Ljóð og lög Sigurðar dýralæknis

Útgáfuár: 2023

Í þessari bók er að finna heildarsafn kveðskapar Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis, frá 1956 til 2023, ásamt vísum sem tengjast honum á ýmsan hátt, alls um 1.700 talsins. Einnig eru í bókinni nótur við sönglög, sem Sigurður hefur samið, bæði við eigin ljóð og fjölmargra annarra.

Bókin er einungis fáanleg hjá útgefanda og er hægt að panta hana í netfanginu: holar@holabok.is eða í síma 692-8508.

Leiðbeinandi verð: 6.900-.

Efnisflokkun: Bækur, Ljóð og listir

Hormónar og fleira fólk – Missannar sögur frá síðustu öld

Útgáfuár: 2023

Hallgrímur „redbody“ Hallgrímsson, stúdent við Kaupmannahafnarháskóla í byrjun síðustu aldar, kemst að alvarlegum afleiðingum áfengisdrykkju þegar kviknar í næturgagninu.

Ólafur Þ. Halldórsson er ráðinn dómtúlkur í eigin máli þegar hann er fundinn sekur um innflutning á tveimur pottflöskum af viskíi á bannárunum.

Líki þarf að koma á Hólmavíkurrútuna og Osvald Eyvindsson útfararstjóri fær aðstoð frá bókarhöfundi, Halldóri Ólafssyni, við flutninginn á dimmum vetrarmorgni.

Malarnám í Grábrók er stöðvað með vopnavaldi og fortölum jarðfræðinganna Tómasar Tryggvasonar og Sigurðar Þórarinssonar.

Beitilönd „astronauta“ á miðhálendinu eru könnuð og Guðmundur E. Sigvaldason jarðfræðingur kemur „hormóni“ frá Ameríku.

Þetta er bara örlítið brot af því sem lesa má um í þessari bráðskemmtilegu bók Halldórs Ólafssonar sem starfaði lengi sem tæknimaður á Norrænu eldfjallastöðinni og þar áður í allmörg ár hjá Olíuverslun Íslands. Störf hans fólu í sér ferðalög vítt og breitt um landið og leiddu til kynna af fjölmörgu fólki sem sumt kemur hér við sögu.

Leiðbeinandi verð: 6.480-.

Efnisflokkun: Bækur, Gamansögur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Ljóð og listir

Hrafninn – þjóðin, sagan, þjóðtrúin

Útgáfuár: 2022

Saga hrafnsins með íslensku þjóðinni nær samkvæmt rituðum heimildum allt aftur til 9. aldar, þegar hann leiddi Flóka Vilgerðarson – Hrafna-Flóka – upp að Íslandsströndum. Ýmislegt fréttist af þessum blakka spekingi eftir það, löngum tengdist hann myrkravöldunum, var til dæmis sagður iðulega á flugi við inngang Vítis, sem átti að vera í þeirri eldspúandi Heklu, og ekki var laust við að galdramenn notuðu parta úr búki hans í kukli sínu. En hann átti sér líka marga vini á fyrri tíð, sem gaukuðu að honum matarbita í vetrarhörkum og elskuðu hann og dáðu. Á því hefur engin breyting orðið.

Krummi er sagður vita lengra nefi sínu. Vísindin telja hann reyndar á meðal gáfuðustu dýra sem þessa reikistjörnu byggja. Hann er eftirherma mikil og þjóðtrúin segir hann aukinheldur geta orðið 900 ára. Það er ekki lítið.

Í þessari bók er hrafninn skoðaður frá mörgum hliðum og víða leitað fanga og niðurstaðan er sú, að hann er engum líkur.

Fjöldi glæstra mynda eru í bókinni.

Leiðbeinandi verð: 12.480-.

Efnisflokkun: Bækur, Fuglar, Handbækur og bækur almenns eðlis, Íslenskur fróðleikur, Ljóð og listir, Náttúrufræði, Sagnfræði

Líkið er fundið – sagnasamtíningur af Jökuldal

Útgáfuár: 2022

Sigurður Aðalsteinsson frá Vaðbrekku sér „draug“. Kolbeinn Arason flýgur með lík. Gunnar á Fossvöllum fullyrðir að Akureyrardeildin í Helvíti sé full. Þuríður Hallgrímsdóttir á Brú fær bréf frá hatursmanni sínum. Jón í Möðrudal auglýsir eftir ráðskonu. Séra Sigurjón Jónsson býr til nýtt Faðirvor. Reiðhestur úr Hrafnkelsdal stendur á haus inni við Kárahnjúka. Baldur Pálsson frá Aðalbóli segir frá eðlisfræðitilraunum og Haukur á Hauksstöðum fer sér til hressingar á Heilsuhælið í Hveragerði en fær þá óvænt skeyti frá Hákoni Aðalsteinssyni.

Í þessari bók er ógrynni skemmtilegra sagna og vísna, enda eru Jökuldælingar þekktir fyrir létta lund langt aftur í ættir og leyfa nú öðrum að njóta þess með sér.

