga- og þrautabækur

Brandarar, gátur og þrautir

Útgáfuár: 2021

Brandarar, gátur og þrautirBrandarar, gátur og þrautir er bók fyrir fólk á öllum aldri og hentar bæði einstaklingum og hópum hvar og hvenær sem er. Brandararnir eru sprenghlægilegir, gáturnar leyna á sér og þrautirnar eru bæði þrælþungar og laufléttar. Tvímælalaust „ferðalagabókin“ 2021!

Leiðbeinandi verð: 1.690-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Gamansögur, Spurninga- og þrautabækur

Spurningabókin 2020

Útgáfuár: 2020

kapa_spurn_20.inddHvað ætlar glaðasti hundur í heimi, sem Friðrik Dór syngur um, að gera við beinið sem lífið henti í hann? Hvað eru margir reitir á bingóspjaldi? Hvert er íslenska heitið yfir Halloween? Hvaða náttúrufyrirbrigði er stundum kallað „bláa gullið“? Hvaða dýr er svarta ekkjan?

Þetta og margt fleira til i þessari bráðskemmtilegu bók sem ætti að vera til á öllum heimilum.

Leiðbeinandi verð: 1.690-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Spurninga- og þrautabækur

Fótboltaspurningar 2020

Útgáfuár: 2020

kapa_fotboltaspurn_20.inddMeð hvaða liði lék Skotinn Steven Lennon fyrst eftir að hann kom hingað til lands? Frá hvaða liði keypti Manchester United spænska markvörðinn David de Gea? Hver af eftirtöldum frönskum landsliðsmönnum ljá’ði Superman rödd sína í frönsku útgáfunni af Lego Batman: Paul Pogba, Hugo Lloris eða Antoine Griezman? Hvaða leikmaður Bandaríkjanna, sem varð heimsmeistari kvenna 2019, var kosin Knattspyrnukona ársins þetta sama ár af Alþjóðaknattspyrnusambandinu? Hverrar þjóðar er Divock Origi? Hvaða knattspyrnulið leikur heimaleiki sína á Norðurálsvellinum?

Þetta og margt fleira í þessari bráðskemmtilegu bók sem allir knattspyrnuáhugamenn verða að spreyta sig á.

Leiðbeinandi verð: 1.690-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Íþróttir, Spurninga- og þrautabækur

Munaðarlausa stúlkan

Útgáfuár: 2019

Munaðarlausa stulkan.nýtt,jpegMunaðarlausa stúlkan er eitt af þessum gömlu og góðu rammíslensku
ævintýrum þar sem góðsemi og velvild er umbunað í lokin. Fallegur boðskapur sem á alltaf erindi til okkar. Sigurgeir Jónsson, kennari til margra ára, endursagði söguna en hann hefur tekið saman allnokkrar bækur um félagslíf, mannlíf, hætti og siðvenjur í Vestmannaeyjum. Sunna Einarsdóttir sá um myndskreytingu en hún er ung Eyjastúlka sem hefur getið sér gott orð fyrir myndir sínar sem hún hefur sýnt á veitingastað foreldra sinna, Einsa kalda.

Leiðbeinandi verð: 990-.

Efnisflokkun: Barnabækur

Fótboltaspurningar 2019

Útgáfuár: 2019

kapa_fotboltaspurn_19.inddHvert var fyrsta liðið sem Óskar Örn Hauksson lék með? Hvert er gælunafn Sergio Agüero? Hvaða íþróttafélag spilar heimaleiki sína á Hásteinsvelli? Frá hvaða landi er Udinese? Hann er fæddur 1986 og hefur spilað með Iker Casillas,Éver Banega og James Milner – hver er maðurinn? Hjá hvaða liði hóf Hallbera Guðný Gísladóttir knattspyrnuferil sinn? Þetta og margt fleira í þessari geggjuðu fótboltaspurningabók!

Leiðbeinandi verð: 1.690-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Íþróttir, Spurninga- og þrautabækur

Spurningabókin 2019

Útgáfuár: 2019

kapa_spurn_19.inddHvert er listamannsnafn rapparans Árna Páls Árnasonar? Hvaða nafn hefur sögupersónan Wimpy Kid hlotið á íslensku? Hvaða orð táknar bæði þögn og hávaða? Sofa skordýr með lokuð augu? Hvar lenti Insight snemma kvölds að íslenskum tíma þann 26. nóvember 2018? Þessar spurningar og margar fleiri í þessari stórskemmtilegu bók.

Leiðbeinandi verð: 1.690-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Spurninga- og þrautabækur
Eldra Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is