Hérasprettir

Hérasprettir

Héraðsmenn hafa átt góða spretti í orðum og athöfnum gegnum tíðina eins og titill bókarinnar gefur til kynna. Hér er sagt frá sérkennilegum uppákomum og ógleymanlegum tilsvörum, og aðalpersónur sagnanna eru Héraðsmenn lífs og liðnir. Í bókinni birtist einnig fjöldi vísna og kvæða af léttara taginu.

Meðal efnis:
Þráinn Jónsson selur fæðubótarefni, Ólafur á Birnufelli kynnist sardínum (borðar sardínur), meðhjálparinn í Áskirkju byrjar á öfugum enda, Spila-Bjarni tekur slag við sjálfan sig, Páll á Hallormsstað stríðir við dyntótt veðurfar, Jói Þrándur finnur stað fyrir kóngulærnar, Einar á Fljótsbakka fær sólina á móti sér, Bensi í Merki drepur í sér náttúruna, Fellamenn veiða steinbít í Lagarfljóti, og Pétur á Egilsstöðum lýsir ótrúlegri veðurblíðu á bökkum Lagarfljóts.

Hákon Aðalsteinsson er grunaður um skattsvik og grípur til vopna. (leysir vandamál tengd skattframtalinu með því að yrkja kvæði), Vilhjálmur á Skjöldólfsstöðum ákveður að aka gætilega, Jónas á Heimaseli áformar að kveða niður draug með óvenjulegum hætti (hyggst kenna alræmdum kvendraug mannasiði) (grípa til óvenjulegra aðgerða gagnvart draug sem drap fyrir honum hrút), Stebbi á Brú hlakkar til bolludagsins og Frissi í Skóghlíð fer til að kaupa kvartett (lendir í ótrúlega svartri þoku). Er þá fátt eitt talið af því sem hér ber á góma.

Og svo er spurt: Er Breiðavað næsti bær við helvíti?

Leiðbeinandi verð: 3.890-.

Útgáfuár: 2017
Efnisflokkun: Austurland, Bækur, Bækur, Gamansögur

Panta

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is