Leiðbeinandi verð: 6.580-.

Efnisflokkun: Austurland, Bækur, Gamansögur, Handbækur og bækur almenns eðlis, Íslenskur fróðleikur, Ljóð og listir

Stundum verða stökur til

Útgáfuár: 2022

Bragsnillingurinn Hjálmar Jónsson fer hér á kostum í leiftrandi kveðskap og frásögnum. Skemmtileg atvik og viðburðir verða ljóslifandi og samskipti við fólk í gleði og gáska kitla hláturtaugarnar svo um munar. Einnig er í bókinni dýpri kveðskapur. Rauði þráðurinn er þó alltaf hjartahlýjan og húmorinn.

Leiðbeinandi verð: 6.980-.

Efnisflokkun: Bækur, Ljóð og listir, Skagafjörður

Bland í poka

Útgáfuár: 2022

Páll Jónasson frá Hlíð á Langanesi hefur verið afkastamikið ljóðskáld á undanförnum árum og nægir þar að nefna hinar vinsælu vísnagátubækur hans, þrjár að tölu. Hér kveður hins vegar við annan tón. Um er að ræða ljóð hans og lausavísur og er víða komið við. Íslenskt mál hefur ávallt verið honum hugleikið og bera bækur hans þess vitni. Bland í poka er þar ekki undanskilin.

Leiðbeinandi verð: 2.680-.

Efnisflokkun: Bækur, Ljóð og listir

Ekki var það illa meint – Ljóð og lausavísur eftir Hjálmar Freysteinsson

Útgáfuár: 2021

Ekki var það illa meintMývetningurinn Hjálmar Freysteinsson (1943-2020), lengi heimilislæknir á Akureyri, var fyrst og fremst skáld hlátursins og gleðinnar. Hann hafði frá fyrstu tíð lag á að sjá hliðar á málum sem aðrir sáu ekki og draga fram sjónarhorn sem kom hressilega á óvart.

Í þessari bók eru 700 lausavísur eftir Hjálmar og um 40 kvæði. Auk þess nótur að tveimur lögum sem hafa verið samin við ljóð eftir hann.

Leiðbeinandi verð: 7.480-.

Efnisflokkun: Bækur, Ljóð og listir

Látra-Björg

Útgáfuár: 2020

Látra-BjörgLátra-Björg (1716-1784), kraftaskáld, sjómaður, flökkukona – goðsögn í lifanda lífi og ráðgáta eftir að hún lést á vergangi í Móðuharðindunum. Samtíðarmenn hennar óttuðust hana. Með kvæðum sínum var hún sögð geta flutt til fjöll, laðað að sér fisk og deytt menn eða fært þeim gæfu.

Í þessari bók eru saman komin öll helstu kvæði Látra-Bjargar og um leið skýringar Helga Jónssonar frá Þverá í Dalsmynni og samantekt hans á æviferli hennar, en Helgi var einhver dularfyllsti rithöfundur Íslandssögunnar.

Í sérstökum viðauka er svo að finna Látrabréfið sem líkur eru á að sé eini varðveitti prósatextinn eftir Látra-Björgu, einhver kynngimagnaðasti orðagaldur sem um getur, sagður hafa fundist á skemmuvegg á Látrum árið 1740.

Leiðbeinandi verð: 5.780-.

Efnisflokkun: Ævisögur og endurminningar, Bækur, Ljóð og listir

Döggslóð í grasi

Útgáfuár: 2019

Döggslóð í grasi

Þingeyingurinn Kristbjörg Freydís Steingrímsdóttir, höfundur ljóðabókarinnar Döggslóð í grasi, ólst upp við ljóða- og vísnagerð en fékkst lítið við þá iðju sjálf fyrr en eftir fertugt. Kveðskapur hennar varð til í dagsins önn, kannski hripað brot og brot aftan á umslög eða aðra blaðsnepla. Hún hefur einstaklega góð tök á íslensku máli og hafa ljóð eftir hana birst í blöðum og safnritum.

Þessi bók geymir brot af gullfallegum ljóðum Kristbjargar og smellnum lausavísum.

Leiðbeinandi verð: 3.480-.

Efnisflokkun: Bækur, Ljóð og listir

130 vísnagátur

Útgáfuár: 2018

130 vísnagátur.jpegÍ þessari bráðsmellnu bók eru 130 vísnagátur, sumar léttar, aðrar erfiðari, en allar eru þær skemmtilegar.  Hver vísa felur í sér eitt orð og eru vísbendingar um það að finna í hverri ljóðlínu. Dæmi:

Þessar hýsir herra mús,

hún í tönn er mesti blús.

Lítil, hrörleg íbúð er,

og í götu því er ver.

Já, hvaða orð skyldi leynast þarna?

Leiðbeinandi verð: 2.980-.

Efnisflokkun: Bækur, Gátubækur, Íslenskur fróðleikur, Ljóð og listir
Eldra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is