Nýjasta útgáfa Hóla



Bændatal og byggðaröskun

vilhjalmur hjalmarsson kapaMeginefni þessarar bókar eru bændatöl tveggja jarða í Mjóafirði, Brekku og Dala, í þrjú hundruð ár, eða frá 1700 til 2000.  Þá fléttast hér saman við sú byggðaröskun sem orðið hefur í áranna rás og breytt ásýnd fjarðarins.

Þetta er tuttugasta bókin eftir Vilhjálm Hjálmarsson á Brekku  (meðhöfundur hans að þessu sinni er Sigurður Helgason frá Grund, en hann lést fyrir tæpri hálfri öld og byggir bókin að hluta til á þeim gögnum sem hann lét eftir sig), en um það leyti sem hún kom út fagnaði hann 95 ára afmæli sínu.

Leiðbeinandi verð: 5.980-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2009

Ég hef nú sjaldan verið algild

eg_hef_nu_sjaldan

Hér er rakin saga Önnu Mörtu Guðmundsdóttur; konu sem sjaldan hefur farið troðnar slóðir.  Þrátt fyrir að hafa alla sína ævi búið á Hesteyri, afskekktum bæ í hinum austfirska Mjóafirði, hefur hún visku til að bera sem fáum er gefin og er víðsýnni en margur langskólagenginn aristókratinn.

Hingað til hefur verið dregin upp ákveðin mynd af Önnu og einblínt á það sem greinir hana frá öðru fólki.  En er það raunsönn mynd?

Hver er Anna á Hesteyri í raun og veru?  Hvernig var æska hennar og uppeldi? Hvaða hetjudáð drýgði hún? Hvers vegna ákvað hún að taka inn útigangsmenn á heimili sitt? Og hvernig brást hún við þegar landsþekktur glæpamaður heimsótti hana um nótt og náði tökum á sveðjunni? Hvernig lék hún á dýralækninn? Og hverju lofaði hún þegar í óefni stefndi í bílprófinu.

Þetta er einstök saga; hrífandi, bráðskemmtileg og spennandi – sögð með orðum einbúans á Hesteyri og þeirra sem til hennar þekkja.

Uppseld.

Útgáfuár: 2008

Gullastokkur gamlingjans

gullastokkur

Lauslegar myndir barns af öllum þeim fjölda vinnumanna-  og kvenna sem dvöldu í Mjóafirði í lengri eða skemmri tíma á fyrri hluta síðustu aldar – og eru margar þeirra æði broslegar.

Þetta er enn ein bókin úr smiðju Vilhjálms Hjálmarssonar frá Brekku og vafalítið hafa margir gaman af.

Leiðbeinandi verð: 4.380-.

Uppseld.

 

Útgáfuár: 2008

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is