Hrekkjalómafélagið – Prakkarastrik og púðurkerlingar

Hrekkjalómafélagið

Hrekkjalómafélagið í Vestmannaeyjum var einstakur félagsskapur og það á heimsvísu. Þar létu menn ekkert tækifæri ónotað til að koma hver öðrum á óvart og sumum utan félagsins einnig.

Í þessari bráðskemmtilegu bók rekur Ásmundur Friðriksson 20 ára sögu Hrekkjalómafélagsins; segir frá hrekkjunum og undirbúningi þeirra, viðbrögðunum og …afleiðingunum sem urðu stundum alvarlegri en menn héldu í upphafi.

Í bókinni segir meðal annars frá því þegar:

Halli í Turninum fær ís

Ráðherrahjónum er gert rúmrusk

Maggi Kristins „býður“ öllum í afmælið sitt

Geir Jón handtekur Tóta rafvirkja

Sjálfvirkur sleppibúnaður er kynntur til sögunnar

Össur Skarphéðinsson skartar skófari á rassinum

Guðjón Hjörleifs prófar sjónvarpssíma

Logi Snædal gengur berfættur yfir flöskubrot

Kosning um „Fyrsta klámkóng Eyjanna“ fór fram

Þá fá lesendur að kynnast nokkrum hrekkjalómum utan félagsins og ber þar hæst sögur af Jóni Berg Halldórssyni og Didda í Svanhól, en upptalningin er annars bara lítið brot af því sem leynist í bókinni HREKKJALÓMAR – PRAKKARASTRIK OG PÚÐURKERLINGAR sem kitlar svo sannarlega hláturtaugarnar.

Leiðbeinandi verð: 6.680-.

Útgáfuár: 2015
Efnisflokkun: Bækur, Bækur, Gamansögur

Panta

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is