Stelpan frá Stokkseyri

stelpan_fra_stokkseyriHér gerir Margrét Frímannsdóttir, fyrrverandi þingmaður Suðurlands, upp ævi sína. Hún dregur upp ljóslifandi myndir af litríkum bernskuárum á Stokkseyri og segir frá óbilandi stjórnmálaáhuga sínum, sem varð til þess að hún, sem einhverjir vildu meina að væri bara ómenntuð frystihússtelpa, gegndi stöðu oddvita í sínu sveitarfélagi um árabil og tók síðan sæti á Alþingi Íslendinga. Hún varð síðar fyrsta konan á Íslandi til þess að leiða einn af gömlu fjórflokkunum, Alþýðubandalagið, og hún lék lykilhlutverk í stofnun Samfylkingarinnar. En lífið gengur sjaldnast alveg smurt fyrir sig. Margrét var um tvítugt þegar hún komst að sannleikanum um faðerni sitt, hún gekk síðar í gegnum erfiðan skilnað og hún fékk að kenna á kvenfyrirlitningunni í strákaheimi stjórnmálanna. Fyrir fáeinum árum greindist hún svo með krabbamein, en var staðráðin í því frá upphafi að sigrast á veikindunum.

Leiðbeinandi verð: 4.980-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2006
Efnisflokkun: Bækur, Ævisögur og endurminningar

Panta

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is