Veganúar er hafinn

Nú þegar nýtt ár er gengið í garð höfum við flest sett okkur nýjar stefnur og markmið sem munu hjálpa okkur við að halda ótrauð inn í nýjan áratug. Fyrir mörg okkar er erfitt að halda í við þau enda eru væntingarnar oftar en ekki úr takti við raunveruleikann, en Bókaútgáfan Hólar fann hinn gullna meðalveg með alheimsútgáfu á bókinni, VEGAN-ELDHÚS GRÆNKERANS, eftir þær Rose Glover og Laura Nickoll.

Nú í janúar, mánuðinum sem er orðinn betur þekktur undir heitinu Veganúar, er fátt betra en að ná sér í eintak af umræddri bók og kynna sér grænkera-lífstílinn og hvað hann getur gert til þess að efla bæði heilsu og hamingju.

Í bókinni VEGAN-ELDHÚS GRÆNKERANS er farið yfir þau lífsnauðsynlegu efni sem er að finna í jurtaríkinu sem eiga ávallt að vera partur af mataræðinu og sömuleiðis er kynnt fyrir okkur hvaða áhrif þau hafa. Einnig má þar finna girnilegar uppskriftir og sniðug fróðleikskorn sem allir geta nýtt sér í matargerð sinni.

 

 

 

 

Fimmtudagur 2. janúar 2020
Efnisflokkun: Fréttir og tilkynningar

Panta

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is