Berklar á Íslandi

Útgáfuár: 2025

Hér er fjallað um einn lífshættulegasta smitsjúkdóm sem gengið hefur á Íslandi og nær sagan fram til ársins 1950. Þá fór bæði að draga úr smitum og dauðsföllum af völdum veikinnar. Berklaveiki var mikið mein í íslensku samfélagi í byrjun tuttugustu aldar og var dánartala berklasjúklinga á Íslandi ein sú hæsta í Evrópu. Í bókinni er að finna fjölmargar persónusögur, sumar enduðu illa, en aðrar vel.

Leiðbeinandi verð: 9.480-.

Efnisflokkun: Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Heilsa, lífstíll og forvarnir, Íslenskur fróðleikur, Sagnfræði

Langt var róið og þungur sjór

Útgáfuár: 2025

Þúsundþjalasmiðurinn Njörður S. Jóhannsson á Siglufirði hefur smíðað á þriðja tug líkana af norðlenskum fiski- og hákarlaskipum frá 18. og 19. öld. Hér eru myndir af þeim, sannkölluðum listaverkum, og jafnframt er rakin saga þeirra, sem endaði ekki alltaf vel. Samantekt á ensku fylgir í lok bókarinnar.

Leiðbeinandi verð: 8.480-.

Efnisflokkun: Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Sjávarútvegur, Sjávarútvegur

Fótboltaspurningar 2025

Útgáfuár: 2025

Hvaða íslenska félag átti, keppnistímabilið 2025, í fyrsta skipti lið í efstu deild karla?

Við hvaða kvennalandsliði tók Elísabet Gunnarsdóttir í janúar 2025?

Hvaða ár fæddist Höskuldur Gunnlaugsson sem undanfarin ár hefur verið fyrirliði Breiðabliks?

Í heimsmestarakeppni félagsliða, sumarið 2025, léku tveir enskir bræður og það hvor með sínu liðinu. Hvað heita þeir?

Af hverju var öllum leikjum, sem áttu að fara fram a Ítalíu á annan í páskum 2025, frestað?

Hverrar þjóðar er Milos Kerkez?

Hvaða brasilíska framherja keypti Manchester United frá Wolves sumarið 2025?

Þekkirðu þennan sem er efst til hægri á kápumyndinni?

FÓTBOLTASPURNINGARNAR 2025 hitta að sjálfsögðu beinit í mark!

 

Leiðbeinandi verð: 1.980-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Knattspyrna, Spurninga- og þrautabækur

Spurningabókin 2025 – Geta snákar synt?

Útgáfuár: 2025

Hvernig er krossinn í þjóðfána Danmerkur á litinn?

Hvaða fyrirbæri er í miðju sólkerfisins?

Hvaða íþróttagrein stunda stúlkurnar í Aþenu?

Klukkan hvað eru dagmál?

Heiti hvaða mánaðar er fremst í stafrófsröðinni?

Fyrir hvaða íþróttagrein er Bjarki Már Elísson þekktur?

Þessar spurningar og margar fleiru eru í þessari bráðsmellnu spurningabók sem hentar öllum aldurshópum og það hvar og hvenær sem er.

Leiðbeinandi verð: 1.980-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Spurninga- og þrautabækur

ÓKEI

Útgáfuár: 2024

OK eða O.K., ýmist með lág- eða hástöfum, er sagt vera þekktasta útflutningsafurð Bandaríkjanna, fyrr og síðar. Alla vega er þessi stafasamsetning fyrir löngu komin um gjörvalla jörð og mun í ofanálag vera fyrsta orðið sem heyrðist mælt á tunglinu. Það er ekki lítið afrek!

Í Vesturheimi fæddi OK bráðlega af sér okay og okey, sem og oke um 1930 og eftir það hafa fjölmargar útgáfur bæst við. Til Íslands hefur orðið eflaust borist sem talmál, eins og víðast hvar annars staðar, en ekki er ljóst nákvæmlega hvenær. Á prenti sést það hins vegar fyrst á 4. áratug 20. aldar. Síðar eignaðist það afkvæmi hér — sambandið allt í kei(inu). En hvernig byrjaði þetta allt? Það er spurningin. Í þessari bók eru reifaðar 50 kenningar, sem allar hafa það að markmiði að reyna að svara henni.

Leiðbeinandi verð: 7.780-.

Efnisflokkun: Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Sagnfræði

Stafróf knattspyrnunnar

Útgáfuár: 2024

Hver pantaði pitsu fyrir varamennina? Hver týndist um borð í Herjólfi? Hvaða söngkona hitti ekki markið? Hvað er Rabona? Hver dó á vellinum en var lífgaður við? Hver var þekkt fyrir flikk-flakk innköst? Hver fann HM-styttuna? Hver ældi á völlinn? Já, og hvaða mikli markaskorari kúkaði á sig í landsleik?

Stafróf knattspyrnunnar ætti að höfða til allra sem hafa áhuga á vinsælustu íþróttagrein í heimi, knattspyrnunni. Bókin hentar ákaflega vel til lestrarþjálfunar fyrir þau börn sem farin eru að bjarga sér í lestri en þarfnast frekari æfinga. Einnig ættu hinir eldri að hafa gaman af henni og því er þetta sannkölluð fjölskyldubók.

Leiðbeinandi verð: 6.380-.

Efnisflokkun: Barnabækur, Bækur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Íþróttir, Knattspyrna, Náms- og kennslubækur
Eldra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is